19.9.2007 | 19:34
Anousheh Ansari
Anousheh Ansari er fertug og frá Íran. Hún er međ B.S. í tölvunarfrćđi og M.S. í rafmagnsverkfrćđi. Hún flutti til Bandaríkjanna og starfađi sem verkfrćđingur en ákvađ svo ađ stofna sitt eigiđ rafeindafyrirtćki ásamt manninum sínum.
Hún seldi ţađ fyrir 750 milljón dollara og hefur síđan ţá međal annars heimsótt alţjóđlegu geimstöđina međ rússneskri geimflaug.
Hún er fyrirmynd margra ungra stúlkna og ágćtis auglýsing fyrir tölvunarfrćđinám fyrir utan ţađ ađ vera góđur fulltrúi fyrir Íranskar konur.
Ég hef ţekkt tvo írani persónulega, ţeir voru höfđingjar, vinir vina sinna og strangheiđarlegir. Írönsk kona hefur fengiđ Nóbelsverđlaun og önnur var tilnefnd til ţeirra.
Ţađ er einmitt landiđ ţeirra sem Bandaríkjamenn eru nú farnir ađ tala um ađ kasta sprengjum á.
Shirin Ebadi
Ef íslendingar skyldu aftur láta sér detta í hug ađ verđa á lista "hinna stađföstu ţjóđa" ţá vil ég minna á ađ ţetta eru ekki allt jóđlandi ofsatrúarmenn.
Til ađ setja andlit á ţessa stórmerku ţjóđ lćt ég međfylgja myndir af nokkrum kynsystrum og samlöndum Anousheh sem hafa skarađ fram úr, hver á sínu sviđi.
Athugasemdir
Í Íran býr mikiđ af góđu fólki eins og flestum ef ekki öllum löndum heims. Líklega langar Anousheh Ansari ekki ađ flytja til heimalands síns á međan núverandi klerkaveldi er viđ líđi, sem hvorki virđir mannréttindi né -líf.
Og ekki má gleyma ađ í Ţýskalandi Hitlers, bjuggu margir af fćrustu vísindamönnum heimsins; ţróuđu fyrstu tölvuna (já á undan ENIAC), lögđu grunninn ađ kjarnorkusprengjunni (ímyndiđ ykkur ef ţeir hefđu fullklárađ hana fyrir Hitler), ţróuđu eldflauga- og ţotutćkninina o.s.frv.
Siggi J (IP-tala skráđ) 19.9.2007 kl. 20:52
Sćll Kári eftir mörg ár en ég hef fylgst međ ţér ;-) og til hamingju međ daginn og Rennes. Ţađ gladdi mig mikiđ ađ lesa ţinn pístil um Íran og Írana, ég er á leiđinni ţangađ á nćsta ári međ Jóhönnu Kristjónsdóttur og hóp af Íslendingum (hún hefur fariđ ţangađ árlega). Íran er nefnilega margt annađ en klerkaveldi, fólk býr í ţessu landi sem hefur ţúsunda ára sögu sem vegur mjög ţungt í mannkynssögunni. Húmanistar fyrri tíma, skáld, heimspekingar, lćknavísindamenn hafa gert landiđ frćgt frá 500 e.Kr... Viđ erum svo fljót ađ dćma um ţađ sem fréttastofur einar láta okkur sjá. Ţađ er svo langt í burtu...
Dominique Plédel Jónsson (IP-tala skráđ) 20.9.2007 kl. 10:02
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.