Fyrstu húsakaupin okkar úti í Bandaríkjunum

Ég á bók sem heitir "The Wall Street Journal Guide to understanding
personal finance".  Bókin fylgdi námsmannaáskrift að Wall Street
Journal árið 1994 og innihélt góð ráð fyrir þá sem væru að byrja að
búa. Við keyptum fyrsta húsið okkar í Bandaríkjunum það ár.

Ég var þá með byrjunarlaun tölvunarfræðings í Norður Karolínu, 42þús$
á ári, sem voru 262.500 kr í mánaðarlaun miðað við núverandi gengi á
dollar. Big Mac kostaði 75 krónur og lítrinn af bensíni kostaði 19
krónur. Viku innkaup fyrir þrjá (matur, vín, bjór, bleyjur) kostuðu 7
þúsund krónur.

Bókin sagði að hefð væri að borga 10% hússins úr eigin vasa og
90% með láni sem byðust venjulegu fólki á 8,5% óverðtryggt eða 4,5%
verðtryggt þegar bókin var gefin út.

Í kaflanum um húsakaup var rætt um afborganir og matarkaup og skatta
en svo stóð samantekið:  "As a rule, you can afford to buy a home that
costs 2 1/2 times your annual income", semsagt 2,5 sinnum árslaunin.

Bókin sagði líka að bankar tækju fólk í greiðslumat og viðmiðunin væri
að fólk ætti ekki að borga meira en 28% af brúttó mánaðartekjum í
afborganir og tryggingar af húsinu, annars yrði láni synjað skv.
reglum flestra banka.

Við keyptum 190 fermetra einbýlishús fyrir 112 þúsund dollara sem væru
8,4 milljónir króna á núverandi gengi.

Árslaunin mín voru 42 þúsund og 2,5 sinnum það voru 105 þúsund dollarar
svo við vorum rétt yfir upphæðinni sem blaðið mælti með að kaupa
fyrir.

Ef hjón með sitthvorar 300 þúsund í mánaðarlaun ætluðu að fylgja
þessari reglu í sínum fyrstu húsakaupum í dag ættu þau að kaupa hús
sem kostar 300.000 * 2 * 12 * 2.5 eða 18 milljónir.

Ég veit ekki hvað 190 fermertra einbýlishús kostar í Reykjavík en það
eru víst engar 18 milljónir.  Ekki vildi ég vera að kaupa mitt fyrsta
hús, svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi bara kvitta og segja að mér finnst þetta áhugaverð og skemmtileg færsla.

AG (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:43

2 identicon

Þetta er svo sem ágæt samantekt. En það er ekkert spennandi þjóðfélag sem býður upp á það að maður getur eignast einbýlishús, 4 bíla, bát og flugvél, og allt það sem hugurinn girnir. Ef svo maður verður veikur þá er maður fljótt orðinn betlari á einhverju götu horninu. Má ég þá biðja um minna, meiri skatta og gott velferðarkerfi.

Siggi (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 20:07

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Svona prinsippreglur eru afar gagnlegar og mætti vera mun meira um þær. Takk fyrir ágætt innlegg, ég athuga þessa bók sem þú bendir á. 

Svo varðandi kommentið um betlið, þá eru nú allsk. öryggisnet í BNA. Vandamálið reynist oft að finna þau, enda ekki auglýst innanum öll gylliboðin. 

Ólafur Þórðarson, 15.2.2007 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband