Gullegg og gæsaeigendur

Ég fer á kajak með tjald og svefnpoka við óbyggðar strendur á sumrum.  Þekkst hefur að menn veiði sér í soðið utan kvóta þegar þannig stendur á.

Þegar ég renndi færi í sjó og dró upp þorsk varð mér um.  Þetta var svo auðvelt og fiskurinn var svo góður.

fagurfiskur

Mér varð hugsað hvílík forréttindi það væru að hafa lyklana að þessu forðabúri og mega skammta sér úr því.

Ég þurfti að snúa aftur í bæinn og vinna fyrir mér með hyggjuvitinu, en ég gat alveg hugsað mér að verða eftir þarna.  Ég sá að náttúran gefur það sem mennirnir selja.  Af hverju ekki ég?

Það eru forréttindi að hafa aðgang að landsins gæðum.  Ég get ekki almennilega vorkennt þeim sem hafa haft þau.

Sumir Arabar eru farnir að hugsa hvað gerist þegar olían klárast.  Ekki veit ég hvað þeir fara að sýsla en heimsbyggðin mun alla vega ekki vorkenna þeim þegar þar að kemur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég þarf endilega að prófa kajak einn daginn...

Jón Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband