Mannvæn gatnamót



Þessi gatnamót eru í New York borg þar sem 16 milljón manns búa.


Intersection_4way_overview

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona gatnamót eru oft troðfull af bílum en þau eru góð af því gangandi vegfarendum er gert jafn hátt undir höfði og ökumönnum.

Hér er andstæðan
I-80_Eastshore_Fwy

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna kemst enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.

Á Íslandi höfum við þurft að sætta okkur við ófærar jökulár en það er ekki náttúrulögmál að umferðamannvirki séu ófær öðrum en bílum.  Ef stærri borgir virða rétt gangandi og hjólandi getur Reykjavík það líka.
jokla-fljotsdals - 02


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Já, í New York, sem og fleiri erlendum stórborgum, hafa þeir fyrir löngu áttað sig á því að ef yfir 90% ferða væru farnar á einkabílum (eins og hér í Reykjavík) þá myndi enginn komast neitt. Þess vegna er gangandi og öðrum gert hátt undir höfði, og með því er fólk hvatt til að skilja bílinn eftir heima.

Anna Runólfsdóttir, 14.3.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Kári Harðarson

Þorgerður Katrín myndi væntanlega vilja meina að borgarstjórinn í New York neiti þannig að viðurkenna að New York búar hafi valið einkabílinn...

(ég er bara að ganga út frá orðum hennar í eldhúsdagsumræðum í gær).

Kári Harðarson, 15.3.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband