Elsku blessuð mörgæsin

Hér í Frakklandi fékk ég Linux borðtölvu strax og ég mætti, það var ekkert verið að bjóða mér upp á Windows, ég hefði þurft að biðja um það sérstaklega.

Ég fékk að vísu vél með gamalli útgáfu af Linux (Fedora 4) en þegar ég sagði þjónustudeildinni frá því, sögðu þeir mér hálftíma síðar að þeir hefðu sett nýjustu útgáfuna inn og gerðu svo vel að endurræsa.

Ég gerði það og viti menn, nýja útgáfan brosti við mér eftir endurræsinguna.  Enginn þurfti að heimsækja mig.

Næst bað ég um hugbúnað sem vantaði á vélina, fimm mínútum seinna var mér sagt að kíkja í "start menu" og viti menn, hann var kominn á sinn stað eins og fyrir galdra.

Ég fæ betri notendaþjónustu hér sem Linux notandi en ég hef fengið sem Windows notandi hjá öðrum fyrirtækjum.   Linux virðist vera betur til þess fallið að notendaþjónustan þjónusti alla miðlægt án þess að þurfa að heimsækja menn sérstaklega.  Þessi vinnustaður hefur alla vega náð mjög langt.

Ég get alveg vanist því að verða venjulegur notandi og hætt að þjónusta vélina mína sjálfur, svo ekki sé nú talað um allan tímann sem fer í að horfa á Windows tölvurnar ná í "Service Packs" og "Virus updates" og "Please reboot".

Hugsanlega er hægt að vinna sér inn heiðarleg laun með því að setja Linux tölvur upp fyrir venjulegt fólk og þjónusta vélarnar svo með nýjustu hugbúnaðaruppfærslum og annari aðstoð um Internetið án þess að þurfa að heimsækja kúnnana, eins og þessi þjónustudeild er að gera.

Hér er í lokin ný grein um Linux frá New York Times.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uss... þessi ruslpóstvörn er alltaf að verða kræfari... ég þurfti nú bara að hugsa mig um í reikningsdæminu núna!

En gaman að heyra hvað þetta er flott þarna hjá ykkur. Ég sé að þegar ég kíki í heimsókn verð ég líklega forvitnari um uppsetningu á vinnustöðvum heldur en ég verð um það sem ég á að fara að spyrja um .

Við gætum vel startað fyrirtæki með því að apa upp eftir þeim... Linux uppsetningar og þjónusta yfir netið og console pöntunarforrit fyrir heimsendan mat! Svei mér ef þetta er ekki bara bissnesshugmynd.

Að lokum, takk fyrir pistlana Kári... alltaf gaman að lesa þá! 

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég er að hugsa um að flytja til Frakklands... Á núverandi vinnustað, fleygðu þeir nokkrum pappakössum í mig, og sögðu: "Gjörðu svo vel, þetta er tölvan þín!"

En Linux býður tvímælalaust upp á meiri sveigjanleika, sama hvernig á það er litið. Svo má alltaf henda Ubuntu eða einhverju ámóta "núbba-distrói" í hina sem vita ekki hvað það er. :D 

Sigurður Axel Hannesson, 5.10.2007 kl. 09:38

3 identicon

Ég hjó eftir því að í pistli þínum kemur "Windows" og "Linux" fyrir með reglulegu millibili, en meðfylgjandi mynd sýnir þrjár tölvur. Þess vegna spyr ég, hvað með Mac? Engum manni hefur dottið í hug að vinna sér inn heiðarleg laun við uppsetningu á Mac OSX, það geta bæði lærðir og leikir.

Bestu kveðjur til Frans og takk fyrir góða pistla.

Ingvar Víkingsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Kári Harðarson

Makkinn er svo tilbúinn, hann er eins og sjónvarp og vídeó, bara stinga í samband.  Það er mjög freistandi en um leið afsalar maður sér öllum réttindum.

Apple er að fá óorð á sig þessa dagana fyrir að hafa allt lokað og læst.  Apple hefndi sín á þeim sem dirfðust að reyna að opna iPhone símana með því að senda skipanir út í símana sem eyðilögðu þá.   iTunes og iPod eru harðlokuð pródúkt á sama hátt.

Þetta hugarfar hjá Apple mönnum segir mér að þeir yrðu ekki betri en Microsoft ef þeir kæmust upp úr þessari 5% markaðshlutdeild sem þeir hafa.

Fyrir mig er það orðið prinsipmál að nota opinn hugbúnað.  Ég sé enga framtíð í öðru.

Kári Harðarson, 5.10.2007 kl. 15:20

5 Smámynd: Sigurjón

Alveg hjartanlega sammála þér Kári.  Ég fer að henda Windowsinu mínu og setja upp Linux...

Sigurjón, 8.10.2007 kl. 09:05

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Kári 

Ég alsæll með linux ubuntu kerfið sem ég setti upp eftir að hafa lesið um það hjá þér í vor

Gamla tölvan sem mér var sagt að væri að hruni komin og ég þyrfti að fá mér nýja en viti menn hún steinþagnaði og vinnur hraðar og betur en hún hefur nokkurn tíma gert og er virðist ekkert vera að gefa sig.

Úr því mér tókst að klóra mig í gegnum þetta geta þetta allir. Það góða við þetta er að það er svo auðvelt að fá hjálp á netinu.  Ég er örugglega búin að spara mér stórfé

Kveðja Gunnar 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.10.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband