Óþekktu hermennirnir í bankabyltingunni

Ég bendi á góða grein Andrésar Magnússonar um fórnarlömb efnahagsundursins á Íslandi. Ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég væri að fara að kaupa mína fyrstu íbúð í dag.

Hér er tilvitnun:

En það var sama hversu Halldór vann mikið, hann gat ekki borgað af íbúðarlánunum. Eina ráðið var að setja litlu íbúðina í leigu og hjónaleysin fluttu aftur heim hvort til sinna foreldra. Það komst los á sambandið. Halldór var ekki viss um hvort stúlkunni fyndist hann vera eitthvað til þess að veðja á. Og nú er Halldór kominn til geðlæknis, fullur sjálfsefa. En þetta hefði aldrei komið fyrir ef hann hefði ekki slysast til þess að fæðast á Íslandi. Ef hann hefði fæðst í einhverju af nágrannalöndunum hefði hann ekki bara haldið íbúðinni (og þar með kærustunni), með slíkri greiðslubyrði myndi hann vera búinn að borga niður íbúðina á meira en helmingi skemmri tíma heldur en hér heima.

Húsnæði hefur hækkað í öðrum löndum líka, en lánin þar eru ekki verðtryggð.

Í Bandaríkjunum hefur mikið verið rætt um háskalegar afleiðingar of mikilla lána til þeirra sem eiga erfitt með að borga til baka, til svokallaðs  "sub-prime lending market".

Hér hefur sú umræða ekki farið af stað eftir því sem ég best veit.

Eru allir hér fyrsta flokks lánþegar, eða eru upplýsingar um ástand á lánamarkaði einkamál bankanna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Nei. hér eru ekki allir fyrsta flokks lánþegar eins og leikaraskapurinn með lánshæfismatið hefur svo oft staðfest (2-3 millur lánaðar á milli bankareikninga í viku). Hins vegar eru bankarnir rólegir á meðan veðin standa undir skuldum en guð hjálpi þeim stórskuldugustu ef húsnæði fer að lækka í verði...

Ár & síð, 29.9.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott að vekja athygli á þessu, Kári. Við ræðum þetta líka á þessari vefsíðu minni. Og svakaleg er ábending Matthíasar (Ár og síð) um leikaraskap með lánshæfismatið, hrikalegri verða þó horfurnar, fari húsnæðisverð hríðlækkandi, sem gæti gerst á næsta sumri eða hausti ...

Jón Valur Jensson, 30.9.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband