Gamlar lagnafréttir

AC/DC

Fyrsti maðurinn sem seldi rafmagn í stórborg var Thomas Alva Edison og félagið  sem hann stofnaði heitir General Electric í dag. Hann vildi endilega selja New  York búum DC straum eða rakstraum.  Keppinautur hans vildi selja AC eða  riðstraum. Hann hét Nikolai Tesla og félagið hans heitir Westinghouse í dag.

Sumir kannast við  AC/DC sem nafn á hljómsveit eða ákveðna víðsýni  í kynlífi. Upphaflega á skammstöfunin við annars vegar rafmagn sem titrar eins og  rafmagnið sem við kaupum í heimahús, eða hins vegar rafmagn sem streymir án afláts eins og  rafmagn úr rafhlöðum gerir.
51693~AC-DC-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Edison og Tesla fóru í fjölmiðlastríð til að selja sínar vörur, AC og DC.  Edison hélt því fram að riðstraumur væri hættulegri í innstungum bæjarins og til að sanna mál sitt smíðaði hann rafmagns-stól og fékk ríkið til að taka nokkra menn af lífi með honum.  Rafmagnsstóllinn er því ein af uppfinningum Edison.

Riðstraumur vann samt hugi og hjörtu því ódýrara var að leggja riðstraumslagnir um langan veg.

Í þessari viku var slökkt á síðasta DC rafmagninu sem var ennþá selt í hús í New York af Edison félaginu gamla.  Það má því segja að AC straumurinn frá Tesla hafi endanlega unnið slaginn í vikunni.

Ég hafði ekki hugmynd um að DC rafmagn hefði ennþá verið einhversstaðar til sölu enda var byrjað að taka það úr notkun 1928.

Þetta kallar maður þjónustu við gamla kúnna!   Ég get ekki einu sinni  fengið varahluti í sex ára gamlan HP laserprentara.

Nikolai Tesla var nýlega leikinn af David Bowie í bíómyndinni "The Prestige"  enda er Tesla orðinn "Cult Icon" núna, löngu eftir dauða sinn.
david-bowie-tesla

 

 

 

 

 

 

 

Gufukerfið í London

Önnur gömul tækni sem liggur enn undir götum borgarbúa er gufuleiðslukerfið í London.

Þegar iðnbyltingin hófst voru gufuvélar í öllum verksmiðjum.  Einhverjum datt í  hug að taka gufuvélina út úr verksmiðjunum og setja í sérstakar ketilbyggingar,  og selja gufuna eftir leiðslum um borgina.
hydraulic2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árið 1883 fór gufukerfið í London í gang.  Það var 290 kílómetrar af gufurörum undir borginni þar sem gufan var á 800 PSI þrýstingi, lögð eftir logsoðnum  járnrörum.  Kerfið sá verksmiðjum um alla London fyrir orku. Þegar rafmagnið fór  að berast í hús fóru menn smám saman að nota rafmagnsmótora en samt var ekki  slökkt á gufukerfinu fyrr en 1977.

Byggingar standa ennþá um alla London sem tilheyrðu þessu gufukerfi.
800px-Wapping_Hydraulic_Power_Station_1

 

 

 

 

 

 

 

 

Járnbrautasteypa

Ég var í heimsókn hjá samstarfskonu minni, Anne Grazon.  Hún sýndi mér  húsið sitt sem hún hefur verið að gera upp. Ég spurði hana úr hverju húsið væri  gert og hún svaraði "mâchefer".  Ég spurði hvað það væri?  Hún sagði að hverfið  sem hún býr í hefði verið byggt af járnbrautastarfsmönnum árið 1928.  Þeir  notuðu gjallið úr brunahólfi eimreiðanna sem aðal hráefnið í sement sem þeir  bjuggu til og hrærðu við grjót til að gera steypu.

Mâchefer er því eimreiðasteypa.  Ég hafði aldrei heyrt um þessa  heimaframleiðslu fyrr. Ég sé á netinu að hún hefur verið búin til í Englandi  líka og er þar kölluð "Clinker".  Hún er víst heilsuspillandi enda full af  þungmálmum.



Eifel vatnslögnin

Talandi um steypu þá liggur 130 kílómetra löng steinsteypt vatnsleiðsla norður til  Kölnar frá vatnsbóli sem heitir Eifel. Leiðslan er lögð yfir nokkrar brýr á  leiðinni og er sú lengsta 1400 metra löng.

Meirihluti leiðslunnar var lagður einn metra undir yfirborði jarðar til að verja hana  frostskemmdum.  Lagnakerfið útvegaði 20 þúsund tonn af drykkjarvatni á sólarhring.  Framleiðandi og  verktaki í hönnun og byggingu kerfisins var enginn annar en Rómarveldi.  Handbækur um viðhald á leiðslunni voru gefnar út og sérstakir brunnar voru á leiðinni svo eftirlitsmenn gætu sinnt vinnu sinni.

Nafnið Köln er stytting á rómverska nafni borgarinnar "Colonium" á latínu sem þýðir "Nýlenda", enda var hún nýlenda Rómverja.

Vatnsleiðslan var í notkun frá 80 til 260 eftir Krist, þegar forverar Þjóðverja lögðu svæðið undir sig og vatnið hætti að streyma til Kölnar vegna skorts á kerfisbundnu viðhaldi.   Þá voru ennþá 614 ár þar til Norðmenn fundu Ísland.

Mikið kalk safnaðist í leiðsluna eins og vill gerast i vatnsrörum í Evrópu. Þeir  sem hafa búið í Danmörku þekkja vandamálið.  Inní leiðslunni voru því geysilegar kalk-úrfellingar sem seinni tíma menn brutu úr og notuðu sem marmara.  Úrfellingarnar sjást greinilega á myndinni:

300px-Eifelwasserleitung05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi marmari er kallaður "Eifelmarmor" og er notaður um alla Norður Evrópu,  alla leið til Danmerkur þar sem hann er notaður í legsteina í Hróarskeldu.  Hann er líka notaður í súlurnar á myndinni hér að neðan:

300px-Eifelmarmor01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef alltaf getað slegið mér á lær yfir því hvað Rómverjar voru "rosalega öflugir aðilar" svo maður noti nútíma mál.  Þegar ég lærði um sögu Rómarveldis í  skóla sýndi prófessorinn okkur möppu sem var full af sýnishornum af Rómverskum  peningum.  Við spurðum hvort þetta væri ekki rándýrt og hver ætti  möppuna?  "Ég á hana sjálfur" kom svarið.

Hann sagði að Róm hefði verið svo mikið stórveldi að Rómverskir peningar væru  eiginlega ekki orðnir sjaldgæfir og dýrir enn þann dag í dag.  Það kalla ég stórveldi. 

JuliusCaesar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Júlíus Caesar, 102 - 15 fyrir Krist

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir skemmtilega og fróðlega grein.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 15:44

2 identicon

Sæll Kári

Hér á Norðfirði var jafnstraumur 220V notaður allt til 1949 að ný rafstöð var tekin í nokun hér með riðstraumi.

Seyðfirðingar byggðu rafstöð með riðstraumi árið 1913 og háspennu þar að auki.

Ég kom í fyrra á heimili Henrys, gamla, Ford í Detroid.  Þar var rafstöð frá Tómasi vini hans Edison með 110V jafnstraumi.  Hún er enþá í gangi.  Enginn helvítis Tesla þar!

Jóhann Zoëga

Norðfirði.

Jóhann Zoëga (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Riðspennan hefur þann kost að spenna má hana upp og niður. Auk þess fer hún betur með rofa, þar eð að á þeim ca 100 mS sem mann tekur að slökkva ljós, sér riðspennan um straumrof á 17 - 20 mS (miðað við 50 - 60 Hz) þegar hún fer gegn um núllið. Með jafnspnnu tekur straumrofið mun lengri tíma, eða þann tíma sem tekur snerturnar að fjarlægjast nægilega (miðað við gefna spennu). Þar til þær hafa fjarlægst nægilega, hlaupa neistar milli snertanna sem éta þær upp, smám saman. Þess vegna endast jafnspennurofar mun skemur en riðspennurofar.

Því er flest sem mælir með riðspennu í stað jafnspennu, nema hvað riðspennan er hættulegri lifandi skepnum, sem aftur er vegna

Brjánn Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 00:37

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sorrí, fór of fljótt inn...

vegna sífelldra og endurtekinna spennubreytinga.

Brjánn Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 00:39

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hafðu svo bestu þakkir, minn gamli kennari, fyrir skemmtilegt og fræðandi nördablogg.

Brjánn Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband