Af hverju má ég ekki eiga færeying?

Kæri prestur.

Takk fyrir allar upplýsingarnar um homma.

Ég hef lært mikið og reyni að deila fróðleiknum með eins mörgum og ég get.  Þegar einhver reynir að verja lífshætti samkynhneigðra, minni ég þá á að í 3.Mósebók 18:22 stendur að þeir séu  viðurstyggð.  Ég þarf samt nánari upplýsingar frá þér varðandi nokkrar aðrar reglur í biblíunni og hvernig best er að framfylgja þeim.

Þegar ég kveiki í nauti sem brennifórn þá veit ég að ilmurinn er þægilegur fyrir Drottinn skv. 3.Mósebók1:9.  Vandinn er nágrannarnir, sem segja að ilmurinn gleðji þá ekki.  Á ég að  ljósta þá?

Mig langar til að selja dóttur mína í ánauð eins og stendur í 2.Mósebók 21:7.  Hvað  heldur þú að sé sanngjarnt verð fyrir hana núna?

Ég veit að ég má ekki hafa samneyti við konu sem hefur á blæðingum skv. 3.Mósebók 15:19-24.  Vandinn er að ég sé það ekki á þeim.  Ég hef reynt að spyrja þær, en flestar verða móðgaðar.

Í 3.Mósebók 25:44 stendur að ég megi halda þræla, bæði menn og konur ef þeir eru frá  öðru landi.  Vinur minn segir að þetta eigi við um dani en ekki færeyinga. Getur  þú útskýrt þetta nánar?

Nágranni minn vinnur flestar helgar.  Í 2.Mósebók 35:2 stendur að hann eigi að deyja.  Verð ég að eiga frumkvæði að því að drepa hann?

Vinur minn heldur því fram að þótt það sé viðurstyggð að borða skelfisk skv. 3.Mósebók 11:10,  þá sé það samt minni viðurstyggð en samkynhneigð.  Ég er ekki sammála.  Getur þú leyst úr þessu?

Í 3.Mósebók 21:20 stendur að ég megi ekki koma að altari Guðs ef ég hef sjóngalla.  Ég viðurkenni að ég geng með gleraugu.  Þarf ég að hafa fullkomna sjón eða er hægt að beygja reglurnar eitthvað?

Flestir vinir mínir láta klippa sig, þar á meðal hárið í kringum gagnaugun þótt  það sé alveg bannað samkvæmt 3.Mósebók 19:27.  Hvernig eiga þeir að deyja?

Ég veit að ég saurgast ef ég snerti húðina af dauðu svíni skv. 3.Mósebók 11.6-8,  en má ég samt spila fótbolta ef ég er með hanska?

Frændi minn er bóndi.  Hann brýtur lögmálið skv. 3.Mósebók 19:19 með því að sá tveim mismunandi fræjum í sömu mörkina, og konan hans brýtur það líka með því að ganga  í fötum úr tvenns konar þræði (bómull/pólýester).  Hann  bölvar líka þó nokkuð.   Þurfum við að hóa í allt sveitafélagið og grýta þau eins og stendur í 3.Mósebók 24:10-16 eða getum við í fjölskyldunni séð um málið með því að brenna þau til dauða  eins og við gerum við fólk sem sefur með tengslafólki sínu? (3.Mósebók 20:14).

Ég veit að þú ert vel að þér í þessum hlutum og ég er sannfærður um að þú getir hjálpað mér þarna.  Takk fyrir að minna á að Guðs orð eru eilíf og óbreytanleg.

Þinn vinur,

Sveinn..

 

Þýtt héðan

PS:  Þriðju Mósebók má lesa hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Og nú er bara að bíða eftir því, að Jón Valur Jensson, Gunnar í Krossinum eða aðrir sérlegir umboðsmenn guðs og túlkendur Biblíunnar svari þessum réttmætu spurningum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Góður spurningalisti, bíð spenntur eftir svörunum, sem ættu ekki að vefjast fyrir bíblíumönnunum...  Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 13.1.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Frikkinn

Já það verður fróðlegt að fylgjast með svörum andans manna.........

Frikkinn, 13.1.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Góður Kári.

Alltaf er jafn gaman að velta því fyrir sér hvaða greinar Gamla-testamentisins eiga að vera okkur leiðsögn í hversdeginum . . eða er yfirleitt hægt a' sætta sig við það að formælendur kristinna söfnuða í nútímanum velji einstaka greinar úr þessum hjátrúarritum til að réttlæta alls konar fordóma.

Benedikt Sigurðarson, 13.1.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Mofi

Mér að ég verði að gera heiðarlega tilraun til að svara þessu. Fyrst að leggja einhvern grunn fyrir þetta. Þau atriði í Mósebókunum sem eru torskilin verða að vera skoðuð í samhengi við allan textann og hvaða þjóðfélag það á við. Það má heldur ekki gleyma því að lögjöfin sem finnst í Gamla Testamentinu á við gyðingana sem þjóð en ekki við kristna. Þegar lærisveinar Krists byrja að boða þá eru þeir ekki að kenna að núna á að stofna fleiri gyðingleg ríki með reglunum sem áttu við þá þjóð.

Þegar Móse skrifaði hluta af mósebókunum þá var hluti af þeim settur við hliðina á sáttmálsörkinni og þjóðin gerði sáttmála við Guð um að halda það sem Móse hafði skrifað niður. Margt af því sem þar stóð var til þess eins og gera gyðinga öðru vísi en þjóðirnar í kringum þá, gera þá sérstaka meðal þjóðanna. Ástæðan þess vegna fyrir mörgum af þeim ströngu refsingum sem er að finna í Mósebókunum er vegna þess að sumir þessa glæpa voru í raun uppreisn gegn þjóðinni og Guði. Það þýðir ekki að ef einhver gerði sumt af þessu sem hann sá eftir að þá þurfti hann að sæti viðkomandi refsingu. Musteris þjónustan þjónaði þeim tilgangi að fólk gat komið þangað með fórn til að fá fyrirgefningu. Sömuleiðis var öllum frjálst að yfirgefa þjóðina því þetta var miklu frekar trúfélag heldur en þjóð.

Samt situr auðvitað eftir spurning hvort að Guð hafi verið vondur í Gamla Testamentinu en góður í því nýja. Ég tel svo ekki vera en þá þarf maður að skoða þesssi atriði nánar og í samhengi og reyna að skilja hvað er í gangi.

Í Þriðju Mósesbók 20:13 stendur að ef karlmaður leggist með öðrum karlmanni skuli þeir líflátnir verða. Þýðir þetta að mér beri að drepa Pál Óskar og Hörð Torfa ef ég skyldi fá tækifæri til þess? Má ég eiga plöturnar þeirra áfram?

Það stendur margt í okkar íslensku löggjöf samt er fólk ekkert að hugsa um að elta einhvern sem keyrir of hratt, taka af honum ökuskírteinið og geyma viðkomandi í kjallaranum heima hjá sér í nokkra daga. Svo þetta var löggjöf þjóðarinnar sjálfrar og einstaklingar áttu ekki að taka lögin í sínar eigin hendur alveg eins og hér á landi.

Ég hef verið að velta því fyrir mér að selja dóttur mína þrælasölum, eins og leyft er í Annarri Mósesbók 21:7: "Þegar maður selur dóttur sína að ambátt ..." Hvað heldur þú að væri sanngjarnt verð fyrir hana á vorum tímum?

Ef þú ert virkileg að hugsa um að selja dóttur þína í þrældóm þá er hún örugglega betur sett annars staðar en hjá þér. Hérna þarf maður að skilja hvað þrældómur var í þessu samfélagi. Þetta var ekki mikið öðru vísi en að vera vinnumaður, ef einhver faðir þurfti að gera þetta þá var það líklegast til að bjarga dóttur sinni frá hungri eða bara bjóða henni betra líf. Hvenær sem er var hægt að gefa þræli frelsi og hver sem er gaft keypt frelsi handa viðkomandi. Eftir sjö ára tímabil þá gat viðkomandi valið að verða frjáls og kom þá út skuldlaus með einhvern pening frá fyrrverandi húsbónda og byrjað upp á nýtt. Hafa í huga að menn gátu lent í þessu með því aðeins að geta ekki borgað skuldir sínar. Þrælahald eins og gerðist með svertingja þar sem þeim var rænt og fluttir til bandaríkjana sem þrælar er stranglega bannað í 2. mósebók 21:16. Meira um þrælahald í Biblíunni hérna: http://www.christian-thinktank.com/qnoslave.html

Einnig brenni ég gjarnan nautainnyfli á altarinu mínu, eins og kveðið er á um í Þriðju Mósesbók 1:9: "...til brennifórnar, eldfórnar þægilegs ilms fyrir Drottin." Vandamálið er hins vegar fólgið í því að nágrönnum mínum finnst ilmurinn hreint ekkert þægilegur. Hvernig á ég að bregðast við þessu?

Fórnarlögmál gyðinga var afnumið á krossinum vegna fórnardauða Krists og á þess vegna ekki við í dag.

Ég veit að ég má engin samskipti hafa við konu á meðan hún hefur á klæðum, hvorki snerta hana né sitja í stól eða liggja í rúmi sem hún hefur setið á eða legið í, eins og skýrt er kveðið á um í Þriðju Mósesbók 15:19-24. Hvernig getur maður séð hvort kona er á túr eða ekki? Ég hef reynt að spyrja allar konur sem ég þarf að eiga samskipti við, en flestar þeirra hafa hreinlega móðgast og neitað að svara mér.

Bara að vera kurteis! En annars er þetta dæmi um hreinlæti á þessum tíma, til að koma í veg fyrir sýkingar og sjúkdóma. Það var skilda konunnar að sjá um þetta, auðvitað geta utan að komandi ekki vitað þessa hluti.

Vinur minn einn vinnur vaktavinnu við aðhlynningu sjúkra og þarf því stundum að vinna um helgar, sömuleiðis er annar kunningi minn sjómaður og vinnur því stundum á hverjum degi í allt að heilan mánuð.Vandamál mitt er að í Annarri Mósesbók 35:2 segir: "Sex daga skal verk vinna en sjöundi dagurinn skal vera yður helgur hvíldardagur,hátíðarhvíld Drottins. Hver sem verk vinnur á þeim degi skal líflátinn verða." Ber mér, sem kristnum manni, siðferðileg skylda til að drepa þessa vini mína sjálfur?

Í gegnum alla sögu gyðinga þá hafa margar stéttir alltaf unnið á hvíldardögum því það er þörf á því. Kristur kenndi að hvíldardagurinn er til vegna mannsins og að gera góð verk á hvíldardögum er það sem besta sem maður gæti gert. Að vinna ekki á hvíldardegi sem myndi skaða aðra manneskju væri þess vegna einstaklega ókristilegt og í beinni andstöðu við tilgangi hvíldardagsins.

Fyrir síðustu Verslunarmannahelgi bannaði ég syni mínum sem er á þrítugsaldri en býr enn heima að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fyrst ætlaði hann ekki að taka mark á mér, en þegar ég hótaði að reka hann að heiman ef hann óhlýðnaðist ákvað hann að fara hvergi, en brást þó reiður við og kallaði mig öllum illum nöfnum, s.s. "helvítis harðstjóra" og "djöfulsins fífl". Nú þykir mér vænt um son minn, en í Þriðju Mósesbók 20:9 stendur:"Hver sá sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða." Þýðir þetta að mér beri skylda til að drepa strákinn eða tekur þetta ákvæði ekki til bölvs og ragns af þessu tagi?

Hérna þarf að hafa í huga hvað það þýddi á þessum tímum "að bölva...", það var ekki að segja einhver orð heldur að ákalla andaöfl til eyðileggingar einhvers einstaklings. Þess háttar hegðun var ekki liðin og var einnig litið á sem uppreisn gegn þjóðinni og Guði.

Vinur minn einn segir að jafnvel þótt það sé viðurstyggð að borða skelfisk, eins og segir í Þriðju Mósesbók 11:10: "...öll þau dýr í sjó eða ám sem eigi hafa sundugga og hreistur, [séu] yður viðurstyggð."... þá sé það ekki eins mikil viðurstyggð og að vera hommi. Er það rétt hjá honum?

Móselögin sem kveða á um hvaða tegundir af mat eru í lagi og þær sem eru ekki í lagi eru aðeins góð ráð fyrir þá sem vilja hlusta. Það gat verið lífshættulegt að borða sum af þessum dýrum og sú hætta er einnig til í dag í sumum tilvikum.

Það er margt sem virkar ótrúlega undarlegt en við nánari athugun þá er ástæða fyrir öllu sem þar er að finna. Virkar stundum mjög harkalegar refsingar en má ekki gleyma því að eftir þetta líf þá tekur betra við fyrir þá sem vilja.

Mofi, 13.1.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

Klassík. :)

Það er nú augljóst að Móse var bara með cult af verstu gerð. Ég meina, dregur fólk fram og aftur í Sínaí eyðimörkinni áratugum saman, fer upp á fjall í mánuð og segir guð hafa talað við sig. Ég held að hann hafi nú bara verið að draga fólkið á asnaeyrunum.

Gott hjá Mofa að sýna hvernig trúaðir taka bara það úr biblíunni sem þeim hentar á hverjum tíma... Þessi ágæta bók á bara að fara upp í hillu með hinum þjóðsögu- og ævintýrabókunum...

Jón Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Mofi

Jón, afhverju færir þú ekki rök fyrir þessari skoðun þinni?

Mofi, 13.1.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Prófaðu bara að lesa Nýja Testamentið, þar sérðu hvernig lögmálið var uppfyllt með einum einföldum verknaði!

Magnús V. Skúlason, 13.1.2008 kl. 23:06

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Af því klukkan er 23.34, þá er tilhlýðilegt að vitna í gömlu(nýju) bókina: Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera. (Lúk 23.34)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.1.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hverju, Mofi minn? Móse eða að þið ágætu trúmenn breytið trúnni eftir hentugleika?

Jón Ragnarsson, 13.1.2008 kl. 23:51

11 Smámynd: Morten Lange

Mofi sagði :

  • "Ástæðan þess vegna fyrir mörgum af þeim ströngu refsingum sem er að finna í Mósebókunum er vegna þess að sumir þessa glæpa voru í raun uppreisn gegn þjóðinni og Guði. (...)  Samt situr auðvitað eftir spurning hvort að Guð hafi verið vondur í Gamla Testamentinu en góður í því nýja. Ég tel svo ekki vera en þá þarf maður að skoða þesssi atriði nánar og í samhengi og reyna að skilja hvað er í gangi." (mínar áherslur)

Svo sá sem er talin hafa gert uppreisn gegn Guði verðskuldaði samkvæmt þessum rökum dauða og jafnvel kvalarfullan dauða, samkvæmt boð frá Guði ? Ef þessi spurning þinni eigi að hafa meining, finnst mér mjög erfitt að álýkta annað en að þessi Guð sem er málaður í Gamla Testamenti sé vondur.

Honum mundi ekki farnast vel fyrir framan mannrétindadómstólnum í Strasbourg, en refsinginn yrði samt tiltölulega mannúðleg. 

Morten Lange, 14.1.2008 kl. 00:15

12 Smámynd: Mofi

Jón Ragnar
Hverju, Mofi minn? Móse eða að þið ágætu trúmenn breytið trúnni eftir hentugleika?

Breyta hverju?  Um hvað ertu eiginlega að tala?

Morten Lange
Svo sá sem er talin hafa gert uppreisn gegn Guði verðskuldaði samkvæmt þessum rökum dauða og jafnvel kvalarfullan dauða, samkvæmt boð frá Guði ? Ef þessi spurning þinni eigi að hafa meining, finnst mér mjög erfitt að álýkta annað en að þessi Guð sem er málaður í Gamla Testamenti sé vondur

Fólk gat iðrast og fengið fyrirgefningu, fólk gat farið því það þurfti ekkert að vera þarna... lang flest ríki hafa refsingu við því sem er flokkað sem landráð eða tilraun til að steypa réttum stjórnvöldum af stóli.

Mofi, 14.1.2008 kl. 00:21

13 Smámynd: Jón Ragnarsson

OG svo sagði Guð Móse náttúrlega líka að drepa 3000 af hans eigin fólki til að sefa reiði Guðs yfir að fólk hefði gert sér beljustyttu á meðan Guð og Móse voru uppteknir í 40 daga og nætur við að höggva 10 boðorð í stein. - En báðum Móse og Guði kom jafnmikið á óvart hvað fólkið aðhafðist á meðan þeir voru við steinsmíðina. - Eftir að drepa 3000 til að róa Guð vegna gullkálfsins fór Móse aftur á fjallið og var aftur 40 daga og nætur í burtu á meðan Guði var að höggva fyrir hann þessar 10 setningar aftur í tvo steina því þegar Guð var svo reiður að hann heimtað i að Móse dræpi 3000 manns varð Móse sjálfur ekki reiðari en svo að hann bara braut steinana sem Guð hafði eytt 40 sólarhringum í að höggva. - Eða getur verið að Guð hafi ekki ert það heldur hafi það kannski verið Móse sjálfur sem þurfti 40 daga og nætur þar sem enginn sá til uppi á fjalli til að höggva steinana, - hvort er nú sennilegara - eða getur verið að í alvöru að það hafi tekið skapara himins og jarðar 40 daga og nætur að höggva 10 setningar í stein?

Málið er auðvitað að þegar maður les um Móse með það í huga að á þessum tíma hafði enginn vald nema það teldist frá Guði - Faróarnir t.d. töldust synir guða til að löghelga vald þeirra - ekkert minna dugði til að fólk virti vald þeirra þ.e. og til að gefa því lögmæti ( það voru engar kosningar ) . Móse þurfti líka að gefa sínu valdi lögmæti, eða hversvegan annars ætti fólk að hlýða honum fremur öðrum nema vegna þess að hann fékk skipanir frá Guði, - en í Biblíunni er á nokkrum stöðu sagt frá andmælum við vald Móse en hann leysti allatf úr því með "hjálp Guðs" þ.e. Guð eyddi andstæðingum fyrir hann en að Guð hefði gert það en ekki Móse og bræður hans og fjölskylda var auðvitað enginnlifandi til vitnis. Eins og aðrir harðstjórar og vakti hann þjóðinni ugg - Guðsótta, og Móse flytti þjóðinni sjálfur skipanir "beint frá Guði" sem voru valdi hans og fjölskyldu hans Aron og Jósúa og sonum Arons mjög hagstæðar.

Móse var ef mark er takandi á Biblíunni, bæði klókur og grimmur harðstjóri sem notaði morð og fjöldamorð og svipu guðsóttans óspart til að halda og treysta völd sín og réttlæta svo grimmilegar skipanir að þjóðin vart vildi trúa þeim. - Þjóðin sá auðvitað aldrei beinar sannanir um að Guð ætti samskipti við Móse nema þegar það tók Guð 40 daga og nætur að höggva 10 boðorð á 2 steina og Móse birtist svo með steinana í fanginu til sanninda um að Guð talaði víst við hann. - Stafur hogginn í stein hefur alltaf haft mikinn kyngikraft í augum almúgans.

Jón Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 02:18

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hehe, hér er gæfulegt stagl í uppsiglingu. Mófi er heimsmeistari í guðfræðilegum loftfimleikum og unun á að horfa.

Það stendur líka í einum af hinum kærleiksríku köflum exodus að þér beri að grýta til bana ungling, sem er uppreisnargjarn og þýðist illa foreldra sína og er drykkfelldur og latur.  Móðir uppeldisfræðinnar er þar komin.

Það eru tvær sköpunarsögur. Fyrri Guðinn heitir Elohim en hinn seinni Jahve.  Hann skapaði plönturnar á undan sól og mána, en það er máske aukaatriði.  Það eru tvö Nóaflóð einnig. Í öðru tók hann tvö eintök af hverju kvikindi, í hinni sjö af hverju.  Sennilega hefði hann þurft stærri bát, en what the heck.

Ég vil færa mig í nýja testamentið, þar sem einnig er bannað að halda aðra guði. Jesú segist fara með sverði en ekki friði og hvetur menn sína til að gera alla heimsbyggðina að lærisveinum.  Af þessum hefur fossað blóð í frelsarans slóð í aldir.

Mikið er lagt upp úr Konunglegum ættlegg Jesú með ættartölum, sem rekja ættir Jósefs til Davíðs konungs.  Jesú er samt ekki sonur Jósefs.  So what is the point?

Marí er Mey, en samt átti Jesú fjölda bræðra og systra.  Meira að segja átti Jesú Tvíburabróður, sem hét Tómas.  Hvernig á maður að heimfæra það?

Það að tala tungum er byggt á þýðingavillu. Meyfæðingin er byggð á þýðingarvillu, Þríeinn guð er síðari tíma óskiljanleg viðbót. Sagan um hóruna og sá yðar sem syndlaus er, er síðari tíma viðbót.  Allur endakafli Markúsarguðspjalls er síðari tíma viðbót.

Páll postuli sá aldrei né var samtíða kristi. Hann hinsvegarófsótti kristna sem Sál. Hann segist þó hafa séð krist í hillingum eftir að hafa orðið blindur á leiðinni til Damsakus.  Lúkas er samferða og samtíðamaður Páls og hafði heldur aldrei séð né verið samferða Kristi. Samt eig þessir tveir menn uppistöðuna í Nýja testamentinu.

Jóhannes frá Pathmos, sem á að hafa skrifað opinberunarbókina, veit enginn frekari deili á. Það er hinsvegar þekkt að á Patmos er mikil flóra ofskynjunarsveppa.  Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ætla að hann hafi verið á slæmu trippi, þegar hann skrifaði þau ósköp.  Hann er ekki samtímamaður Krists.

Þeir sem vilja kynna sér uppruna þessarar fabúlu allrar ættu að kynna sér skóla Pythagórasar og sérstaklega merkan pilt, sem hét Apolonius frá Tyana.

Annars eiga allar helstu sögur GT og NT sér hliðstæður í fjölda eldri rita.

Dont get me started...

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 08:23

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já Mofi telur að Jörðin sé 6000 ára gömul og að alheimurinn hafi orðið til á 6 dögum.  Veit ekki hvort hann hefur tekið inn viðurkenningu kirkjunnnar á því að jörðin sé ekki miðja alheimsins eins og vitleysingurinn Galileo hélt fram. Þeir viðurkenndu þetta þó árið 1992! eða um svipað leyti og þeir lögðu niður Limbó, sem ku hafa verið staður á milli himins og helvítis, þar sem óskýrð börn voru sett á hold til eilífðarnóns af því að ekki náðist að skvetta yfir þá vatni og veifa yfir þeim höndum í hvítagaldri kirkjunnar manna.

Biblían er til sem heilstætt rit, frá um 325 þegar prelátarninr settust niður og ákváðu hvaða bleðlar ættu að vera í þessari kanónu. Þetta völdu þeir úr ógrynni misvísandi og óskyldra rita.  Þá notuðu þeir einnig tækifærið og eignuðu guðspjallamönnunum núverandi rit, án þess að nokkur viti raunar hver skrifaði þau.  Úr þessu var Codex Vaticanus, sem einvörðungu var fyrir presta og eingöngu var til á latínu, sem flestir almúgamenn hins siðmenntaða heims skildu ekki.  Þegar menn vildu í fyrstu þýða og dreifa biblíunni til fólksins á móðurmálinu t.d. í Englandi, voru þeir ofsóttir, gerðir landflótta, fangelsaðir eða brenndir á báli.

Það kom enda í ljós að textinn í þessari skruddu hafði verið kokkaður til eftir höfði kirkjufeðranna í Nikeu.  Þegar menn komust yfir grísku frumritin og sáu þessar falsanir, voru sumir þeirra settir út af sakramentinu.  Megnið af þessum skáldskap er enn inni í þessum ritningum og mæli ég með Bókum Bart Ehrman um þessi efni t.d. "Misquoting Jesus" og "Lost Christianities"  Ehrman er hinsvegar með ansi ítarlega fyrirlestra um biblíufræðin á Google video.  Hér er einn og þarna má sjá fleiri fyrirlestra hans um efnið auk annarra um tilurð þessara rita.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 08:43

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Því má bæta við, þótt endalaust megi halda áfram með þessa dellu að Móse ku hafa skrifað allar Mósebækurnar fimm. Engin hefur þó skýrt fyrir mér á fullnægjandi hátt hvers vegna hann skrifar um dauða sinn og greftrun og hversu gamall hann varð. (120 ára)

Enginn hefur heldur skýrt fyrir mér með hverjum börn Adam og efa juku kyn sitt með og uppfylltu jörðina. Það er þó að skilja að töluvert hafi verið af fólki þarna fyrir, jafnvel risar.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 09:47

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eva átti að standa þarna að sjálfsögðu.  Og enn eitt... það er hvergi lagt bann við því að konur rekki saman í biblíunni, svo varla eiga lessur að vera fyrirstaða fyrir prelátana.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 09:49

18 Smámynd: Mofi

Jón Ragnar
OG svo sagði Guð Móse náttúrlega líka að drepa 3000 af hans eigin fólki til að sefa reiði Guðs yfir að fólk hefði gert sér beljustyttu á meðan Guð

Það sem þú ert að nota hérna er kallað "red herring" rökleysa. Við getum svo sem alveg rökrætt hvað var þarna í gangi en eigum við ekki að halda okkur við upphaflegt umræðuefni frekar en að elta uppi allt sem þér dettur í hug?

Jón Ragnar
hvort er nú sennilegara - eða getur verið að í alvöru að það hafi tekið skapara himins og jarðar 40 daga og nætur að höggva 10 setningar í stein?

Kemur hvergi fram að það tók þennan tíma að höggva eitthvað í stein.

Jón Ragnar
Þjóðin sá auðvitað aldrei beinar sannanir um að Guð ætti samskipti við Móse nema þegar það tók Guð 40 daga og nætur að höggva 10 boðorð á 2 steina og Móse birtist svo með steinana í fanginu til sanninda um að Guð talaði víst við hann.

Sáu heilt fjall í ljósum logum ásamt öllum öðrum kraftaverkunum.  Hérna er fjallað um leitina að þessu fjalli og hvort það er eitthvað sem bendir til þess að þessir atburðir áttu sér stað og það er slatti sem bendir sterklega til þess, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=jSv8KkihLOA&feature=related

Ég get ekki neitað því að harkan er mjög mikil þarna en ég trúi því að við fáum að rannsaka einn dag hvort að Guð hafi ekki verið að gera það sem best var í stöðunni.

Jón Steinar
Hehe, hér er gæfulegt stagl í uppsiglingu. Mófi er heimsmeistari í guðfræðilegum loftfimleikum og unun á að horfa.

Ég er ekki frá því að þetta er besta hrós sem ég hef fengið :)

Jón Steinar
Jesú segist fara með sverði en ekki friði og hvetur menn sína til að gera alla heimsbyggðina að lærisveinum.  Af þessum hefur fossað blóð í frelsarans slóð í aldir.

Hérna ertu að ljúga og ég var búinn að sýna þér fram á það. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú lætur svona?

Jón Steinar
Eva átti að standa þarna að sjálfsögðu.  Og enn eitt... það er hvergi lagt bann við því að konur rekki saman í biblíunni, svo varla eiga lessur að vera fyrirstaða fyrir prelátana.

Ég get ekki neitað því að ég veit ekki um texta sem hreinlega fjallar um lesbíur svo...  allt í kristni á að eiga við samvisku hvers og eins og ekki að vera að þröngva fólk til hegðunar heldur á hún að koma vegna löngunar til að gera gott.

Mofi, 14.1.2008 kl. 10:47

19 Smámynd: Kári Harðarson

Mér finnst fyrsta svarið þitt ágætt, Mofi.  Ég veit að lögmál Móse voru ætluð öðrum tíma og ber að skoða sem slík.

Það sem fyrir mér vakti með þessu upphlaupi var að undirstrika, að það verður að túlka gömlu bækurnar varlega.  Með öðrum orðum get ég ekki fellt mig við bókstafstrú, hvort sem hún er kristin, gyðingleg eða múslímsk.

Menn munu túlka biblíuna hvort sem er, líka þeir sem þykjast ekki vera að því.  Jesú sagði að visnum greinum ætti að kasta á bálið, það varð seinna kveikjan að nornabrennum miðalda.

Kári Harðarson, 14.1.2008 kl. 11:04

20 Smámynd: Mofi

Kári
Það sem fyrir mér vakti með þessu upphlaupi var að undirstrika, að það verður að túlka gömlu bækurnar varlega.  Með öðrum orðum get ég ekki fellt mig við bókstafstrú, hvort sem hún er kristin, gyðingleg eða múslímsk.

Vandamál við bókstafstrú fara eftir bókstafnum sjálfum. Stóra vandamálið við þá sem flokka sig kristna en eru ekki bókstafstrúar er að þeir ákveða sjálfir hvað er rétt og hvað er rangt og áður en þú veist af er það í góðu lagi að drepa ófædd börn, fatlaða, geðveika, gyðinga og svertingja. Í þessu samhengi vil ég benda á mann að nafni William Carey sem fór til Indlands til að breiða kristni þar sem t.d. að sem hann þurfti að berjast á móti var sú hefð að brenna eiginkonur lifandi þegar menn þeirra dóu.

https://www.visionvideo.com/detail.taf?_function=detail&a_product_id=31210

Mofi, 14.1.2008 kl. 12:17

21 Smámynd: Púkinn

Málið er auðvitað það að nánast allir sem telja sig "kristna" aðhyllast það sem kalla má "hlaðborðskristni" - velja það sem þeim hentar úr gamla og nýja testamentinu, en skilja hitt eftir.  Ef þeim er bent á einhverjar mótsagnir, fær maður fyrirlestur um túlkanir.

Jamm og jæja.. sem betur fer er fólk ekki legur réttdræpt fyrir að lýsa Biblíuna marklausan þvætting.

Púkinn, 14.1.2008 kl. 12:44

22 Smámynd: Mofi

Þökk sé kristnu siðgæði sem kemur úr Biblíunni Púki

Það aftur á móti lætur þig líta afskaplega kjánalega út þar sem þetta er sú bók sem hefur haft mest áhrif á mannkynssöguna og hefur verið varðveitt margfallt betur en nokkur önnur forn bók sem til er.

Mofi, 14.1.2008 kl. 13:30

23 Smámynd: Púkinn

"Varðveitt betur?"  Bók sem var ritstýrt fram og aftur, versum breytt eða bætt inn eftir því sem hentaði og bækur valdar inn eftir pólitískum duttlungum.

Sér er nú hver varðveislan.

Púkinn, 14.1.2008 kl. 13:52

24 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og í síðari samúlesbók 1:27 segir Davíð um vin sinn sem var dáin:

Sárt trega ég þig, bróðir minn Jónatan, mjög varstu mér hugljúfur! Ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna.Tja,hvað þýðir það ? 

Halldór Sigurðsson, 14.1.2008 kl. 14:29

25 identicon

Burtséð frá spurningum, þá fannst mér þessi listi njóta sín best í West Wing þættinum, þegar Bartlett notaði þetta á bókstafstrúaða útvarpskonu. Að þessu sögðu er það rétt hjá þér, Kári, að biblían er best túlkuð af varúð og auðmýkt fyrir náunganum, einnig þeim sem er genginn. Vera má að hann hafi vitað sínu viti, þótt hann hafi ekki séð inn í framtíðina með haukfránum augum. Í gamalli bloggfærslu reyndi ég að tækla áskorun nútíma heimsmyndar á nútíma guðfræðinga sem ennþá lesa sömu gömlu biblíuna. Vera má að unnendur gamallar goðafræði finni þar eitthvað fyrir sinn snúð.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 19:15

26 Smámynd: Mofi

Púkinn
"Varðveitt betur?"  Bók sem var ritstýrt fram og aftur, versum breytt eða bætt inn eftir því sem hentaði og bækur valdar inn eftir pólitískum duttlungum.

Sér er nú hver varðveislan.

Já, hefurðu eitthvað kynnt þér það? 

http://www.godandscience.org/apologetics/bibleorg.html

Mofi, 14.1.2008 kl. 19:32

27 identicon

Ef ég skil Mofa rétt hérna svona 5 færslum ofar er best að taka biblíuna á bókstafnum því þar sé sannleikurinn.  Mér bara óar svolítið við því enda hefur mér skilist á greinum og sjónvarpsþáttum sem ég hef séð að hér sé um valda kafla að ræða og að bók þessari hafi í upphafi verið svo hart ritstýrt að að heita má að um trúarpólitíska pöntun sé um að ræða.  Og að auki á bókin sú arna að vera ansi misvel þýdd.  Svo flækir málið túlkanir kristinna út í frá samfélagi og þörfum hvers tíma.

U (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 19:36

28 identicon

Hverslags trú er það sem er ekki bókstafstrú, er það eitthvað svona að trúa bara eftir hentugleikum? Már finnst jafn fáránlegt að vera með bókstafstrú og einhverja hluta trú. Að taka biblíuna og hluta hana niður og segja svo við sjálfan sig, nei, ég trúi þessari dellu ekki, en þessi della hún  er trúverðug.

Það á bara að leggja þessa trú til hliðar, við erum hérna á þessari jörð á 21. öldinni með allri þessarri tækni og öllum þessum vísindum, sem hafa sagt okkur svo margt. Um leið og sköpunarsögu biblíunnar var kollvarpað átti þessi bók að fara á haugana og þessi trú að vera sjálfhætt ef fólk vill vera sjálfu sér samkvæmt. Við erum öll löngu hætt að trúa á huldufólk og álfa en svo er stór hluti sem trúir einhverjum hirðingjasögum 2000 ára gömlum. Að jörðin sé flöt og sitji á fjórum stöpplum.  Gáfulegt eða ekki.

Valsól (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 19:50

29 Smámynd: Halla Rut

Frábær færsla og skemmtileg. Sýnir best hvað þetta er allt fáránlegt.

Halla Rut , 14.1.2008 kl. 20:59

30 Smámynd: Mofi

Valsól, hverju eigum við þá að trúa? 

Menn velja ekkert að trúa öllu eða eitthvað annað. Þetta er spurning um sannfæringu um hvað er rétt. Vísindin hafa síðan aðeins sýnt hve magnað sköpunarverkið og hve ótrúlega gáfaður skaparinn er.  Biblían síðan segir að jörðin sé hnöttur sem svífur í geimnum.

Mofi, 14.1.2008 kl. 21:34

31 Smámynd: Sigurjón

,,...hverju eigum við þá að trúa?"  Engu.  Nákvæmlega engu sem ekki stenzt nánari skoðun og prófun.

Sigurjón, 15.1.2008 kl. 01:18

32 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Halldór Magnússon - Mofi - spurning:  Efastu aldrei?  Ef þú gerir það, um hvað efastu þá?

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.1.2008 kl. 02:26

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jesú var ekki til.  Páll stofnaði söfnuð sinn  áður en guðspjöllin voru skrifuð. Kristni er skáldskapur frá upphafi til enda og með henni fellur einnig Íslam. 

Ég biðla til manna að koma til samtímans og hætta þessum þykistuleik. Þið lifið í lygi og forneskju.  Sorry to say.  Ritningin hefur enga þýðingu í upplýstum samtíma. Hendið henni eins og hún leggur sig.  Það er ekkert yfirnáttúrlegt til. Engin kraftaverk...þið þurfið ekki að leyfa ykkur rökræna skoðun lengi til að komast að því.  Ef þið þorið, þ.e.a.s.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 03:31

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er t.d. eitthvað til að koma grjónunum af stað. Leitið og þér munuð finna að líf trúaðra er byggt á rakalausri blekkingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 03:37

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 03:44

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og varðandi lygina, sem þú berð á mig varðandi það að kristur ffari ekki með friði heldur með sverði:  Lestu Matt. 10:34

Hér er það annars og líka það sem á eftir kemur:

34Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'

Sáttur?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 04:14

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Síðasta komment náttúrlega ætlað Mofi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 09:19

38 identicon

Ég kíkti aðeins á þriðju Mósebók. "Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð." Ég fór nú strax að spá í hvort það væri þá bara í fína lagi að lessast (og hvort konur mættu þá ekki nota strap-on á kallinn sinn). Eftir nánari athugun þá virðist einfaldlega sem Guð sé þarna bara að tala við karlmenn og að konur eigi ekki að taka þessar leiðbeiningar til sín, og það vakti þá upp nýja spurningu - Eru konur þá bara skynlausar skepnur, ófærar um siðferðislega hugsun? Er það þessvegna sem Guð nennir ekki að útskýra fyrir þeim siðareglurnar? Spyr sá sem veit ekki.

Það getur svosum vel verið að til sé einn eða fleiri guð, eða einhverskonar yfirnáttúrulegt æðra máttarvald. En að einhver vesæl mannskepna hafi rambað á rétta skilgreiningu á æðra máttarvaldi finnst mér einhvernveginn tiltölulega ólíklegt.

evilpiggie (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband