Sítrónulögmálið

Lemon-22

Ef ég vil selja bílinn minn þá veit ég miklu meira um hann en verðandi kaupandi.

Ég veit að bíllinn er í topp standi og hefur aldrei verið þveginn með kústi á  bensínstöð.  Hann fékk olíuskipti oftar en sum börn fá mjólk.

Kaupandinn veit ekkert af þessu, hann hefur bara viðmiðunarverðið sem  bílasölurnar eru með í sameiginlegum gagnagrunni sínum.

Hann getur ekki metið muninn á mínum bíl og öðrum svipuðum bíl sem er reyndar  drusla því tölvan í þeim bíl hefur bilað þrisvar og þaklúgan lekur á vetrum.

Meðalverðið í gagnagrunni bílasala miðast við báðar tegundir bíla.  Ég fæ enga  umbun fyrir að selja minn bíl því það er ekki hægt að haka við  "Gæðabíll" eða  "Vel með farinn" á eyðublaði bílaumboðanna.

Það er bara hægt að haka við hluti eins og "upphitaðir hliðarspeglar" og  "vetrardekk fylgja".

Ég vil ekki selja minn bíl á undirverði svo ég á hann áfram.  Eingöngu sítrónur  (lemons) verða eftir á bílaplönum hjá bílasölum.  Næsta meðalverð bílasalanna reiknast út frá ennþá lélegri bílakosti.

Þetta sama gildir um aðrar vörur.  Neytandinn velur ódýrari vöruna í hillunni  þótt næst-ódýrasta varan sé kannski tíu sinnum betri kaup.  Sá sem bjó til vöruna  veit það en neytandinn hefur enga aðstöðu til að komast að því.

Hann getur bara borið saman lengd á fídusalistum í bæklingi:  Er gemsinn með  bluetooth?  Er gemsinn með vasaljós?  Hvergi er hægt að lesa:  Verður  takkaborðið ónothæft eftir 6 mánuði?

Útkoman er sú að ódýrustu vörurnar komast af en gæðahugtakið fer halloka.

Þetta er sítrónulögmálið í hnotskurn.  Það var ekki stórt vandamál á meðan menn þekktu kaupmanninn sinn persónulega, en það er orðið það núna, þegar verzlanir eru stórar og eigendurnir eru hvergi nærri en láta krakka um að afgreiða.

Eina leiðin sem ég sé út úr þessum vítahring er að neytendur komi sér upp öflugu  upplýsingakerfi.  Við þurfum gagnagrunn yfir dýrari vörur eins og bíla og  heimilistæki.

Ég myndi glaður borga hærra árgjald til Neytendasamtakanna ef þeir kæmu sér upp  svona gagnagrunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þökk sé þessu svokallaða interneti, þá eru komnir vísar að svona gagnagrunnum. Sumir kannast við resellerrating.com, sem þó eru ennþá mest bundnir við mat á verslunum frekar en vörum. 

Ég er duglegur að hanga á spjallsíðum og spyrja spurninga þegar ég er að kaupa dýrari hluti eins og sjónvörp eða myndavélar, og það hefur ekki brugðist mér enn... (7-9-13) 

Jón Ragnarsson, 15.5.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Kári Harðarson

Sammála, ég geri það líka -- en það er oft erfitt að finna sömu vörur og vörutegundir og eru í boði hér.

Mörg sjónvörp í BT og Elko eru mjög sjaldséð á erlendum neytendavefjum.

Svo henta sumar vörur vel íslenskum aðstæðum og öfugt.  Nissan Patrol er mjög vinsæll hér, en er ekki áberandi í öðrum löndum.   Hann myndi sjálfsagt fá ítarlega umfjöllun í svona gagnagrunni (ég á sjálfur ekki Patrol )

Kári Harðarson, 15.5.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Kári Harðarson

Það skiptir líka máli hvernig varan er þjónustuð hér á landi og á hvaða verði hún kemur í búðir.  Bestu kaupin á Íslandi eru ekki nauðsynlega bestu kaupin í Svíþjóð.

Kári Harðarson, 15.5.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þessu er ég alveg sammála Kári, góður punktur þetta sem við sjaldnast hugsum útí.

Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Maður gæti haldið að þú hefðir aldrei verslað á Amazon.com!
Þar eru dómar og vitnisburðir um flestar vörur, sem þar eru í boði.
Eins og Jón Ragnarsson bendir á hér, þá eru ótal spjallþræðir þar til viðbótar.

Þar að auki má nefna frábæra síðu fyrir þá sem ætla að kaupa sér starfræna myndavél: Dpreview.com eða farsíma þ.e. rússneska síðan góða um farsíma: Mobile-review.com 

Júlíus Valsson, 15.5.2007 kl. 22:32

6 identicon

Sítrónulögmálið á uppruna sinn að rekja úr hagfræðinni. Nóbelsverðlaunahafinn George Akerlof fjallaði um hrakvals vandann og notaði gamla bíla og líkti þeim við sítrónur. Afleiðingin er einmitt sú að menn halda í góðu bréfin en setja lélegu á markað með þeim afleiðingum að markaðurinn hrynur, hugsanlega.

Má bjóða þér hlutabréf á góðu verði?





Björn (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 11:05

7 Smámynd: Kári Harðarson

Hárrétt.  Hann taldi upp eftirtalin forskilyrði fyrir sítrónumarkaði:

  1. Asymmetry of information
    • no buyers can accurately assess the value of a product through examination before sale is made
    • all sellers can more accurately assess the value of a product prior to sale
  2. An incentive exists for the seller to pass off a low quality product as a higher quality one
  3. Sellers have no credible disclosure technology (sellers with a great car have no way to credibly disclose this to buyers)
  4. Deficiency of effective public quality assurances (by reputation or regulation)
  5. Deficiency of effective guarantees / warranties


Tillaga mín um gagnagrunn þar sem íslenskir neytendur gætu ráðlag hvor öðrum væri úrbót á lið #1 í listanum að ofan.

Kári Harðarson, 20.5.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband