Gömul bók endurútgefin

Nýverið var gömul bók endurútgefin við lítinn fögnuð sumra.  Bókin varð þó  metsölubók í bókabúðum landans. Þessi bók er barn síns tíma, full af kreddum og  niðrandi fordómum gagnvart minnihlutahópum.

Hún tengist miklum voðaverkum og það er full ástæða til að benda fólki á að  aðstoða börn við að lesa bókina til að þau túlki hana ekki bókstaflega.  Það  verður að skoða bókina í samhengi við sögu hennar.

Engu að síður er sjálfsagt að endurútgefa bókina því hún er ómetanleg heimild um  fyrri tíma.

Ég reikna með að ná mér í eintak af henni fljótlega enda verður spennandi að sjá  hvaða breytingum hún hefur tekið í meðförum nýrra útgefenda -- mér er sagt að  nýja útgáfan sé vönduð, enda ekki við öðru að búast þegar Biblían er annars  vegar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vel bera þessa bók saman við 10 littlu negrastrákana, ef menn telja strákana fordómafulla þá má með réttu segja að biblían beri höfuð og herðar yfir flestar aðrar ætlaðar fordómabækur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:36

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahhahahaha góður!

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.11.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Frábært! Ég ætla líka að reyna að komast yfir hana.

María Kristjánsdóttir, 2.11.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Einar Indriðason

Þú náðir mér þarna.  Fyrsta hugsunin sem kom upp hjá mér, var ekki Biblían.  Nei, önnur bók sem hefur verði álíka mikið í umræðunni.

En... þú hefur alveg punkta í þessu.  Fólk ætti ekki að taka biblíuna og lesa eins og allt / eitthvað / sumt í henni sé algjör og absólut sannleikur. 

Einar Indriðason, 2.11.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Halla Rut

Þú náðir mér líka.

Halla Rut , 2.11.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: steinimagg

He he, þetta er nú með því betra sem ég hef lesið á blogginu.

steinimagg, 3.11.2007 kl. 18:14

7 Smámynd: Morten Lange

Frábær færsla.  Þér tekst að vega salt á milli háð og sanngirnis/jákvæðni.  Áhugavert væri að heyra ef einhverjum finnst þetta samt jaðra við guðlast. 

DoctorE : Bíblian er líka mun eldri en negrastrákabókina, og skrifuð í samfélagi þar sem meiri ringulreið  ríkti.

Morten Lange, 4.11.2007 kl. 11:29

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þu gjörsamlega plataðir mig líka. Góður.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 23:45

9 Smámynd: Þór Sigurðsson

Guðlast ? Það er uppfinning bóstafstrúar og haftamanna.

Mér finnst Douglas Adams leysa guðamálið á óborganlegan hátt:

"The argument goes something like this: 'I refuse to prove that I exist,' says God, 'for proof denies faith, and without faith I am nothing.' "'But,' says Man, 'The Babel fish is a dead giveaway, isn't it? It could not have evolved by chance. It proves you exist, and so therefore, by your own arguments, you don't. QED.' "'Oh dear,' says God, 'I hadn't thought of that,' and promptly vanished in a puff of logic."

Kári: náðir mér líka, og mér fannst það alveg bráðfyndið :) Auðvitað á þetta við báðar bækurnar, umdeildar sem þær eru, en það er líka spurning hvort deilurnar séu á röngum forsendum reistar..

Þór Sigurðsson, 4.11.2007 kl. 23:54

10 Smámynd: Kári Harðarson

Ég var að gefa í skyn að biblíuna þyrfti að skoða í samhengi við tímabilið þegar hún var skrifuð.  

Sumir telja að Biblían sé orð Guðs en ekki manna.  Ef það er rétt, þá var ég að Guðlasta.

Hins vegar hef ég hvergi lesið hvar þessi maraþon niðurskrift eftir upplestri átti sér stað.   Miðað við lýsingar í Biblíunni hefur Guð verið frekar fámáll þegar hann hefur mætt á svæðið og svo hefur hann venjulega mætt með herskara engla og ljósashow sem trufluðu áheyrandann  (sem var yfirleitt  einn til frásagnar) svo mikið að hann átti erfitt með að muna hvað átti sér stað eftirá.

Ég fæ því ekki séð hvenær menn hafa náð honum í ró og næði svo hann gæti dikterað 789.844 orð, 147.645 línur af texta.

Mér finnst sennilegra að bókin sé mannana verk og þá er þetta ekki Guðlast heldur ofurvenjuleg bókagagnrýni.

Kári Harðarson, 6.11.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband