8.1.2008 | 10:11
Eitthvað spooky ?
Um helgina hringdi ég í símann og sagði að þeir mættu sameina þrjá gemsa, heimasíma og breiðband á einn reikning af því nú borgum við sjálf fyrir alla okkar gemsa í minni fjölskyldu.
Svo spurði ég hvort þeir gætu boðið okkur hagstæðan fjölskyldusamning, úr því allt væri komið undir sama hatt?
Svarið var "Nei. Konan þín fékk góða gemsaáskrift árið 2003 þegar fyrirtækið sem hún vann hjá samdi, þessi samningur er ekki í boði lengur. Hún ætti að halda sér við þann sem hún fékk þá".
"Þú skalt líka halda þig við áskriftina sem þú ert með. Þú fékkst GSM áskrift árið 2000 sem var mjög góð, ég myndi ekki hrófla við þessu ef ég væri þú".
Ég spurði: "Eigum við ekki að taka einn af pökkunum sem sagt er frá á heimasíðu símans, Betri leið, 67+, Grunnáskrift, góður betri, bestur"? spurði ég. "Nei" var svarið.
Ég spurði: "Get ég fengið afrit af gömlu samningunum til að bera saman við nýju pakkana ykkar"? "Nei, þeir eru ekki skjalaðir á heimasíðu símans lengur".
Þetta kom mér á óvart. Þegar ég hringi í banka eða tryggingarfélag er iðulega hægt að fínpússa eitthvað, lækka iðgjald á framrúðutryggingunni eða finna nýjan bankareikning sem býður hærri innlánsvexti. Ekkert svona gerðist þarna.
Það virðist ekki vera lengur hægt að fá jafn gott samkomulag hjá símanum eins og fyrir nokkrum árum. Ef maður samdi um símaþjónustu á maður að vera feginn og ekki hrófla við neinu.
Þetta er skrýtin þróun á sama tíma og kjörin verða hagstæðari í öðrum löndum. Nú getur maður samið um ótakmarkaða símanotkun fyrir 20$ kr. á mánuði í Bandaríkjunum.
Síðast spurði ég: Við erum með ADSL hjá Vodafone í gegnum vinnuna. Getum við samt fengið myndlykil frá Símanum?
Svarið var "Nei. Þið verðið að vera með ADSL hjá símanum til að nota myndlykil símans.
Þarna er búið að blanda saman gagnaflutningsleiðinni og gögnunum. Til að hugleiða hversu fáránlegt það er, má ímynda sér að það sé ekki hægt að versla í Hagkaup nema eiga Toyota bíl. Tilgangurinn er væntanlega að "sjónvarp" símans á að knýja neytendur til að fá sér ADSL hjá símanum.
Ég fékk ekki á tilfinninguna eftir þetta símtal að frjáls samkeppni væri í gangi í þessum málum.
Flokkur: Neytendamál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er áhugavert, Kári, en kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta sýnir bara nauðsyn þess að greina á milli grunnþjónustunnar og virðisaukandi þjónustunnar.
Marinó G. Njálsson, 8.1.2008 kl. 10:36
Lítið við þessu að segja en
VODAFONE... FU*K YEAH!
Freyr Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 10:49
Þetta með sjónvarp yfir ADSL er einmitt gott dæmi um „vendor lock-in“ og myndlíkingin með Toyota og Hagkaup er einmitt alveg frábær. :)
Já og svo er einmitt mjög gott að geyma alla samninga sem maður skrifar undir. Ég er einmitt með litlar hvítar plastmöppur undir allt slíkt síðan ég flutti að heiman.
Stefán Vignir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:56
Góð hugmynd hjá Stefáni Vigni að geyma alla samninga. Hver gerir það svo sem til lengdar? Á einhver 7 ára gamla símaþjónustusaminga eða eldri?
Annars er margt ansi skrýtið við þessi símafyrirtæki. Inneign mín hjá GSM frelsi Símans hvarf einn daginn sporlaust. Sama hvað ég reyndi, fékk ég engar haldbærar skýringar á þessu hjá Símanum. Þeir endurgreiddu þó upphæðina en undarlegast þótti mér þegar ég gat ekki fengið að tala við yfirmann þjónustufultrúans og fékk ekki einu sinni að vita hvað sá ágæti starfsmaður heitir! Þetta eru víst nútíma starfshættir!
Júlíus Valsson, 8.1.2008 kl. 11:46
...og ekki var hægt með neinu móti að fá skriflegar skýringar frá Símanum!! Ef það er ekki mjög "spoooky" þá skil ég ekki vandaða íslensku!
Júlíus Valsson, 8.1.2008 kl. 11:47
Það er hægt að vera með myndlykil frá Símanum en vera með ADSL frá Vodafone. Það virkar þannig að Vodafone kaupir línuna frá Símanum og selur hana áfram til viðskiptavinar síns þannig að Vodafone rukkar fyrir ADSL-ið og vv þarf aldrei að greiða Símanum neitt fyrir ADSL.
Þessi myndlíking hjá þér er ekki alveg að ganga upp því það þarf að vera með ADSL til þess að horfa á sjónvarp Símans en það þarf ekki að eiga bíl til þess að versla í Hagkaup. Skil samt alveg hvað þú átt við.
Þórir W (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:27
Júlíus, líftími GSM-frelsisinneignar er 6 mánuðir. (Kemur fram í litla bæklingnum sem fylgir frelsiskortinu.) Ef þú bætir ekki á hana á minnst 6 mánaðafresti, þá hverfur hún í hítina. Hugsanlega getur þetta verið skýringin hjá þér, a.m.k. lenti ég í því að síminn sem barnið mitt hafði til öryggis virkaði ekki einn daginn og þá var þetta ástæðan.
Marinó G. Njálsson, 8.1.2008 kl. 12:51
Þórir W, ég sé ekki hvers vegna þér finst samlíkingin brotna niður.
Tæknilega þarftu einhverja samgönguleið til að komast í Hagkaup: labba, hjóla, keyra. Krafa um Toyota bifreið væri óþörf, hún á sér enga tæknilega stoð.
Tæknilega þarftu líka samskiptaleið til að komast í Videó þjón Símans. Internet keyrir yfir ADSL, Ethernet,ljósleiðara. Krafa um ADSL frá símanum er óþörf, hún á sér enga tæknilega stoð.
---
Illar tungur gætu sagt að Síminn notfæri sér fákunnáttu viðskiptavina til að gefa í skyn að ADSL símans sé nauðsynlegt til að njóta nýju sjónvarpsrásanna hjá þeim.
Intenetið getur keyrt yfir hvað sem er. Myndlykill Símans er ekkert nema Internet endabúnaður, rétt eins og PC tölva.
Kári Harðarson, 8.1.2008 kl. 13:32
Kári: Símstöðvar Vodafone styðja enn sem komið er ekki TVoADSL - þess vegna þarf að "færa" ADSL-ið yfir á línu Símans.
Egill M. Friðriksson, 8.1.2008 kl. 15:20
Ég er gamall starfsmaður hjá símanum, ég þurfti oft að svara fyrir flókna reikninga. Ég held að flækju stigið hafi aukist til muna. Ég átti alla vegana í verulegum erfiðleikum með að skilja þessar betri leiðir og hvernig þær eru hagstæðari en gömlu afslættirnir. Þegar ég skoðaði fjölskyldu áskriftina þá voru eiginlega þannig að þær fjölskyldur sem áttu möguleika þurftu þannig saman settar að einn þurfti að vera undir 1,5 en yfir 70 kg, annar með krónískan bletaskalla og barn sem hringdi mikið í 118.
Eftir mínum heimildum þá er fjarskiptakostnaður alstaðar í heiminum að lækka. Því er með ólíkindum að fá fréttir eins og þessa. http://www.siminn.is/forsida/um_simann/frettasetur/nanar/store63/item56202/
Fyrir litla fjölskyldu þá sýnist mér þetta vera hækkun um tæpa 1000 kr. á mánuði. Munar um minna, mest svíður mér hækkun á fastlínugjaldi, en við erum að borga það til þess að geta verið með háhraða tengingu.
Ég þekki mann sem er með 15 manna fyrirtæki á Íslandi og 70 manna fyrirtæki Frakklandi. Á Íslandi þá er hann að borga 100 þúsund á mánuði í fjarskiptakostnað en í Frakklandi 30 þúsund.
Ingi Björn Sigurðsson, 8.1.2008 kl. 15:45
Það er ekki alveg rétt að krafan um að ADSL tengingin sé hjá sama fyrirtækinu og býður upp á contentið eigi sér enga tæknilega stoð.
Streymandi sjónvarpsefni gerir kröfu um þónokkra bandvídd, svo ekki sé talað um þegar möguleiki er á að hafa nokkra myndlykla á einni tengingu. Þar er verið að ganga ansi nærri flutningsgetu ADSL kerfisins.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að dreifingaraðilar (content providers) sem í þessu tilfelli er Sjónvarp Símans vill nota dreifikerfi sem þeir hafa fulla stjórn á. Ef þeir láta efnið frá sér til milliliðs, hafa þeir ekki stjórn á því hversu vel efnið kemst til skila til notandans en þurfa samt að svara fyrir það gagnvart notandanum. Ef Vodafone kæmist inn í alla strauma sem Sjónvarp Símans sendir frá sér gætu þeir hæglega "passað upp á" að þeir straumar fái ekki sama forgang og önnur traffík. Þetta er meira að segja gert nú þegar (eða var allavega), öll traffík fyrir iTunes var takmörkuð hjá öðru hvoru símafyrirtækinu. Það var fylgst með því hvort iTunes var að sækja lög eða venjulegir vafrar og iTunes fékk lakari hraða.
Önnur ástæða, en þó nátengd gæti vel verið að fyrirtækið vilji ekki gera samkeppnisaðila auðvelt fyrir að "njósna" um þeirra traffík en það er auðvitað "viðskiptaleg" ástæða en ekki tæknileg.
Þriðja ástæðan, og kannski sú mikilvægasta er að útgefendur efnis gera rosalegar kröfur til dreifingaraðila um réttindamál... t.d. gera öll stóru stúdíóin kröfu um að ef dreifa á mynd frá þeim á IPTV kerfi þurfi að nota DRM (Digital Rights Management) vörn á alla strauma. Ég veit það ekki fyrir víst en ég gæti alveg trúað því að þar væri líka klausa um að dreifingaraðili beri ábyrgð á því að efninu sé hvergi stolið á leiðinni frá þeim til endanotanda og þó að það sé ólíklegt að hægt sé að "stela straumnum" frá Símanum þegar hann fer yfir á netkerfi Vodafone, þá er þetta enn einn óvissuþátturinn sem er betra að vera laus við þegar þú átt í höggi við stóru kvikmyndaframleiðandahákarlana.
kv. Stefán Freyr.
Stefán Freyr (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:46
Mér kæmi ekki á óvart þótt þú hafir farið í góðan háskóla Stefán!
Það er heimsins þrautarmein að Internetið tryggir hvorki að sendingar berist á tilsettum tíma né að þær komist yfir höfuð til skila (QoS). Það getur haft slæm áhrif á flutning myndar og hljóðs. Þeim hluta er ég sammála.
Hins vegar held ég að ríkið eigi að gera þá kröfu að gögnum og gagnaleiðum sé haldið aðskildum engu að síður.
Ef Vodafone routerar ráða ekki við "minimum bandwidth guarantees" þá getur Síminn notfært sér það í auglýsingaskyni. Hann ætti samt ekki að geta bannað fólki að taka við gögnunum þó þau fari um lélegri boðleiðir.
Varðandi DRM þá hélt ég að gagnastraumurinn væri dulkóðaður, rétt eins og breiðbandsmerkið sem fer um loftnetskerfin í gömlu myndlyklana er dulkóðað með Conax smartkortum. Varla getur sú krafa gert útslagið um að dreifikerfið verið að haldast lokað.
Kári Harðarson, 8.1.2008 kl. 16:27
Ég var í GSM áskrift hjá símanum. Var með eitt símanúmer, kærustunnar, sem GSM vin, sem ég fékk 50% afslátt af símtölum og SMS í. 95% af mínum símtölum og SMS-um voru í þetta númer. Seinasta vor hætti hún að nota símanúmerið, og ætlaði að nota annað númer, sem var líka hjá símanum. Ég ætlaði að breyta símanúmeri GSM vinar mína, á þjónustuvef Símans, en þá var það ekki hægt. Gamla fyrirkomulagið lagt niður og eitthvað góður-betri-bestur komið í staðinn. Ég bar saman þessar nýju áskrifraleiðir við þá gömlu og sá að, miðað við mína notkun, kostnaðurinn myndi hækka talsvert. Við skoðuðum kjörin hjá Vodafone og vorum snögg að flytja okkur yfir.
Í haust flutti og ætlaði að fá nettengingu yfir ADSL, hjá Símanum. Þ.e.a.s. ADSL lína + internetþjónusta. Neinei, þá verð ég að kaupa talsímaþjónustu líka!! Til hvers í fjáranum verð ég að kaupa mér talsímaþjónustu til að fá ADSL línu? Ég er með GSM og hann dugar fyrir þau fáu símtöl sem ég hringi og tek við.
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 17:28
Það furðulega er að í samkeppnisþjóðfélaginu Íslandi þá má Síminn ekki keppa og það eru tveit aðilar sem banna það annar Póst og fjar viðurkennir að hann hafi rangt fyrir sér en hinn Samkeppnisstofnun segir að ef síminn fái að keppa verið veriði of lágt til að aðrir geti verið á markaðnum.
Einar Þór Strand, 8.1.2008 kl. 19:58
Já þetta er makalust þarna á klanaknum, ég bý í Stavanger í Noregi og er að vinna hjá fyrirtæki 50 manns +, nema hvað þá virrtist sem að þjónustan hjá símafyrirtækinu sem við verlsum við væri eitthvað að dala, við að sjálfsögðu kvörtuðum og viti menn þeir voru ekki lengi að kippa þessu liðinn og bættu þar að auki við frírri áskrift í 3 mánuði hjá öllum starfsmönnum fyrirtækisins og ekki nóg með það þeir gáfu okkur "Bluetooth" heirnartól hverjum og einum einasta starfsmanni sjáið þið þetta fyrir ykkur gerast á íslandi Ó NEI. þetta er maðalannars ástæðan fyrir því að ég flutti burt, samt er ekki alltaf grasið grænna hérna meginn nei nei nei.
kveðaj frá noregi
Robert Fragapane (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:51
Enda full ástæða í ljósi þess að $íminn á "grunnnetið" að hraða uppbyggingu ljósleiðaranetsins í Reykjavík (ljósleiðaranets Orkuveitunnar, sem er í eigu Reykvíkinga).
Bróðir minn er kominn á þann spena, 30mbit symmetrískur hraði (samanborið við 12Mbit/768Kbit asymmetrískt ADSL/DrASL hjá mér) fyrir svipaðan (lægri) pening en ég borga. Og, hann er með IP síma hjá Hive í leiðinni, sem hluta af gjaldinu.
Auðvitað sagði hann upp öllu sem heitir kopar.
Persónulega held ég að einkavinavæðing stjórnmálafrömuða sé komin út í öfgar og þjóðin búin að láta selja sig eins og hóru í ódýrri ánauð. $íminn var (þegar það hét Póstur og Sími) þjónustufyrirtæki í eigu þjóðarinnar til að sinna þörfum þjóðarinnar. Það var vissulega stofnun, en tekjur voru tekjur ríkissjóðs, ekki tekjur einkavina og vandamanna. Annarsstaðar í Evrópu sem ég þekki til eru enn ríkisrekin símafyrirtæki. Þeim gegnur alveg ágætlega í blússandi samkeppni. Þau eru ekki alltaf móðins, en þau tryggja ákveðið aðhald. Það er ekki hægt að segja um $ímann.
Það er skammarlegt hvernig við höfum staðið vörð um þau verðmæti sem við eigum, það er skammarlegt að íslendingar skuli fátt annað gera en að tuða úti í horni þegar eitthvað bjátar á. Þegar P&S hækkaði gjöldin hjá sér undir formerkjum þess að landið væri nú allt eitt gjaldsvæði brugðust netverjar ókvæða við og söfnuðust saman í mótmælum á Hallærisplani. Ég man ekki eftir neinum mótmælum síðan þá. Engum. Mesta mannmergð sem ég man eftir sem gat jafnast á við mótmælin er menningarnótt. Og það er ekki alveg í sama kafla.
Í Frakklandi hefði öldin orðið önnur. Ég efast um að þingmenn hefðu haldið höfuðleðrinu þar eftir viðlíka hegðun og þeir komast upp með óáreittir hér...
Þór Sigurðsson, 9.1.2008 kl. 00:20
Takk fyrir ábendinguna Marinó, en inneignin hvarf (puff!) en varð ekki óvirk (ég kannast vel við þær undarlegu reglur). Síminn endurgreiddi upphæðina en ég fékk aldrei neinar haldbærar skýringar og var endurtekið neitað um að fá þær skriflegar. Fékk alls ekki að ræða við yfirmenn, fékk ekki einu sinni að vita. hvar þá var að finna eða hvað þeir heita. Var tjáð að það væri brot á starfsreglum. Þrátt fyrir að ég borga yfir 300.000.- kr á ári í símareikninga hjá Símanum! Get varla talist lélegur kúnni?
Ég held að það ætti að þjóðnýta Símann aftur. Þá myndur þeir a.m.k. þurfa að lúta Stjórnsýslulögum.
...og lifi Lyfjaverslun ríkisins! (fyrst ég er kominn í þennan ham)
Júlíus Valsson, 9.1.2008 kl. 00:43
og afhverju láta 300 þúsund manns bjóða sér þetta til lengdar?
halkatla, 9.1.2008 kl. 09:08
Vaðandi Frelsið að þá er það þannig hjá Símanum að inneignin frystist eftir 6 mánuði (hverfur ekki) og þá hefur þú svo aðra 6 mánuði til að leggja inn aftur og virkja þá númerið og inneignina sem var inná fyrir eða 12 mánuði frá síðustu innlögn...veit ekki hvernig þetta er hjá Vodafone en þetta er alls ekki svona hjá SKO, sem er reyndar Vodafone líka ;)
Ástæðan fyrir þessu er einföld, það er ekki sótt um Frelsi og ekki hægt að segja upp Frelsi, þetta er bara sjáklfvirkt kerfi sem sér svo um að losa númerin eftir að það er búið að vera hreyfingarlaus og koma þeim í úthlutun aftur þar sem farsímafélögin greiða "ósýnilegt afnotagjöld" af númeraseríum til Póst og Fjarskiptastofnunnar og ekki til endalaust af númerum....
Arnar (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:24
" Ég fékk ekki á tilfinninguna eftir þetta símtal að frjáls samkeppni væri í gangi í þessum málum."
Ég hef á nokkrum tíma að vísu dregið úr gsm notkun í þriðjung af því sem áður var og lifi fimm sinnum (ca.) betra lífi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2008 kl. 10:17
Ég sá þetta á http://vodafone.blog.is
Kveðja, Kári
Kári Harðarson, 9.1.2008 kl. 13:20
Frábær póstur og frábær komment. En ég velti því þó fyrir mér, hvar er svar frá símanum? Nú birtist þessi færsla í mogganum í dag og fjöldi fólks hefur tjáð sig og meira að segja Vodafone hefur tjáð sig á sínu bloggi (ég hefði nú samt kommentað hérna líka ef ég væri upplýsingafulltrúi vodafone) en hvar er svar frá símanum??? Þeir hljóta að vera búnir að sjá þetta (ef ekki er markaðsdeildin ekki að standa sig).
Ég get nú sagt ykkur frá samskiptum mínum við símann, útaf þessu blessaða sjónvarpi þeirra sem aldrei getur virkað almennilega, en það tæki heila eilífð. Á jóladag leigðum við familían okkur mynd á VOD-inu hjá símanum.. eftir dúk og disk og eitt símtal í þjónustuverið gátum við loksins horft á myndina. Eftir c.a. 5 mín áhorf datt allt út og engin leið að ná í þjónustuverið svo að ég sendi tölvupóst. 28.des fékk ég svarið við tölvupóstinum þar sem útskýrt var að eitthvað hafði bilað. Mér finnst þjónustan hjá símanum alveg skelfileg og tímabært að neytendur láti í sér heyra.
Kristján Benediktsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 14:16
Hmm...þarna varstu augljóslega að tala við einhvern sen vissi bara ekki betur, það gerist nú í flestum fyrirtækjum. Eins og Hrannar lýsir á bloggi Vodafone þá hefur þetta verið hægt í þó nokkurn tíma, línan sjálf er þá hjá Símanum en notkunin er hjá Vodagone, enda er endabúnaðurinn settur upp með notendanafni og lykilorði frá Vodafone. Þetta er líka hægt ef viðkomandi er hjá Hive.
Hvað varðar ástæðuna fyrir þessu þá er hún ekki svo mikið 'vendor-lock-in' heldur mun einfaldari - ef eitthvað kemur upp á með ADSL TVið og þú hringir í þjónustuverið til að fá hjálp - væri þá ekki heldur spælandi að heyra að þú þyrftir að hringja í Vodafone því að línan væri hjá þeim? Einungis þeir gæti séð hvort eitthvað ólag væri á ADSLinu en ekki Síminn. Semsagt ástæðan er að það þarf að vera hægt að bilanagreina öll vandamál.
Því þvert á móti það sem margir virðast halda , þá geta starfsmenn í þjónustuveri einungis séð eitthvað um ADSL línu ef hún er hjá viðkomandi fyrirtæki. ADSL hjá öðrum er bara ekki til hvað kerfin varðar. Það er hægt að sjá tengipunktana jú en ekki mæla það á neinn hátt því búnaðurinn sem línan er að tengjast inná er í eigu annars fyrirtækis.
Hvað varðar þig Kristján - þá varð því miður bilun þarna á jóladag, og hún hefði ekki getað komið á verri tíma þar sem sjónvarpsáhorf er nú með mesta móti einmitt að kvöldi jóladags. Hún komst fljótt í lag en hafði áhrif á ansi marga.
Ægir Þorvaldsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:02
Takk Ægir, það gleður mig að heyra þetta, gott að þetta er komið á hreint.
Ég er með nett ofnæmi fyrir "vendor lock-in" eftir allar málshöfðanirnar gegn Microsoft undanfarin ár. Ég reyni því að láta "glamra í hlekkjunum" ef mig grunar að slíkt sé í gangi.
Kári Harðarson, 10.1.2008 kl. 13:16
Sæll Kári.
Málið er að ADSL tengingin sjálf verður að vera á kerfum Símans til þess að hægt sé að veita Sjónvapsþjónustuna. Aftur á móti þá getur Internet tengingin verið hvar sem er. Ekki rugla saman ADSL tengingu og Interneti tenginu. Internet og Sjónvarp eru þjónustur sem fara yfir ADSL tenginguna. Frá upphafi þá hefur Síminn hleypt öðrum internetveitum inn á ADSL kerfi sitt með Internet. Hvort viðkomandi Internet veita kýs að kaupa ADSL tenginguna af Símanum og endurselja sínum vv er þeim í vald sett. Breytir því ekki að ADSLið er "hjá Símanum". Það eru því hártoganir hjá Vodadone að halda öðru fram.
Brjánn, athugaðu að fastagjaldið fyrir talsímaþjónustu er að mestum hluta heimtaugargjald. Ef menn ætla að sleppa talsímaþjónustu þá þurfa þeir í staðinn að borga heimtaugargjaldið með ADSLinu. Sára lítill sparnaður.
Kristinn Ásgersson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 18:45
Það er hægt að líkja internettengingunni ykkar við járnbraut á teinum. ADSL tengingin eru teinarnir, en á teinunum renna hinar ýmsu lestir. Internet tengingin er ein lest og sjónvarpssendingin önnur. Lestirnar og teinarnir þurfa ekki endilega að vera á vegum sama fyrirtækis.
Tækið sem stendur inni hjá ykkur og tengir ykkur við allt saman (yfirleitt kallað router) er líka raunverulega tvö tæki (eiginlega þrjú eða fjögur ef maður telur "switchinn" og þráðlausa punktinn með) sambyggð í einum kassa (stundum eru þau meira að segja aðskilin), annarsvegar modem sem tengir ykkur við ADSL línuna og hinsvegar router sem tengir ykkur við internet þjónustuaðilann og sumir routerar kunna líka að taka á móti sjónvarpssendingu yfir ADSL.
Raunar þarf bara að vera modem, það er hægt að láta tölvuna sjá um það hlutverk sem routerinn gegnir.
Einar Steinsson, 11.1.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.