Hvað er í sekknum?

Hér er mynd af hunangs grísakótilettum frá Goða:


gourmet gris

Undir nafninu stendur grís, salt og vatn, E450 (saltpétur), E301 (C
vítamín) og E250 (natríum nítrat) en ekkert hunang.

Lög um matvæli númer 93 frá 28.júní 1995

11. gr. Óheimilt er að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig
að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun,
samsetningu, magn, eðli eða áhrif.

Ég er bara hellisbúi en ætti ekki að vera hunang?  Hvað þýðir nafnið?

Svo er búið að sprauta vatni í kjötið.  Hvað má sprauta miklu?  Í
Bretlandi er það 5% en ég finn ekki lög um það hér.

Rauðvínslegið lambalæri frá Borgarnes kjötvörum inniheldur bara
papríku og salt og er því saltkjöt samkvæmt minni kokkabók.  Þú verður
seint drukkinn af soðinu af því.

Má rækjusalat vera með einni rækju eða verða þær að vera fleiri?

(Það eru náttúrulega engin börn í barnaolíu en það er öðruvísi).

Með lögum skal land byggja og með ólögum eyða - en -  erum við of fá til að
framfylgja lögum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ef ég skil þetta rétt þá virðast þeir gleymt nefna sykurinn.  Það þarf að gera skurk í að bæta merkingar en síðasta ári voru seld yfir 600 tom af  innfluttu nautakjöti pakkað og merkt íslenskum fyrirtækjum Núna yfir síðustu jól voru seld 30 tonn af innfluttum hamborgarhrygg en reyktur og saltaður hér á Íslandi. Þessi venjulega brauðskinka sem ég kalla vatnsskinku inniheldur ekki mikið meira en 30-60% kjöt

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.2.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Árni Matthíasson

"Einnig getur þú séð það á verðinu hvað sé búið að sprauta mikið í kjötið." - Þetta þykir mér sérkennileg staðhæfing hjá Kristni Hjaltalín. Stendur á pakkanum verð fyrir innspýtingu og verð eftir innspýtingu?

Í færslunni stendur: "Svo er búið að sprauta vatni í kjötið.  Hvað má sprauta miklu?  Í Bretlandi er það 5% en ég finn ekki lög um það hér."

Ef ekki kemur fram á pakkanum hve mikið vatn er í kjötinu er ekki hægt að gera sér nákvæma grein fyrir því hve mikið vatn er í því, svo einfalt er það nú. verðið gefur það ekki til kynna nema á mjög ófullkominn og takmarkaðan hátt, enda er vatnsmagn ekki það eina sem ræður verðinu.

Það er rétt athugað að það sé eðlilegur hluti kjötvinnslu að sprauta vatni í kjöt sem á að frysta, en hlýtur að vera að sama skapi eðlilegt að neytendur fái upplýsingar um það hve miklu vatni sé sprautað.

Árni Matthíasson , 18.2.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hreint bull að það eigi að sprauta vatni í kjöt sem á að frysta.

Vatnsísprautun er gerð í þeim eina tilgangi að selja vatn á verði kjöts.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.2.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Kári Harðarson

Já en hvað með hunangið ? 

Þeir nefndu ekki sykur og það var ekki sykurbragð af kjötinu.

Kári Harðarson, 18.2.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband