Svar við gátunni - og hvað má læra af henni

Spurt var: 

Hver um sig borgaði 100 - 10 = 90 kr.

Þrisvar  90 eru 270 kr.

270 plús 20 sem þjónninn tók í þjórfé gera 290 kr.

Það vantar samt 10 kr uppá 300, hvað varð um þær?

Svar:

Vissulega borguðu gestirnir 3 x 90 = 270.

En af hverju að leggja svo 20 krónurnar við sem þjónninn tók í þjórfé?   Þær eru þegar inni í þessum 270 krónum.  Réttara er að segja:

270 - 20 kr. í þjórfé eru 250 kr. sem er það sem veitingastaðurinn fékk.

Samtalan þarf ekki að ná 300 kr. því það er ekki það sem maturinn kostar.

 

Af þessu má læra að vera ekki að eltast við útreikninga hjá fólki sem er ekki að reikna út það sama og þú.  Ekki hafa minnimáttarkennd gagnvart þeim sem þykjast kunna stærðfræði.

Sumir segja að strætó sé rekinn með tapi.  Er ekki vegakerfið rekið með tapi líka ? Ríkið borgar vegina en bærinn borgar strætó.  Ef vegirnir væru verðlagðir rétt hefðu strandflutningar ekki lagst af.

Kveðja, Kári

 

PS: Strætó er hins vegar alltaf tómur en það er allt annað mál..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband