7.10.2007 | 19:53
Byrjunarvandamál
Hér er saga frá upphafi PC tölvuvæðingarinnar sem ég vil skrifa niður áður en ég gleymi.
Ég vann einu sinni hjá litlu hugbúnaðarfyrirtæki sem hét Hugur. Forritið sem við seldum var afgreitt á tveim diskettum enda var harði diskurinn ekki kominn í PC tölvur.
Fólk átti að setja sitthvora diskettuna í sitthvort drifið og vélrita skipunina "HUGUR" til að kveikja á kerfinu.
Ég fékk símtal frá konu í frystihúsi úti á landsbyggðinni sem sagðist ekki geta kveikt á kerfinu því þegar hún vélritaði "HUGUR" gerðist ekkert.
Ég bað hana að lesa hvað stæði á skjánum þegar hún vélritaði "HUGUR" ?
Konan svaraði: "Það stendur Bad command or filename" sem þýddi fyrir mér að forritið væri ekki á diskettunni.
Ég bað hana næst að fá lista yfir hvað væri á diskettunni með því að skrifa "DIR" en þá sagði hún að textinn "Bad command or filename" hefði komið aftur. Mér leist ekki á blíkuna því DIR skipunin á alltaf að vera aðgengileg.
Þá datt mér svoldið í hug og ég spurði: "hvað stendur í næstu línu fyrir ofan villuboðin?"
Hún sagði:"það er fullt af D, svo koma mörg I og síðast fullt af R". Á ég að telja stafina?
Ég svaraði: "Nei. Bara ekki halda tökkunum svona lengi niðri þegar þú vélritar". Eftir það var allt í himnalagi.
KKKKKvvvvveeeeððððððjjjjjjaaa,
Kári
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Athugasemdir
doldið góð saga :]
birna (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:05
Snilldarsaga!
Sigurjón, 8.10.2007 kl. 08:49
Hahahahahahah :D
Ýrr (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:40
ótrúlega fyndið
Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 13:27
Ég vann þarna (hjá Hug) einhverjum árum á eftir þér - m.a. við þjónustu. Það fæddust margar góðar sögur á þeim tíma.
Eitt skemmtilegasta atvikið átti sér stað þegar góður vinur minn var að hefja störf hjá Hug sem forritari. Hans fyrsta verk, á fyrsta degi, var að aðstoða við uppsetningu hugbúnaðar á alveg nýrri vél sem hafði komið beinustu leið með bíl frá Tæknivali nokkrum mínútum fyrr.
Hann smellir vélinni upp á borð, tengir við hana skjá, lyklaborð, mús og kapla, kemur sér fyrir og kveikir á vélinni... sem sprakk!
Það kom í ljós, nokkrum klukkustundum síðar, að aflgjafi vélarinnar var gallaður sem olli því að hann bókstaflega sprakk í loft upp um leið og straum var hleypt á hann. Skemmtileg upplifun á fyrsta degi í nýrri vinnu.
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 8.10.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.