Glitnir og ég

Ég fór í Glitnisútibú með gamaldags ávísun uppá 22 þúsund krónur vegna
markaðsherferðar Sjóvár sem endurgreiðir á hverju ári pappírsávísun í
pósti fyrir að vera trúfastur viðskiptavinur.

Við það tækifæri sá ég markaðsherferð Glitnis, "Eigðu afganginn".  Ef
maður skráir sig hækka þeir öll útgjöld sem eru greidd með debetkorti
upp í næsta hundrað, fimmhundruð eða þúsund og setja mismuninn á
sérstakan sparnaðarreikning.

Ég hugsaði með mér að þetta væri ekkert fyrir mig.  Konan í útbúinu
sagði að þetta væri fyrir fólk sem ætti erfitt með að spara en ég
kannaðist ekki við að vera sú manntegund.

Sama dag var hringt í mig frá Glitni og spurt hvort ég þekkti til
þessarar markaðsherferðar. Ég sagði "nei takk, þú hlýtur að sjá í
tölvunni hjá þér að ég á ekki í vandræðum með að spara".

Hún sagði "já, ég sé þú átt þarna X milljónir á lélegum vöxtum".  Ég
sagði "já ég hef einmitt verið að velta fyrir mér hvort ég gæti ekki
fengið betri vexti og hvað getur þú boðið mér?"  Það besta var 11%. Ég
sagðist geta fengið rúm 12% hjá S24 en takk fyrir símtalið.

Tvennt pirrar.  Í fyrsta lagi erum við búin að vera rúm 20 ár í
viðskiptum við Glitni (áður Íslandsbanka (áður Iðnaðarbanka)).

Þeir ættu að hringja í rétta viðskiptavini með svona sparnaðarhugmynd
sem er í hreinskilni sagt lúserhugmynd og ætluð fyrir lúsera.

Í öðru lagi hefur Glitnir ekki hringt til að benda okkur á að við
værum með peninga á lélegri ávöxtun hjá þeim.

Eitt hefur pirrað mig við Glitni öll árin:  Ég er með debetreikning
sem býður bara 4,7% vexti, svo þar getur maður augljóslega ekki geymt
peninga.  Ef ég versla með debetkorti eru peningarnir teknir af þessum
reikningi svo ég þarf alltaf að vera að "fylla á hann". Ef hann fer
undir núllið borgar maður himniháa vexti og svo FIT sektir fljótlega
eftir það.

Til að forðast þessi óþægindi er ég farinn að versla með kreditkorti
þótt það stríði gegn mínu uppeldi að fá lán að óþörfu.

Hvers vegna er ekki hægt að vera með einn reikning á góðum vöxtum og
binda debetkortið við hann.  Ég bara spyr?  Ég spurði Glitni að þessu
þegar hann hét ennþá Íslandsbanki en fékk að vita að þetta væri bara
svona.

Mig langar með viðskiptin í útibú á landsbyggðinni.  Þeir hafa kannski
tíma til að fylgjast með reikningunum mínum.  Vill einhver mæla með
einu slíku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg. Þessir stóru hugsa bara um að græða. Það eru litlar mannvænar peningastofnanir í flestum byggðarlögum landsins sem heita SPARISJÓÐUR. Peningapúkunum hefur ekki tekist ennþá að komast yfir þá þó Pétur Blöndal og fleiri hafa beitt öllum þeim ráðum sem þeim hefur dottið í hug. Hafðu samband við einhvern sparisjóðinn. "Sparisjóðurinn sér um sína"

Sveinn

Sveinn (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Sammála síðasta ræðumanni skipti úr landsbanka í sparisjóð þegar ég fór í háskóla því þeir vildu ekki gefa mér mannsæmandi vext á yfirdráttarlán sem ég líkt og margir námsmenn þurfum að taka vegna námslána. En sparisjóðurinn heima sá um mig og bauð mér vel. Þar er ég enn og verð um aldur og ævi. Sparisjóður Vestfjarða fær hæðstu einkun frá mér.

-gunni 

Gunnar Pétur Garðarsson, 21.2.2007 kl. 00:31

3 identicon

Sammála Hef heyrt hjá mörgum að Sparisjóður Vestfjarða sé frábær og frábært fólk þar

Agla (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 01:17

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, það borgar sig sannarlega að fylgjast með á hvaða vöxtum peningarnir eru á.  Sjálfur hef ég yfir 12% vexti á sparisjóðsbók og ríflega 9 á debetkortareikningi.  Þetta er á Íslandi.  Hér í Kanada er ákaflega erfitt að ná þokkalegum vöxtum nema að binda fé sitt til lengri tíma.

En ég er ekki sammála þér með kreditkortin.  Nota því sem næst eingöngu kreditkort, hvort sem ég er á Íslandi eða annarsstaðar.  Hef svo smá lausafé í veskinu, ef einhver tekur ekki kort.

Fyrst að er verið að verðlauna mann fyrir að nota kreditkort, alls kyns punktar og fríðindi, er sjálfsagt að nota sér það (hef notað mér það drjúgt við ferðalög), sem og sú staðreynd að ekkert gjald er tekið fyrir það að nota kreditkort, öfugt við debetkortin.  Ennfremur kemur til sú staðreynd, þó að skipti ekki höfuðmáli að inneignin er heldur lengur á vöxtum, þegar kreditkortin eru notuð (allt að 45 dögum).

G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 05:10

5 Smámynd: Kári Harðarson

Við erum sammála um kreditkortin.  Ég hef líka valið að nota þau vegna þess að manni er launað fyrir það (vildarpúnktar) og refsað fyrir að nota debetkort (færslugjöld og FIT sektir).

Ég vandist á að nota debetkort erlendis þar sem sparnaður er talin vera dyggð og ég hefði viljað halda því áfram hér.

Mér finnst ýtt undir neyslu og lántöku með óprúttnum aðferðum og að mótvægi þurfi frá neytendasamtökum og/eða yfirvöldum.

Það ætti að vera bundið í lög að það sé ódýrara að nota eigin peninga en að fá þá lánaða. 

Auðvitað er dýrara í reynd að fá peninga lánaða, en vegna þess hvernig Visa er lögleitt hér á landi borga ég kostnaðinn í formi hærra vöruverðs hjá kaupmanni hvort sem ég vel að nota Visa eða ekki.

Kveðja, Kári

Kári Harðarson, 21.2.2007 kl. 10:26

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er sammála því að það er skrýtið að ódýrast sé að nota kreditkort, ekki beint rökrétt.  Hitt er svo líka skrýtið að þóknun af debetkortum sé %bundin.  Ég hef aldrei getað skilið að það sé dýrara að færa 100.000 kall á milli reikninga heldur en 10.000.  Reyndar væri að sumu leyti eðlilegt (eins og hefur verið lagt til) að Seðlabankinn ræki posakerfið fyrir sinn reikning, enda hlýtur það að vera ákaflega hagstætt fyrir hann að "plast" notkunin sé sem mest.  Því færri seðla sem þarf að prenta, því minni hlýtur tilkostnaðurinn við að reka "seðlaútgáfuna" að vera.

Það eru margir sem vilja meina að Reiknistofnun bankanna og posakerfið séu í raun stór hindrun hvað varðar aukna samkeppni á fjármálamarkaði, þar sem því sem næst ómögulegt sé að hasla sér völl á Íslenskum fjármálamarkaði án þess að hafa aðgang að þessum kerfum.  Því sé það brýnt að setja skýrar reglur um frjálsan aðgang nýrra aðila að þeim.

G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 15:23

7 Smámynd: Kári Harðarson

Ég veit lítið um Reiknistofu Bankanna annað en að þeir eru með mjög stutt skýringarsvæði við millifærslur svo ekki eru þeir nýmóðins.

Svo heyrði ég þessa sögu:  Þeir leyfðu lánasjóði íslenskra námsmanna ekki að fá aðgang sem bankastofnun svo lánasjóðurinn keypti sparisjóð úti á landi til að svindla sér inn bakdyramegin í klíkuna.  Lán frá LÍN berast því alltaf með kveðju frá sparisjóði úti á landi.

Ef þessi saga er sönn er þetta frekar lokuð klíka.

Kári Harðarson, 21.2.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband