Frjáls innflutningur á ráðamönnum ?


Í gær sat ég athyglisvert málþing sem var haldið af "Viðskiptaráði" en
það heitir nemendafélag viðskiptafræðinema í Háskólanum í Reykjavík.

Þingið hét "Krónan eða Evran".  Á því töluðu fjórir: tveir lektorar í
HR, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans og hagfræðingur
samtaka iðnaðarins.

Þingið var mjög fræðandi -  ég hefði viljað sjá Ríkissjónvarpið taka
það upp og senda út.  Málið varðar alla og er of viðamikið til að
afgreiða í stuttum fréttaskotum.

Það sem ég tók með mér heim eftir þetta þing er, að Íslendingar eru
misleitur hópur.  "Eigum við að taka upp evruna" fær mismunandi svör
eftir því hverjir "við" erum.

Ég á ekki kvóta eða jörð eða útflutningsfyrirtæki og ég rek ekki
ráðuneyti eða seðlabanka.

Ég er í hagsmunahópnum "matarinnkaupandi, húsnæðislánaafborgandi,
hugbúnaðarsemjandi og verðandi flatskjáfjárfestir".  Fyrir minn hóp
sýnist mér svarið vera "já, göngum í ESB og tökum upp evruna".

Málið er rammpólítískt.  Bankafulltrúi mun hafa aðra skoðun á málinu
en ég, og við höfum báðir rétt fyrir okkur.  Menn verða því að mynda
sér sjálfstæða skoðun.  "Við íslendingar" hefur enga merkingu.

Við flytjum nú inn nammi, fjármagn og verkamenn.  Það ætti ekki að
vera stórt stökk fyrir þjóðina að flytja ráðamennina inn frá Brussel.
Þessir íslensku mega alveg við svolítilli samkeppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Góður!

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 15.2.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Enn einn snilldar pistillinn..

Ingi Björn Sigurðsson, 15.2.2007 kl. 14:36

3 identicon

reynsla spánverja að taka upp evruna var á þann veg að allt hækkaði um tugi prósenta, ætli það yrði raunin hér líka....hmmm spennandi. 

Glanni (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gallinn er að það yrði engin samkeppni á milli erlendu og innlendu ráðamannanna í tilfelli Evrópusambandsaðildar. Þeir innlendu yrðu einfaldlega meira eða minna undir vald hinna settir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: Kári Harðarson

Sennilega rétt - það yrði um eins konar uppgjöf að ræða.  Hún er samt oft fyrsta skrefið í bata :)

Kári Harðarson, 16.2.2007 kl. 09:34

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, ef horft er á Evrópusambandið er ekki að sjá að einhver bati fælist í því að ganga þar inn, sér í lagi ekki með tilliti til valdasjúkra og spilltra ráðamanna. Þannig að það væri klárlega að fara úr öskunni í eldinn að ganga þar inn þó aðeins væri litið til þessarar hliðar málsins. Þ.e. ef menn telja okkur vera í ösku eins og staðan er í dag.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 17:24

7 Smámynd: Púkinn

Púkinn er brara hræddur um að við gætum átt í erfiðleikum með að losna við þá ráðamenn sem við höfum fyrir - við gætum e.t.v. flutt þá til Afríku og kallað það þróunaraðstoð, svona á svipaðan hátt og við höfum flutt út gáma af úreltum tölvum, en hætt er við því að slíkt væri hinn versti bjarnargreiði.

Púkinn, 16.2.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband