21.8.2007 | 16:56
Velkominn heim
Ég var að koma heim flugleiðina. Það þýðir að sjálfsögðu viðkomu í Leifsstöð. Ég ætlaði að versla í einu raftækjaverslun landsins sem er undanþegin söluskatti, Elko.
Það fyrsta sem ég rak augun í var að þeir verðmerkja minna en helminginn af vörunum. Ég tók myndir af nokkrum hillum:
Ég gat því ekki séð hvað vörurnar þeirra voru ódýrar og góð kaup enda ákvað ég að sleppa því að eiga við þá viðskipti. Afgreiðslumaður bauðst að vísu til að romsa verðin upp eftir minni en ég afþakkaði það.
Vikurnar þrjár sem ég var úti, sá ég aldrei óverðmerktar vörur í búðum. Þetta eru ótrúlega ósvífnir viðskiptahættir sem viðgangast bara þar sem verslanir komast upp með slíkt í krafti einokunar og án aðhalds frá yfirvöldum eða neytendum.
Það er ekki rétt að íslendingar séu að verða ameríkaniseraðir. Mikið væri gott ef við værum að verða það í raun og veru. Verðmerkingar og neytendaréttur væru þá í lagi og vöruverð hagstætt.
Flokkur: Neytendamál | Breytt s.d. kl. 17:09 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta að verðmerkja ekki vöru hreinlega ólöglegt?
Annars kom ég frá Kaupmannahöfn um daginn og keypti í fríhöfninni þar lítra af Gammel dansk. Þegar heim var komið, nennti ég ekki einu sinni að stoppa í fríhöfninni í Keflavík og þar sem ég var einungis með handfarangur strunzaði ég í gegnum tollinn, án þess að neinn væri í hliðinu, því þeir gerðu greinilega ekki ráð fyrir að neinn væri svo fljótur í gegn...
Sigurjón, 23.8.2007 kl. 04:33
...Svo var söluskattur afnumin á Fróni á síðuztu öld.
Sigurjón, 23.8.2007 kl. 04:34
Svona er ég forn
Virðisaukaskattur, vildi ég sagt hafa.
Kári Harðarson, 23.8.2007 kl. 08:14
Alveg hárrétt hjá þér Kári Harðar!
En ég er ansi hræddur um að álagning "frjálsu fríhafnarbúðanna" sé nokkuð "frjálsleg".
Ég vinn á hæðinni fyrir ofan bókabúð og þar eru nokkrar kiljur á 1.899 kr. Þegar ég fór svo í gegnum fríhöfnina í sumar, sá ég að margar bókanna sem ég hafði keypt í Kópavoginum voru á nákvæmlega sama verði og hillumerkingin heima. Fyrir nú utan að ég fæ 10% nágrannaafslátt, svo ég græði meira á því að kaupa kiljur ÁÐUR en ég fer í fríhöfnina. Pælið í því!
Gunnar Kr., 25.8.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.