Hver prentaði húsið þitt?

Ég sá þrívíddarprentara í boði Iðntæknistofnunar um daginn. Þessir  prentarar geta "prentað" hluti eins og aðrir prentarar prenta texta og  myndir.

01OTJ_3Dprinter_fig3

Prenttæknin hefur gerbylt menningunni nokkrum sinnum, fyrst þegar  Gutenberg prentaði Biblíuna en líka þegar rafmagnsrásir voru prentaðar  og tölvan varð almenningseign.

Ég fór að velta fyrir mér hvort næsta prentbylting gæti ekki verið  húsagerð?  Það er ekki mikill eðlismunur á því að prenta hús eða rökrás þótt stærðarhlutföllin séu þó nokkur.

Eins og góður akademíker leitaði ég að heimildum og fann frumkvöðul í  Kaliforníu sem er að reyna að prenta hús. Ég hafði séð fyrir mér að  leggja út sand í þunnu lagi, og sprauta svo lími eða sementi í sandinn  þar sem veggir ættu að standa.

Kaliforníuútgáfan sprautar steypu úr stút og notar múrskeiðar báðum  megin við stútinn til að forma vegginn. 

welcome

Vélmennin eru að koma en þau líta ekki út  eins og ég hélt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Mögnuð pæling og mjög skemmtileg. Prentuð hús eru eitthvað sem manni dettur ekki svo auðveldlega í hug.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 21.4.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Sigurjón

Þetta er alger snilld! Ég gæti vel hugsað mér að búa í ,,prentuðu" húsi.

Sigurjón, 23.4.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband