Neyðin kennir naktri konu að spinna

Fyrirtækið Tempohousing í Hollandi innréttar gáma sem íbúðir.  Kostirnir eru margir.  Það er hægt að framleiða innréttingarnar á færibandi, flytja gámana með venjulegum flutningabílum og stafla með krönum því flest farartæki eru hönnuð til að flytja þá.

Stúdentaíbúðir í Wenchehof í Hollandi hafa mælst mjög vel fyrir hjá námsmönnum þar.  Mér sýnist gámastaflinn síst vera ljótari en margar blokkirnar í Reykjavík og það er hægt að færa eina íbúð í einu eftir þörfum.

Ég læt myndirnar tala sínu máli.   Jóhanna?

 woongedeelte_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

keuken_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

balkons_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þetta er bráðsniðugt.  Ég veit til þess að hótel hér á landi noti sér innréttaða gáma undir gistingu.

Sigurjón, 21.11.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Púkinn

Hmmm... er þetta nægjanlega vel einangrað til að vera nothæft á Íslandi?

Púkinn, 21.11.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lítur út eins og blokk hönnuð af IAV...

Óskar Þorkelsson, 21.11.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Að það séu ljót hús til fyrir en engin afsökun fyrir því að byggja (eða í þessu tilfelli að kubba) fleiri.

Steinarr Kr. , 21.11.2007 kl. 18:03

5 Smámynd: Kári Harðarson

Veit ekki með einangrunina en einhver hlýtur hún að vera...

Mér finnst þetta hreinlega fallegra en sumar steinsteypublokkirnar, það er eitthvað "organískt" við þetta. 

Það góða við þessa kubba er að það er hægt að af - kubba þá.  Steinsteypukumböldum hættir til að standa þótt enginn vilji þá.

Kári Harðarson, 21.11.2007 kl. 18:17

6 identicon

Jóhanna hvað? Finnst þér ég vera einhver gámastúlka (gamegirl)?

Kær kveðja,

Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:22

7 Smámynd: Kári Harðarson

Sæl Jóhanna!

Ég átti við nöfnu þína sem á að gera svo vel að leysa húsnæðisvandann í einu snatri, heyrðist mér á þingfréttum.

Kári Harðarson, 21.11.2007 kl. 22:35

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér leist afar illa á hugmyndina fyrst, en auðvitað er hægt að setja þetta snyrilega upp.  Svo er annað.  Þú getur sest einhevrsstaðar að og flutt svo bara bústaðinn með búslóðinni og öllu hafurtaski. Þessu er bara kippt upp á trailer og trillað í burtu.

Hugsaðu þér, ef þú lendir í því að missa vinnuna einhversstaðar, langar sjálfan í nám, börnin fara í framhaldsnám, eða þolir ekki nágrannann.

Já, ef barnið manns vill fara í fjölbraut, þá sendir maður bara gáminn hans suður og pantar tröppur í byko. Málið leyst. Ekkert vesen með að kaupa bedda í Reykjavík og leigja herbergi. Finna bara aflagðan fótboltavöll (gámavöll).

Kannski er þetta framtíðin? 

Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 00:45

9 identicon

Hluti nemenda á Bifrost býr í svipudum gámum.

Nokkud snyrtilegir og fínir bara.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 07:26

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er ekki svo slæmt, hef séð margt ljótara. Hér ræður notagildi meira en fegurðin.

Úrsúla Jünemann, 22.11.2007 kl. 09:37

11 identicon

Frystigámar eru með einangrum sem heldur 30°c frosti inní þeim. Með því að nota þá er einangrum ekki vandamál.

Einar (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:13

12 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta er bráðsniðug hugmynd. Ef gámarnir halda vindi og vatni og stæðan fýkur ekki um koll eða hrynur í fyrsta jarðskjálfta. Og er með aðrennslistengingar og frárennslistengingar sem standa undir nafni og gaddar ekki í þegar frost er úti.

Ef þeir standast allar þessar kröfur eru þeir ábyggilega ekki lakari kostur en sumar blokkirnar sem fólk í Reykjavík hefur hafst við í nú í nokkra áratugi.

Nú er mál að nakta konan fari að spinna.

Jóhanna!

Sigurður Hreiðar, 22.11.2007 kl. 10:34

13 Smámynd: Þór Sigurðsson

Þetta er bara gargandi snilld !

Þetta minnir á íbúðirnar í "Fifth Element", þó tæknivæðingin sé kannski ekki sú sama. En eftir að ég sá þá mynd fyrst, þá hef ég velt því fyrir mér hvort ekki sé hægt að koma á fót svipuðu konsepti hérlendis. Þetta er náttúrulega málið !

Það sniðuga við gáma er að það eru til læsingar til að læsa þeim saman. Þannig gildir einu hvað maður raðar stæðunni hátt (innan burðarmarka gámanna sem neðstir eru) að stæðan öll er sen einn veggur.

Snúa síðan gámunum "rass-í-rass" með allar lagnir (raf-, vatns- og skólp-) á milli "rass-endanna" á gámunum og það er komin fínasta blokk.

Svo gera læsingarnar það að verkum að það er ekkert mál að kippa "íbúð" burt úr miðri stæðunni og flytja annað :-D

Þór Sigurðsson, 23.11.2007 kl. 11:53

14 identicon

Þetta minnir mig á bókina Snow Crash eftir Neal Stephenson. Þar segir frá aðalhetjunni Hiro Protagonist sem býr á fjórðu hæð (minnir mig) í U-Stor-It gámasamstæðu ásamt herbergisfélaga sínum. Snilldar íbúðir.

Smári McCarthy (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband