Nú er góður tími til að berjast

Ég bloggaði um sjöfalt lyfjaverð fyrr á vorinu.

Við það tækifæri sendi ég tölvupóst til lyfjaverðsnefndar og til neytendasamtakanna.  Þau sendu svo fyrirspurn áfram til Actavis.

Hvorki Actavis né Lyfjaverðsnefnd svöruðu póstunum einu né neinu.  Að vísu eru bara liðnar þrjár vikur, kannski er ég óþolinmóður?

Ég er persónulega sannfærður um að þeir sem bera ábyrgðina hafa ekki hugsað sér að gera neitt í málunum að óbreyttu.

Þessi þjónusta Aðalsteins Arnarsonar er vissulega á gráu svæði núna, en aðeins þangað til lyfjaeftirlitið leyfir honum að senda lyfin hingað.  

Come on !  Þetta er Íslendingur, í Svíþjóð.  Af hverju ætti hann ekki að geta sent okkur lyf?

Það er ekki það sama, að opna fyrir allan lyfjainnflutning frá öllum löndum, eða leyfa viðurkenndum aðilum á öðrum norðurlöndum að senda hingað lyf.   

Lesið Íslandsklukkuna, þið Jónar Hreggviðssynir, og berjist svo fyrir ykkar eigin sjálfstæði!

Sendið lyfjastofnun póst og biðjið um að Aðalsteini verði leyft að senda hingað lyf.   Það hafa ekki allir efni á að borga fimm þúsund krónur fyrir lyf sem á að kosta sjöhundruð. 

Sendu lyfjastofnun kurteisa en ákveðna ábendingu hér ef þú hefur skoðun á málinu og bentu öðrum á að gera hið sama.  Það er tjáningarfrelsi hér síðast þegar ég vissi.

 

Kveðja, Kári

 


mbl.is Býður ódýrari lyf á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt gott dæmi um einokun og neytendakúgun er enski boltinn á Sýn 2 í vetur.  Það er dýrara að skuldbinda sig í 12 mánuði og borga 4171 á mánuði, heldur en að borga stakan mánuð og í 10 mánuði á 4390.

Kveðja Siggi Jóns 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Búinn að senda línu. Gaman að sjá hvort svar fæst.

Halldór Egill Guðnason, 5.7.2007 kl. 09:39

3 identicon

Heyr heyr! Lyfjastofnun á að beina blinda auganu að þessu á meðan nauðsynlegar reglubreytingar eru gerðar til að festa þessa starfsemi í sessi. Ótrúlegt hvernig tekist hefur að okra á meðaljóninum hérna heima.

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 10:03

4 Smámynd: Púkinn

Jamm... það virðast lítil takmörk fyrir því hvernig reynt er að okra á okkur Íslendingunum.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband