13.6.2007 | 11:32
Sjöfalt lyfjaverð
Um verð á lyfinu Terbinafin (Lamisil)
Í Velvakanda Morgunblaðsins í gær var sagt frá kaupum á lyfinu Terbinafin, 28 stk, 250 mg töflur. Sá sem skrifaði (S.Þ.S.) fann lyfið ódýrast í Lyfjavali á 5.362 kr. en dýrast í Lyfju á 7.499 kr.
Í tilefni af þessu sendi systir mín mér ljósmynd af kassanótu frá Kaupmannahöfn. Mamma mín keypti lyfið þar skv. lyfseðli læknis frá Íslandi :
Lyfið heitir Terbinafin HEXAL 250 mg. og thad eru 28 töflur í skammtinum sem kostar 62,90 DKK.
Gengið núna er 11,393 svo lyfið kostaði 717 kr. í Kaupmannahöfn.
Ódýrasta lyfið hér er sjö sinnum dýrara en í Kaupmannahöfn. Í Lyfju er munurinn tífaldur.
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Íslendingar eru íslendingum verstir, hér ræður græðgi ríkjum.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:36
Það er ekkert sem afsakar svona. Takk kærlega fyrir að benda á þetta. Ætli Hanna Birna hafi ekki rétt fyrir sér? Veikt fólk getur ekki hætt að kaupa lyf þannig að ekki er hægt að þvinga lyfsala til lækkana með slíkum aðgerðum. Getur þú ekki farið með þetta lengra?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 13:15
Ég sendi póst um þetta blogg til velvakandi@mbl.is.
Nú er ég búinn að senda afrit til lyfjagreiðslunefndar (pall[at]lgn.is) og neytendasamtakanna (ns[at]ns.is).
Kveðja, Kári
Kári Harðarson, 13.6.2007 kl. 13:38
Ef íslendingar pöntuðu meira á netinu myndu þeir veita innlendum kaupmönnum aðhald.
Menn panta ekki á netinu af því það er svo óútreiknanlegt hvaða meðferð varan fær. Það þarf sérfræðing til að "díla við tollinn".
Íslendingar eiga svo margt sameiginlegt með dreifbýlinu í Bandaríkjunum. Þar er sveitó, skyndibitamenning, langt milli húsa, feitt fólk, mikill bílaáhugi. Þar bæta menn sér upp fjarlægð í næstu verslun með póstverslun. Af hverju ekki hér ?
Kári Harðarson, 13.6.2007 kl. 14:38
Varðandi tollinn, það er rétt það þarf snillinga. Ég bý í Svíþjóð og kom heim með norrrænu í fyrra í sumarfrí. Hafði keypt mér 20 ára gamlan tjaldvagn fyrir c.a. 45þús ísl. sem ég tók með. keyrði frá borði og heim til pabba og mömmu. Skildi svo vagninn eftir og fór utan um haustið.. Svo ákvað ég að fá vagnin skráðan og íslandi og sendi tölvupóst á tollinn. Þá var mér sagt að einstaklingar gætu nú varla staðið í þessu og ég yrði að ráða mér tollmiðlara. Mér fannst það hart og fann á endanum eyðublöð á netinu og fyllt þau út eftir bestu getu. En vantaði þó staðfestingu á að vagnin væri komin til landsins og kvittanir fyrir flutningi, (hann var bara aftan í bílnum þegar ég kom til landsins) Ég gafst upp á þessu á endandum en skrifað þó sýslumanni bréf þar sem ég reiknaði aðfluttningsgöld og VSK og bauðst bara til að greiða þetta beint því eyðublöðinn og skiffinnskan væri (eins og stafstúlka tollsins sagði) ekki fyrir leikmenn. En sýsli sagði nei, og vagin stendur heima hjá mömmu og pabba á sænskum númerum og býður framtíðar, Kannski tollarar komi einhvern daginn og sæki hann.
Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 14:47
.... það ku vera dýrt að prenta íslenskar notkunarleiðbeiningar !
Kári P. Ólafsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 15:04
Mér er það ákaflega minnisstætt, þegar kona nokkur, sem var í forsvari hjá innflytjendum lyfja, sagði blákalt í sjónvarpsviðtali að mismunurinn fælist að mestu eða öllu leyti í kostnaðinum við prentun fylgiseðla á íslensku. Fyrir þá sem þekkja nokkuð til prentunar - ég tel sjálfan mig í þeim hópi - hefði hún eins getað reynt að útskýra muninn með ástandi þörungagróðurs og meðalþyngd silunga í Þiðriksvallavatni á Ströndum.
Hlynur Þór Magnússon, 13.6.2007 kl. 18:26
Ætli þetta sé ekki Landbúnaðinum að kenna. Prófessor sem ég þekki telur vöruverð á Íslandi sé hátt af því að landbúnaðarvörur séu svo dýrar en það muni allt lagast þegar óheftur innflutningur fæst
þetta fæst allt mjög ódýrt austan að.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 13.6.2007 kl. 23:58
Jú, hengjum bændur fyrir að lyfjaverð er svo hátt hér á landi!
Sigurjón, 17.6.2007 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.