Opið eða lokað ?

Þegar HM í fótbolta var haldið síðast var sent út beint í flestum löndum.  Danska ríkissjónvarpið sendi út og ég hugði mér gott til glóðarinnar að horfa, því DR1 er á Breiðbandi landssímans sem mitt heimili borgar fyrir.

Mér varð ekki kápan úr því klæðinu því Síminn slökkti á útsendingum DR1 vikuna sem HM var haldið.  Hér á landi þurfti að borga "premium" til 365 miðla fyrir það sem var sent út í ríkissjónvarpinu í öðrum löndum.

Ég vissi aldrei hvort síminn mátti slökkva á sjónvarpssambandi við útlönd sem þeir voru búnir að samningsbinda sig til að útvega mér gegn greiðslu.  Þeir lækkuðu ekki mánaðargjaldið fyrir mánuðinn sem þeir slökktu og enginn kærði þá því íslendingar eru eins og þeir eru.

Þetta rifjast upp fyrir mér núna því yfirvöld í Búrma voru að loka á internet samband landsmanna og í sömu viku frétti ég að strákarnir sem bjuggu til Skype eru búnir að gera nýtt fyrirbæri sem heitir "Joost" og hægt er að sækja hér.

screen-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Joost breytir heimilistölvunni í ókeypis kapalsjónvarp.   Myndgæðin eru ágæt ef netsambandið er gott því þjöppunin er mikil og góð.

Þarna opnast hugsanlega leið til að horfa á amerískar sjónvarpsstöðvar sem hafa hingað til ekki verið sendar út hér, líklega vegna þess að á þeim eru ókeypis þættir eins og "Simpsons" sem Íslendingar "eiga að borga fyrir".

Ég veit ekki hvort reynt verður að skadda Internetið til að fá Joost til að hætta að virka en það kæmi mér ekki á óvart miðað við reynslu mína af Íslandi og "frjálsri samkeppni" þar, því viðskiptafrelsi er mikið misnotað hugtak hér á flæðiskerinu þessa dagana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég setti þetta inn í tölvuna mína í sumar en skoðaði það ekkert nánar.. mun gera það núna eftir þessa áminningu.

Óskar Þorkelsson, 4.10.2007 kl. 09:06

2 identicon

Sæll vertu,

Íslendingar láta alltaf okra á sig og engin gerir neitt í því.  Einokunarverslun hefur alltaf verið hér við lýði síðan Danir settu hana hér í den.   Ég er EKKI áskrifandi á Sýn og Sýn2 eftir að 365 miðlar keyptu enska boltann ætla ekki að borga ca 4700 á mánuði í staðinn fyrir 2500 krónur í fyrra þegar Skjásport var með hann.  Er með ágætis forrit í tölvunni hjá mér sem heitir sopcast og horfi á Meistaradeildina og enska boltann með þessu dóti.

kveðja

Siggi Jóns

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég fékk að prófa joost í gegn um kunningja minn sem vinnur hjá þeim. Þetta gæti virkað um leið og eitthvað efni af viti er komið þarna inn. Síðan þyrfti ég e-n veginn að tengja tölvu(na) við sjónvarpið svo að maður þyrfti ekki að horfa á þetta á 20" skjá, og þurfa að standa upp og labba inn í næsta herbergi til að skipta um efni. 

Jón Ragnarsson, 4.10.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

P.S.

365 gerir þetta líka við fjölvarpið sitt. Ef það eru íþróttaviðburðir eða framhaldsþættir sem þeir senda út annars staðar, þá loka þeir á það. Maður spyr hvort svona lagað standist eðlilega viðskiptahætti? 

Jón Ragnarsson, 4.10.2007 kl. 14:40

5 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Oft eru þetta samningar sem viðkomandi sjónvarpstöðvar hafa gert sem tilgreina það að þeir hafi ekki dreifingarrétt á efninu utan síns heimalands. Því gera þeir kröfu á að endurvarpar svo sem Skjárinn og Digital Ísland loki fyrir þær útsendingar á meðan.

 En þetta með að lokað sé á einstaka þætti hef ég ekki heyrt áður.

Jóhannes Reykdal, 4.10.2007 kl. 14:50

6 identicon

Ahh... Joost.

Ég hef haft það inni á tölvunni hjá mér í ár núna og verð að segja að ég er búinn að horfa á allt þar sem er þess virði að horfa á. Efnið sem er inni á þessu er vægast sagt lélegt, það eina sem hefur virkað á mig eru þættirnir Cops Uncut en ég hef reyndar ekki haft tök á því að sökkva mér í Sci-Fi þættina þarna. Annars samanstendur efnið þarna af menningarlegum gullmolum eins og t.d. þáttum frá "Worlds Strongest Man" keppninni fyrir 5 árum, tónlistarmyndböndum frá MTV, heimildarmynd um bátaslys og hvernig í ósköpunum getur staðið á því að bátar á 500 km hraða á klst. eiga það til að rifna í tætlur (það var ekkert "twist" í lokin á honum) og ýmsu fleiru í þessum dúr.

Fyrir þónokkru síðan básúnaði Joost þó að samningar hefðu tekist við sjónvarpsstöð (minnir að það hafi verið CBS) um að senda stöðina út í gegnum dreifikerfi Joost. Ennþá hefur ekkert bólað á þessu í mínu eintaki af Joost allavega og ég er orðinn ansi hræddur um að þessir samningar séu takmarkaðir við gömlu góðu "jú ess of ei" þó ég hafi aldrei fundið neitt sem staðfesti þann grun. 

En svona er það nú, Joost situr á tölvunni og eyðir þar plássi en gerir ekki mikið annað (en who cares... pláss er ódýrt).

Ég er sammála Jóni Frímanni að það væri fínt að fá Linux útgáfu af þessu, en hana set ég ekki upp fyrr en ég sé efnið batna þónokkuð hjá þeim.

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:48

7 Smámynd: Kári Harðarson

Joost er ennþá í startholunum - enda ennþá merkt "Beta" - en skipuleg dreifing sjónvarps yfir netið getur ekki verið langt undan.

Það hlýtur að fara að hrikta í stoðum núverandi einkaréttar-dreifikerfis.

Kári Harðarson, 4.10.2007 kl. 16:09

9 Smámynd: Jón Ragnarsson

Svo spyr maður sig, af hverju ætti almenningur ekki að græða beint á hnattvæðingunni eins og stórfyrirtækin? 

Jón Ragnarsson, 5.10.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband