Orkuveita á víðavangi

Útilegur þurfa einhvern tímann að taka enda, ekki vegna matarleysis heldur rafmagnsleysis.  Þegar myndavélar og gemsar verða rafmagnslitlir fer borgin að heilla með sínum rafmagnsinnstungum enda hættir maður ekki að vera nerd fjarri mannabyggðum.

Í síðustu ferð varð mér að orði að gott væri að geta hlaðið gemsa og myndavélar í mörkinni.  Ég rakst á þessa lausn sem mér sýnist reyndar vera uppkast ennþá en hugmyndin er góð:

Wind_Charger_tent

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég veit að þeir sem eru í útilegum erlendis nota sólarrafhlöður, en sennilega er lausnin á myndinni heppilegri fyrir íslenskar aðstæður.

Önnur hugmynd sem gæti virkað er þessi hér.  Hún byggir á sömu hugmynd og þegar barn blæs á ýlustrá, eða þegar Tacoma Narrows brúin byrjaði að sveiflast í vindinum.  Sveiflurnar í belti sem strengt er upp þvert á vindinn eru notaðar til að framleiða rafmagn.

tacoma-narrows-bridge

 

 

 

 

 

 

Mér þætti vel við hæfi ef lausnir fyrir vindasamar útilegur kæmu á markaðinn frá íslenskum frumkvöðlum.

---

Ég bið reglulega lesendur afsökunar á því hvað ég hef verið jákvæður upp á síðkastið en ég hef verið erlendis í meira en mánuð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: birna

Við reynum að fyrirgefa þér Kári :]

þó fáir eiginleikar séu til minna gagns en bjartsýni og jákvæðni

birna, 1.11.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband