Klaus Nomi

Ég sá þátt í franska sjónvarpinu um þýskan tónlistarmann sem var búsettur í New York en varð mjög frægur hér í Frakklandi á níunda áratugnum.  Maðurinn hét Klaus Nomi.

s1760072

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég spurði kollega mína hvort þeir myndu eftir honum.   Allir voru sammála um að hann hefði verið frægur og merkilegur.

Dansarinn Josephine Baker, sem var fædd í Missouri, sló líka rækilega í gegn hjá frökkum, án þess að verða mjög fræg annars staðar.

Söngstíllinn hjá Klaus var vægast sagt sérstakur því hann söng í sópran þótt hann hafi verið fullfær um að tala í eðlilegri tónhæð.  Hér er myndband með honum.

Klaus Nomi varð einn af þeim fyrstu til að deyja úr AIDS og ferillinn varð æði stuttur fyrir vikið.

Man einhver á Íslandi eftir þessum manni?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pönkkynslóðin man eitthvað aðeins eftir honum. Hann var með í myndinni Urgh! A Music War (1981)
Hann var þó aldrei neitt sérstaklega mikið í umræðunni.

Thorarinn Leifsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 08:06

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það var mikið hlustað á Nomi í MH í kringum 1981-1982. Bræður mínir (sem eru tveir ef maður telur Steinþór skábróður minn með, þú manst kannski eftir honum úr MH) hlustuðu mikið á þetta.

Elías Halldór Ágústsson, 10.10.2007 kl. 09:13

3 identicon

Sá hann á tónleikum í Muenchen snemma á níunda áratug síðustu aldar. Ég átti einnig eina plötu með honum. Hann var soldið heitur um tíma og það var gaman að hlusta á hann í ekki allt of stórum skömmtum. Annars var söngtækni hans ekki ósvipuð tækni Sverris Guðjónssonar, hann var s.s. kontratenór.

Hilmar Oddsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Kej

Líkt og Þórarinn þá man ég eftir kallinum úr Music War myndinni og flutningur hans þar á laginu total eclipse var ógleymanlegur. 

Kej, 10.10.2007 kl. 15:50

5 Smámynd: kiza

Ég er nú aðeins of ung til að muna eftir Hr.Nomi en er ágætlega kunnug honum þrátt fyrir það.  Því þakka ég framúrstefnupönks -og post-punk smekk eldri systur minnar sem hikaði ekki við að dæla ofan í mig tónlist á barnæskuárum mínum

Magnaður gæji þar á ferð...

kiza, 10.10.2007 kl. 18:05

6 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

man vel eftir honum...einmitt úr MH kreðsu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 18:41

7 identicon

Ég man mjög vel eftir Klaus Nomi, ég var ekki í MH og tengi hann ekki við sérstaklega við MH, en hann þótti spes og spennandi svona ca. '80-'85. Bróðir minn, sem er 5 árum yngri en ég, spurði mig stundum hvort ég væri að fara í Klaus Nomi-partý. Honum fannst ég eiga alveg stórskrýtna vini.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:05

8 Smámynd: Sigga Hjólína

Jamms, man eftir honum en var meira að hlusta á Clash, Fræbbblana, Bubba (1980) og svoleiðis.... reyndar líka Flock of Seagulls, Ultravox, Spandau Ballet og Siouxie and the Banshees.

Sigga Hjólína, 12.10.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband