30.10.2007 | 16:59
Back to the future
Árið 1983 var hægt að kaupa fartölvu sem var svo vel hönnuð að sumir eru að reyna að nota hana enn þann dag í dag. Vélin hét Tandy 102:
Hún var í miklu uppáhaldi hjá fréttamönnum sem vélrituðu greinar inn á hana og sendu til ritstjórnar með innbyggðu mótaldi. Fyrstu stimpilklukkurnar frá Hug hf. byggðu á þessari tölvu.
Kostirnir voru þó nokkrir: Í fyrsta lagi gekk hún mjög lengi á venjulegum rafhlöðum. Í öðru lagi var hún tilbúin til notkunar stax eftir að kveikt var á henni. Í þriðja lagi voru forritin brennd í kubb svo þau voru að eilífu tilbúin til notkunar og ósködduð af vírusum. Síðast en ekki síst var lyklaborðið mjög gott.
Í óspurðum fréttum var þetta síðasta vélin sem Bill Gates skrifaði forrit fyrir áður en hann snéri sér alfarið að rekstri Microsoft.
Þegar mig langar bara til að vélrita texta eða þegar uppfærslur, vírusar og trójuhestar eyðileggja daginn, sakna ég einfaldleikans sem fylgir tölvum á við Tandy 102.
Ég komst að því að hún á sér nútíma afleggjara sem heitir Alphasmart Dana sem notar stýrikerfið úr Palm Pilot tölvunni. Upphaflega er Dana hönnuð fyrir nemendur sem vilja taka glósur en aðrir hafa keypt hana, aðallega fréttamenn og rithöfundar.
Hún hefur flesta kosti gömlu Tandy vélarinnar og ekki spillir fyrir að hún kostar 25 þúsund krónur og keyrir vikum saman á tveim AA rafhlöðum. Það er enginn harður diskur og ekki hitar hún á manni kjöltuna. Samt getur hún lesið tölvupóst og farið á netið ef hún er tengd við GSM síma. Þessi vél hefur eignast dyggan aðdáendahóp meðal þeirra sem þurfa bara að vélrita texta og lesa tölvupóst. Ég reyndi að spyrja framleiðandann hvort hægt væri að setja íslenska stafi í gripinn en fékk ekki svör í fyrstu atrennu.
Ef svona vél fengist íslenskuð gæti ég séð hana fyrir mér hjá eldra fólki sem þyrfti að komast í tölvupóst en hefði hvorki áhuga né möguleika á að berjast við vírusa og hugbúnaðaruppfærslur, eða á að fjárfesta í dýrri fartölvu.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Athugasemdir
Snilldarvél. Svona dæmi mætti alveg vera meira af. Bara kveikja á. Allur hugbúnaður í ROM / EPROM / EEPROM / .... og venjulegar rafhlöður. (Með auka rafhlöðu, til að halda minninu gangandi meðan skipt er um aðalrafhlöðurnar.)
Einar Indriðason, 30.10.2007 kl. 18:05
Snilld :)
Ég er einmitt með eina náskylda þessarry fyrstu.
Brill vélar :)
Þór Sigurðsson, 30.10.2007 kl. 20:15
Þessarr-I átti þetta náttúrulega að vera. Ég veit ekki hvaðan þetta ypsilón kom og beiðist forláts á framtroðningi þess :-)
Þór Sigurðsson, 30.10.2007 kl. 20:18
Neinei, bara í lagi með hana. Nafnið mitt á skerminum og allt!
Kári Harðarson, 30.10.2007 kl. 21:06
Það er nefnilega nokkuð sem mér finnst merkilegt, að gamla stöffið (ZX Spectrum, Commodore 64, Nec PC8201A, Canon V?-30 (vídeó, timer, camera), PowerBook 160) - allt stöff frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar (eighties, nineties :) ) er allt að virka óskaplega vel, á meðan nýja stöffið, það bilar eins og því væri borgað fyrir það.
They just don't make'em like they used to, eh ? :)
Þór Sigurðsson, 30.10.2007 kl. 22:13
Sinclair framleiddi eina svona sem M.a. Douglas Adams notaði á ferðum sínum um heiminn. Z88:
Jón Ragnarsson, 30.10.2007 kl. 22:49
Getur verið að á áttunda og níunda áratugnum gerðum við ennþá þær kröfur til tölva, að þær entust af því að þær voru svo dýrar? Munið þið ekki eftir þeim tíma sem sæmileg tölva kostaði þrjúhundruð þúsund kall? Það var í kringum 1996! Hvað væri það miðað við núvirði?
Carlos (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:02
Ég fékk 16KB minnisstækkun fyrir ZX81 í fermingargjöf, og þótti meira en rausnarlegt.
En ég held að svona á heildina litið, þá eru tölvur ekkert mikið dýrari í dag en þá. 1996 keypti ég PC vél til að vinna vídeó. Hún kostaði réttar 300þ með hardware MPEG2 compressor, skanna og high-end skjákorti (korti sem myndi ekki duga til að spila Quake3 í dag ;) )
Ef ég ætti að kaupa sambærilega vél í dag, þá myndi ég leita í uppáhalds búðina okkar Carlos, og kaupa mér Mac PRO. Hún myndi skíða í einhversstaðar á bilinu 4-500þ og þó ekki fullspekkuð :)
Þór Sigurðsson, 31.10.2007 kl. 01:25
Mikið held ég að væri hægt að selja vel af þessari einföldu vél, ef hún fengist með íslenskum stöfum. Væri snöggur að stökkva á eina, það er alveg á hreinu.
Halldór Egill Guðnason, 31.10.2007 kl. 11:57
Ég keypti HP Omnibook notaða árið 1995. Hún er með svarthvítum skjá og Windows 3.1 minnir mig og hafði kostað ný um 270 þús. Hún var með þannig mynni að það var hægt að slökkva á henni og kveikja án biðtíma þar sem minnið í henni gat geymt það sem í því var þó að slökkt væri á tölvunni. Þetta var sérlega þægilegt að losna við allan biðtíma. Þá var mjög þægilegt að slökkva til að spara batteríið. Vitið þið afhverju ferðatölvur fást ekki lengur með þessari gerð minniskubba? Hef saknað þess að geta ekki fengið nýja tölvu með þessum eiginleika.
Einar (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:57
Ég æsti sjálfan mig upp í að hringja í Alphasmart UK. Þeir eru með þýska og sænska útgáfu svo vonandi er hægt að breyta "keyboard layout" þótt það svari kannski ekki kostnaði að steypa nýja stafi á lyklaborðið. Þetta er jólagjöfin í ár fyrir gamla fólkið...
Kári Harðarson, 31.10.2007 kl. 14:38
Við brún nördahimnaríkisins!
Þegar ég les þessa nostalgíu líður mér eins og ég hafi komist að Gullna hliði nördahimnaríkisins, og samræðurnar sem ég heyri hinum megin við hliðið er það sem hefur farið ykkur hérna á milli.
Sveinn Ólafsson, 1.11.2007 kl. 00:26
Ég stefni að því að fá mér eina XO laptop einmitt með það að markmiði að gera einfalda hluti á þægilegan máta og án þess að stofna framtíðarstækkun fjölskyldunnar í hættu.
Í leiðinni styrki ég gott málefni!
JBJ (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 09:37
Mig langar reyndar til að styrkja mörg góð málefni og kaupa fjórar :)
Eina handa hverju systkinabarni, og eina handa mér. Því XO lappinn er ekkert nema gargandi snilld. ! :)
Þór Sigurðsson, 1.11.2007 kl. 15:41
sá breskan fararstjóra með svona apparat í ferð í 6000 metra hæð í Nepal fyrir nokkru. þeir nota þær allir, til að uppfæra ferðagögn og slíkt, vegna þessara kosta - og þær virka í mikilli hæð... sem ekki allar tölvur gera.
mkv
Baldvin Kristjánsson, 7.11.2007 kl. 16:20
Þótt auglýsingabæklingar sýni oft fólk sitja utandyra með laptop tölvur er staðreyndin sú að það sést illa á skjáinn vegna baklýsingarinnar. Þessi tölva æti að virka vel utandyra því skjárinn byggir á endurkasti ekki gegnumlýsingu.
Ég læt mig dreyma um sumarstund út í garði með skáldsöguna í bígerð í svona tölvu...
Kári Harðarson, 7.11.2007 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.