9.1.2008 | 21:53
Er hægt að læra þetta í viðskiptafræði?
Þegar við fluttum til Íslands frá Danmörku keyptum við íbúð í vesturbænum. Ég fór í búðina úti á horni og spurði hvort til væri beiskt marmelaði eins og bretar og frakkar búa til. Svarið var nei, bara þetta sæta danska.
Stuttu seinna kom ég aftur. Maðurinn sem ég hafði talað við kallaði á mig: "komdu aðeins með mér!"
Hann dró mig inn á skrifstofu og rétti mér krukku af bresku beisku marmelaði. Ég spurði: "eruð þið farin að selja þetta?"
Hann svaraði: "Nei, en við hjónin vorum í Bretlandi í síðustu viku, við fórum í Harrod's og mér datt þú í hug. Þú mátt eiga krukkuna".
Síðan þá er búðin farin að selja "Bonne Maman" sem er beiskt og gott. Núna veit ég líka hvað maðurinn heitir. Hann heitir Friðrik Guðmundsson og búðin heitir Melabúðin.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Það er ekki að spyrja að feðgunum í Melabúðinni. Þetta er langbesta matvöruverslunin á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað!
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:06
Ætli þessi góði maður væri fáanlegur til að flytja inn enskt sinnep?
Elías Halldór Ágústsson, 9.1.2008 kl. 23:31
Vöruúrvalið í Melabúðinni er svo mikið og gott að stundum þyrfti að hleypa viðskiptavinum inn í hollum!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.1.2008 kl. 09:27
Er Melabúðin útibú frá Kjötborg?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2008 kl. 10:19
Hinir tveir endar regnbogans í smásölu í Reykjavík heita Melabúðin og 10-11. Melabúðin með ótrúlegt vöruúrval miðað við stærð, frábæra persónulega þjónustu, áhugasamt starfsfólk, og félagslega dýnamík á þröngum göngunum. 10-11 sem jafnan á ekki til algengustu vörur, með fullkomlega áhugalaus ungmenni í starfi sem endast að meðaltali í 3 vikur, núll þjónustu, og þrátt fyrir það okurverð. Þetta er munurinn á fyrirtæki sem rekið er af áhuga og með sál annars vegar, og gerilsneydda, sálarlausa og metnaðarsnauða keðju hins vegar.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 10.1.2008 kl. 12:44
Snilldarbúð.. Ég hugsa að það sé ekki hægt að læra búðarrekstur eins og Friðrik stundar í Viðskiptafræði.
Ingi Björn Sigurðsson, 10.1.2008 kl. 14:08
Friðrik getur verið hreint ótrúlegur þegar hann tekur sig til. Skemmtilegur karakter.
Varðandi það sem Vilhjálmur segir hér að ofan þá er alveg með ólíkindum hvað 10-11 breyttist til verri vegar eftir að Eiríkur sedi.
Landfari, 10.1.2008 kl. 18:34
Melabúðin meira en stendur undir lofinu sem á hana hefur verið borið, og ég get alveg lagt mitt á vogarskálarnar.
Einstaka manneskja kaupir bara mjólkurpott eða brauð, en flestir kaupa þarna allt til heimilsins og stíga sjaldan fæti í stórmarkaðina -- enda tekur fáar mínútur að koma þarna við og ekki þarf að fara annað, og verðlag er með hagstæðara móti.
Guðmundur Löve (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:56
Guðmundur keypti Melabúðina þegar hann flutti úr Hagabúðinni (gengt Melaskóla, þar er sjoppa nú). Hann er og verður kaupmaðurinn á horninu og þetta innprentaði hann sonum sínum.
Talandi um það, ég vann sjálfur í Meló fyrir tuttugu og fimm árum síðan og tvö elstu börn mín unnu þar um stund áður en þau fluttu sig í Kaffitár. Nei, þetta lærist ekki í viðskiptafræðinni heldur í lífinu, þar sem þjónustulund og það að hafa gaman af því sem maður gerir erfist milli kynslóða.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:40
Ég held að þetta fáist í Fjarðarkaupum. Ég er ekki frá því að ég hafi meira að segja keypt þetta þar.
Einar (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.