5.10.2007 | 21:03
REI
Ég vildi að ég gæti skroppið af skerinu í smástund án þess að allt fari þar í bál og brand.
Í dag hefur soðið á mér af illsku yfir framferði borgarstjóra sem ég veit ekki hvort verður sakfelldur fyrir spillingu eða bara ávíttur fyrir viðvaningsleg vinnubrögð. Það verður að koma í ljós.
Mér finnst ósennilegt að allt sé í himnalagi á hans bæ, en ef svo er, verð ég að segja að illa hafi verið staðið að kynningarmálum.
Ég vil gjarnan sjá útrás í orkumálum og trúi á einkaframtakið. Hafandi sagt það: Af hverju fæ ég sem núverandi eigandi orkuveitunnar svona litlar upplýsingar um söluna? Af hverju er svona ákvörðunum hent í mig eins og blautri tusku? Kjörnir fulltrúar verða að taka sér tíma og segja frá því sem þeir eru að gera.
Og af hverju fæ ég ekki tækifæri til að kaupa í nýja fyrirtækinu á opnum markaði? Hverjir eru þessir menn sem fá að kaupa mitt fyritæki á fyrirfram ákveðnu verði?
Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt spyr í Speglinum í útvarpinu í kvöld (lítillega endurorðað af mér):
Af hverju Bjarni? Hans aðkoma er mjög sérstök. REI er opinbert fyrirtæki, svo dúkkar upp einn hluthafi, Bjarni Ármannsson, af öllum mönnum, með 500 milljónir í hlutafé.
Í hlutafélögum á að leggja fram mat á hvort verðmæti sé þess virði sem um er rætt og hvernig menn öðlist kauprétt.
Kaupréttur í þessu dæmi er býsna vandmeðfarinn. Til að úthluta honum er grundvallaratriði að vita hvers virði hann er þegar um hann er samið og sömuleiðis hvaða árangurs er ætlast til að þeir sem njóta kaupréttar eigi að ná fram í rekstri fyrirtækisins.
Það er ekki hægt að verðleggja kaupréttinn í REI í dag því fyrirtækið er ekki á markaði.
Það hefði verið eðlilegt að opna fyrirtækið almennum fjárfestum en ekki útpikkuðum fjárfestum eins og Bjarna. Hann hefði getað komið að sem stjórnarmaður en þessi aðkoma hans sem fjárfestis er mjög sérstök enda hefur hann ekkert komið að orkugeiranum.
Það hefði átt að fara fram hlutafjárútboð.
Heimildir hins opinbera til fjárfestinga hafa verið takmarkaðar til þessa. Sjálfstæðismenn gagnrýndu hörframleiðslu, rækjueldi og ljósleiðaradæmi, sem allt í einu er nú metið á 30 milljarða án þess að forsendur fyrir útreikningunum séu sýndar.
Ég sé ekki að heimild sé til hjá orkuveitunni til að fara í útrás. Þarna var óverðleggjanlegur kaupréttur ákveðinn út í loftið. Ákvörðanir teknar á sólarhring upp á 65 milljarða á grundvelli engra upplýsinga.
Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn sjái að svona vinnubrögð ganga ekki og geri sjálfur hreint. Þangað til vona ég að Svandís í VG muni standa pliktina.
Ef íslendingar mótmæla svona vinnubrögðum ekki hraustlega eru þeir hryggleysingjar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil afsögn þeirra Villa vitlausa og Bjössa spillta strax !
Óskar Þorkelsson, 5.10.2007 kl. 21:06
http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/328910/
kv
ss
Sigurður Sigurðsson, 6.10.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.