Til hamingju með daginn Jónas!

Jónas Hallgrímsson var ekki bara ljóðskáld heldur jarðfræðingur og steinafræðingur og svo hafði hann dýrafræði og veðurfræði sem áhugamál eins ef hitt væri ekki nóg.

Menn sem kunna skil á mörgu eru kallaðir polymath á ensku en ljóta orðið er nörd.  Mig grunar að Jónas gæti hafa verið það.

Þá voru ekki miklir múrar milli vísinda annars vegar og lista hins vegar.

Ef menn gerðu eitthvað vel og voru skapandi þá voru þeir listamenn,  hvort sem þeir smíðuðu hnakka eða stunduðu vísindi - eða máluðu mynd.

Glaumbaer_Gaestezimmer2

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að ungt fólk í dag forðist raunvísindin og fari í auglýsingateiknun og leiklist af því það heldur að þar fari öll sköpunin fram.

Eg leyfi mér að segja að það sé misskilningur.  Það er allt í lagi að reyna að gera margt misjafnt í lífinu.  Sérhæfing er fyrir skordýr.  Því ekki að læra listir og vísindi?

--- 

Jónas fór utan til mennta en yfirgaf Ísland í raun aldrei og vann þjóðinni ómetanlegt gagn.  Hann er ekki bara gamalt nafn í Íslandssögunni heldur vísar hann okkur veginn fram á við.   Elskum landið og vinnum því heilt með því að vera gagnrýnin í hugsun og sofna ekki á verðinum gagnvart þeim sem bera hag þess ekki fyrir brjósti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlaupasamtök Lýðveldisins

Líklega vilja allir eignast Jónas, nerdar segja að skáldið hafi verið Nerd. FÍN leggur áherslu á að Jónas hafi verið náttúrufræðingur og myndi hafa viljað sækja um aðild að félaginu, íslenzkufræðingar að hann hafi verið sérfræðingur í tungunni o.s.frv. Jónas var allt þetta og miklu meira. Algerlega einstakur og fráleitt að slíkir fæðist nema einu sinni á öld. Jónas á 19. öld, Halldór á 20. öld. Nú er bara að bíða eftir næsta undri.

Hlaupasamtök Lýðveldisins, 16.11.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Kári Harðarson

Þegar ég lærði um Jónas í barnaskóla var hann eingöngu skáld.  Þegar ég tala um nerd þarna á ég við að hann hafi verið að grúska í mörgu, ekki að hann verið illa að sér félagslega.

Ég er einmitt að benda á að það sé óhætt að hafa mörg áhugamál og jafnvel taka fleiri fög í skóla svo maður verði ekki "fagidjót".

Ég veit að margir túlka orðið "nerd" neikvætt en þannig hef ég aldrei litið á það.  Það eru hins vegar "geeks" sem ég lít niður á.

Kári Harðarson, 17.11.2007 kl. 07:35

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

segi það sama og þú Kári, ég lærði bara um jónas sem skáld og því hvarf hann í gleymskuna ásamt öllum hinum gömlu skáldunum því fátt er fjarri barnshuganum en orðaleikir og rímur..(skyldi skólakerfið vita af því ?) Jónas var fyrst og fremst náttúruvísindamaður og langt á undan sinni samtíð sem slíkur. einn af Íslands merkustu mönnum í gegnum aldirnar.

Óskar Þorkelsson, 17.11.2007 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband