Hó hó hó

Nú er rétt rúmur mánuður í að sólin verði hvað lægst á lofti og að landsmenn  haldi uppá innreið birtunnar með gegndarlausu áti.  Ég hef hugsað mér að leggja  mitt að mörkum en eftir það þarf ég sennilega að fara í átak.

 bad-santa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ég hef einu sinni grennt mig þannig að það gengi vel og alveg sársaukalaust, og  það var í fyrra.

Hvað gerir sá sem fer sífellt yfirum á bankareikningi?  Hann lærir að færa  bókhald. Ég viðurkenndi að ég hefði ekki stjórn á magamálinu og að ég þyrfti að  vita hvaðan allar þessar kaloríur væru að koma.  Þess vegna keypti ég litla vigt  og prentaði út kaloríutöflu af netinu.

Ég skráði það sem ég borðaði í nokkra daga og svörin létu ekki á sér standa. Í  mínu tilfelli voru það 3 diskar af kvöldmat, og óþörf ólífuolía sem ég laumaði í  potta yfir vikuna. Ólífuolía er holl, segja seljendurnir en það er afstætt.  Öll  fita er 9.000 kaloríur lítrinn, hvort sem hún heitir Ljóma smjörlíki eða  jómfrúarólífuolía frá Grikklandi.

Það má snúa þessu fitu kaloríu-dæmi við:  Ef ég þarf að grennast um 10 kíló þarf  ég að losna við 90.000 kaloríur.  Svo má segja:  Ef ég þarf 2.500 kaloríur á dag  en borða þess í stað 2.000 kaloríur þá losna ég við 500 kaloríur á dag eða 55 grömm af fitu, sem eru uþb. 4 matskeiðar af ólífuolíu.  Það er kíló á átján daga fresti eða 20 kíló á ári.

Maður tekur varla eftir því hvort maður borðar 2.500 kaloríur eða 2.000  kaloríur.  Maður tekur hins vegar eftir því að reyna að svelta sig alveg,  og endar örugglega með því að hætta, sneyptur og vansæll.

Ósiðir í áti eru augljósir þegar maður er búinn að finna þá, en fyrst þarf að  finna þá og ég þurfti bókhaldið til þess.   Aðrir hafa aðra ósiði, Snickers  stykki í bílnum á leiðinni heim eða eitthvað annað, svo það er eiginlega ekki hægt að fá góð ráð frá öðrum.  Maður verður að sjá hvaðan manns eigin kaloríur  eru að koma.

Þegar ég vissi hvaðan mínar kaloríur komu, ákvað ég hvað væri fitandi og ekki  nógu ánægjulegt að sama skapi.  Svo sleppti ég því.

Svipaða sögu segja þeir sem læra að halda heimilisbókhald.  Þeir finna eitthvað  sem þeir geta vel verið án og kostaði helling þegar upp er staðið.  Þegar þeir sjá  hvað daglegur lúxuskaffibolli á 500 kr. kostar yfir árið (183 þúsund krónur)  þá  ákveða þeir að hella upp á gott kaffi sjálfir. Svona hlutir safnast saman.

Fram að þessu hafði ég ekki trúað því að smá hlutir skiptu máli. Hvernig getur matskeið af smjöri á dag orðið að 10 aukakílóum?  Líkaminn hlýtur að jafna  svoleiðis smámuni út.  Nú trúi ég því ekki lengur.  Málið er að maður grennist  ef maður borðar aðeins minna en maður brennir, en maður verður að vera réttum megin við strikið.  Maður þarf ekki að grennast hratt ef maður er 100% viss um að maður sé að grennast.

Save-The-Whales-352

 

 

 

 

 

 

Ég lærði að vigta mig daglega og gera línurit.  Sumar bækur segja að maður megi  ekki vigta sig daglega því það muni valda vonbrigðum. Vandinn er að það eru  alltaf dag  og vikusveiflur sem tengjast vökvabirgðum likamans og ef maður mælir þyngd sína af handahófi getur maður orðið fyrir sjokki.  Það gerist ekki ef maður gerir meðaltalslínu í gegnum allar mælingarnar því sú lína getur farið örugglega niður á við þrátt fyrir stórar dagsveiflur og toppa eftir laugardagsveislur.

Næsta sem ég lærði að gera var að svelta mig ekki til kl.1900 og borða svo eins  og óargadýr.  Ég fór að pakka nesti fyrir eftirmiðdagskaffið kl.1600.   Ein  rúgbrauðsneið með agúrku og osti á þeim tíma gerir stóra hluti og maður hagar  sér eins og maður við kvöldmatarborðið.

Að síðustu lærði ég að skammta mér ríflega á diskinn en fá mér svo ekki í  sífellu ábót.  Ef kaloríurnar á diskinum eiga ekki að fara upp fyrir ráðlagðan  dagskammt var mín reynsla að helmingurinn á diskinum á að vera grænmeti, ekki  rísgrjón eða pasta.

Ég treysti mér ekki til að halda stífu prógrammi um helgar svo ég sleppti því alveg.  Ef maður hugsar um það sem maður lætur ofan í sig fimm daga af sjö þá getur maður leyft sér ýmislegt hina tvo.

Nú kynni einhver að segja að ég líti ekki út eins og Þorgrímur Þráinsson þessa  dagana og það er alveg rétt.  Ég datt nefnilega í þá gryfju að hætta bókhaldinu  þegar ég léttist nógu mikið til að byrja að hlaupa þrisvar í viku.  Þá hafði ég grennst um tíu kíló án þess að hafa mikið fyrir því.

Ég hélt að hlaupin myndu nægja til að ég grenntist af sjálfsdáðum eftirleiðis en það var ekki  rétt.  Það er svolítið eins og að keyra á bíl til Akureyrar.  Maður er samt bara  2 mínútur að stútfylla tankinn aftur.

Það er fínt að hreyfa sig heilsunnar vegna en maður verður ekki undanþeginn frá  skynsamlegu mataræði fyrir vikið.  Nú er ég búinn að læra það, og nú var ég að rifja upp megrunarplanið.  Ég fann þetta plan ekki upp sjálfur heldur  fann ég það á netinu og það heitir:   "How to lose weight through stress and  poor nutrition".

Forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Autodesk AB ákvað að ráðast á  megrunarverkefnið eins og verkfræðingur og útkoman var þessi bók sem er ókeypis  á vefsíðunni.  Titillinn hjá honum er til gamans, vefurinn er í alvöru mjög  hjálplegur.   Þetta er nerdamegrun fyrir nerda.

Maður sem vigtaði sig daglega með aðferðinni gerði skráningar í forrit sem er á vefsíðunni.  Hans línurit lítur svona út:chartws

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna má sjá hvernig þyngdin minnkar örugglega þrátt fyrir miklar sveiflur í mælingum frá degi til dags.

Hér er önnur vefsíða sem þar sem fólk má skrá sig og sínar mælingar og gera  línurit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Nú er best að kveikja á prentaranum, of langt til að lesa á skjánum

steinimagg, 20.11.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég var búinn að gleyma þessari bók, rakst á þetta fyrir mörgum árum. En þurfti ekki á því að halda þá. En með árunum hefur varadekkið stækkað, svo kannski maður kíki á þetta núna. :)

Jón Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir - ágætis kveðskapur fyrir mallakútinn...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.11.2007 kl. 23:31

4 identicon

Blessaður þín er saknað í hlaupum í Vesturbæjarlaug. Mér sýnist að þú ætlir í átak , það verður nýr og sprækur maður sem kemur i Des til hlaupa. Eða hvað???

Mundu bara að ekkert át eftir kl 8 á kvöldinn ,bara raðvín það er gott fyrir blóðið

ps . Nú eru menn og konur kapppppklæddar á hlaupum, sjáumst hressir

kveðja

Guðmundur Jakobsson 

Guðmundur Jaokbsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband