Stelpur á hjólum í Köben

Ég rakst  á þessa vefsíðu tileinkaða stelpum á hjólum í Köben:

        http://copenhagengirlsonbikes.blogspot.com/ 

Hjólreiðamenn þurfa ekki að vera hallærislegir og síðan sannar það. 

471627793_e523648127

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reiðhjólið var lengi vel tákn kvenréttindabaráttunnar.  Ástæðan var að konur þurftu þægilegri föt til að geta notfært sér þessa spennandi uppfinningu sem hjólið var.

bike2

 

 

 

 

 

 

 

 

Kannski þurfa stelpur að skoða það mál aftur.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg eru gamaldags reiðhjólin sem menn nota þarna í Kaupmannahöfn.

Svona hjól fást ekki lengur á Íslandi, síðast þegar ég vissi. Á Íslandi hjóla menn bara á fjallahjólum og margmilljarða króna keppnishjólum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 07:48

2 Smámynd: Kári Harðarson

Það er vandamál, því í dag er hægt að fá dömuleg hjól sem eru samt með innbyggðum 8 eða 9 gírum og létt.

Það vilja ekki allir vera á fjallahjólum.  Ég hef talað við margar konur sem vinna með mér, hluti af ástæðunni fyrir því að þær hjóla ekki hefur að  gera með háa hæla, pils, andlitsfarða o.s.frv.

Það er eiginlega sama ástæða og fyrir hundrað árum svo sagan endurtekur sig !

Kári Harðarson, 2.10.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband