Ljósmyndir

P9160098

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég rakst á þennan herramann í St.Malo í síðustu viku.  Hann er búinn að hæna máf að sér að því marki, að fuglinn sezt á hendina á honum og þeir horfa á hvorn annan í þögulli aðdáun.

Þetta hafði ég aldrei séð fyrr.  Hann (maðurinn) sagði mér að augnaráðið væri lykillinn að velgengni í þessari list.  Mér sýndist aðgengi að snarli fyrir mávinn hafa eitthvað að segja líka.

Ég hef verið að setja myndir í albúm á vefnum fyrir fjölskylduna mína.  Kannski finnst einhverjum öðrum gaman að fletta þeim.  Nýjustu albúmin eru frá Rennes í Frakklandi, en eldri myndirnar koma víða að.

Nú ætla ég út í góða veðrið og hjóla 40 km!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skemmtileg mynd og gaman að sjá að það vilja ekki allir drepa alla máfa hvar sem í þá næst    sumt fólk nær ótrúlegri nærveru við "villt" dýr.

Óskar Þorkelsson, 23.9.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband