Þetta er fljótt að koma...

Dagsþörf fullorðins manns er 2.500 kaloríur.

  • Pylsa með öllu: 429 kaloríur
  • Big Mac og stór skammtur af frönskum: 1.080 kaloríur
  • Máltíð á KFC: 1.350 kaloríur (Franskar, hrásalat, kjúklingabringa og læri)
  • Tólf tommu kjúklingalangloka frá Quiznos: 1.495 kaloríur (úff!)
  • Domino's 14 tommu pepperoni pizza: 1.924 kaloríur

200 kaloríur bætast við ef maður fær kókglas með. 

Ég fékk þessar upplýsingar af erlendum vefsíðum.  Ég veit ekki hvað Hlöllabátur eða American Style borgari er með mikið af hitaeiningum.  Hvorki www.americanstyle.iswww.hlolli.is birta upplýsingar um næringarinnihald.

Ég velti fyrir mér:  af hverju eru hitaeiningar merktar utan á rjómafernu en ekki á auglýsingar fyrir Domino's deep crust pizzu með pepperoni og osti?  Ættum við að byrja að merkja skyndibita með hitaeiningum?  Myndi það breyta einhverju um neysluvenjur okkar?
mr-creosote

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það gæti vel orðið til þess að einhverjir hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir gúffuðu í sig kaloríuskammti dagsins í formi skyndibita.

Góð hugmynd.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.2.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er ekki farið að gera þetta í bretlandi með litamerkingum, grænt gult og rautt ?

Óskar Þorkelsson, 11.2.2008 kl. 23:19

3 identicon

Ég held að gallinn sé ekki endilega merkingar. Þvert á móti held ég þær gætu í einhverjum tilfellum haft þveröfug áhrif.

Mannskepnan er upp til hópa því miður svo vitlaus og siðblind að þessar merkingar myndu margir láta sem vind um eyru þjóta. Samanber nútíma tópaksvarnir - Þótt pakkinn sé útstimplaður með "Reykingar drepa" merkingum og öðrum álíka upplífgandi slagorðum virðist það hafa lítil áhrif á flesta fíkla.

ef ég tala fyrir mig þá veit ég vel, líkt og 95% þeirra sem standa í röðinni á Hlölla að það sem ég er að fara láta ofan í mig er óhollt, fitandi og blátt áfram viðbjóðslegt.

En, mér finnst það líka gott annað slagið. Munurinn á mér og flestum öðrum í röðinni er kannski hinsvegar sá að ég brenni mínum bát á heimliðinni á hjólinu þar sem ég er laus við að eiga bíl. 

Ef fólk keyrði minna þá hefði skyndibitinn minni áhrif. 

Bara en einn vinkillinn á þetta, eitthvað til að hugsa um. 

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ég er á báðum áttum sjálfur.  Eins og máltækið segir "You can lead a horticulture but you can't make her think".

Hins vegar eru sumir að reyna að vera meðvitaðir, og þá getur gert baggamuninn að fá að vita þetta auðveldlega.

12 tommu krabbalangloka á Subway er 810 kaloríur en 700 kaloríur í B.L.T. langlokunni.  Mér finnst bacon betra en krabbi, en er búinn að vera að kaupa krabbalanglokur af því ég hélt að fiskur væri hollari...

Kári Harðarson, 12.2.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, og ef þú sleppir remúlaðinu á pylsuna þína þá eru fleiri hitaeiningar per gramm í henni (pylsan sjálf er svo svakalega feit), sumir myndu þá hugsa: Hei, best að taka remúlaðið með, ekki eins fitandi!

(segir þessi sem aldrei myndi láta sér detta í hug að sleppa remúlaðinu...)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 09:45

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það myndi örugglega skipta máli fyrir suma. ekki fyrir mig þó. ég hugsa aldrei um hitaeiningainnihald, eða hvert annað innihald yfir höfuð.

Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 09:53

7 Smámynd: Ævar Þórólfsson

Hitaeiningar eru einn partur af þessu og auðvitað er nauðsynlegt að halda þeim í hófi ef maður vill halda línunum og heilsunni í lagi.

Það sem fólk virðist þó oftar gleyma er hvað er innifalið í þessum hitaeiningum. Í skyndibitamat, snakki og nammi eru fjölmargar hitaeiningar en það sem er verra er að þetta eru í flestum tilfellum svokallaðar empty calories, þ.e. hitaeiningar sem innihalda litla sem enga næringu.

Oft er talað um að um þessar mundir sé fólk ofalið en vannært, þ.e. fólk borðar of mikið af þessum tómu hitaeiningum og líkaminn líður fyrir því hann fær ekki öll þau næringarefni sem hann þarf til að starfa á réttan hátt, sem til lengri tíma litið leiðir til hvers kyns kvilla. Þess skal getið að talið er að um 70% sjúkrahúsheimsókna séu vegna næringartengdra kvilla (t.d. flestir hjartasjúkdómar orsakast/fara af stað að hluta til (mis-stórum) vegna slæmrar næringar).

Matur er auðvitað ekkert nema tól til að veita líkamanum eldsneyti. Á meðan fólk hefur það ekki hugfast, eða pælir kannski bara í því í 2-3 máltíðum á viku, eða leitar sér ekki upplýsinga um hvað það þarf í raun og veru að láta ofan í sig, þá er þetta ástand ekkert að batna.

Til að forðast fanatíkerastimpilinn þá tek ég það fram að auðvitað má alveg skella sér á góða pizzu eða hamborgara einstaka sinnum, það geri ég sjálfur og ekkert að því. En meginreglan þarf að vera að borða til að lifa, þ.e. veita líkamanum það sem hann þarf. Ef það er gert þá eru þessar blessuðu hitaeiningar kannski meira auka- en aðalatriði.

En til hvers að gera þetta? Til þess að vera nægjanlega heilbrigður til að heilsan hindri mig ekki í að gera það sem mig langar til að gera það sem eftir lifir ævinnar.

Ég held að Zig Ziglar hafi orðað þetta best: "Sometimes you have to say no to the good so you can say yes to the best". Aðeins að pæla í þessu á hverjum degi og standast freistingarnar svo heilsan bregðist ekki síðar meir.

Annars geta forvitnir skoðað meira um næringarinnihald ýmissa matvæla á www.nutritiondata.com og hér http://www.matis.is/ISGEM/is er líka flott framtak hjá MATÍS.

Ævar Þórólfsson, 12.2.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: Kári Harðarson

Ég heyrði góða tilvitnun í teiknimyndinni "Ratatouille":  "I don't like food.  I love it.  If I don't love it, I don't swallow".

Ég held að fransmenn haldist grannir vegna þess að þeir borða góð hráefni sem gera þá sátta = sadda.

Sá sem borðar drasl heldur áfram að borða, bíðandi eftir einhverju sem hann fær ekki, og hættir þegar maginn getur ekki meira án þess að hafa orðið "sáttur".

Kári Harðarson, 12.2.2008 kl. 10:56

9 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

.. já góð athugasemd.  Bara sleppa að borða allt sem er ekki með neinni innhaldslýsingu.  

Það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér í þessu samhengi og er ekki með neinni innhaldlýsingu er þetta svokallaða "bland í poka" sem fæst fyrir spottprís með 50% afslætti á laugardögum fyrir blessuð börnin okkar. 

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 11:02

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það var heldur hvorki innihaldslýsing á lauknum né nýju línuýsunni sem ég keypti um daginn. ekki heldur á nautasteikinni á Holtinu.

Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 12:36

11 Smámynd: Kári Harðarson

Rétt Brjánn,

Ég geri greinarmun á hrávöru og samsettri vöru.  Þegar um er að ræða samsetta vöru eins og pepperoni pylsu eða hrásalat getur framleiðandinn ákveðið að tvöfalda fituinnihaldið einhvern daginn án þess að neytandinn verði nokkurs var.   Þess vegna þarf að  tilgreina innihaldslýsingu á umbúðunum, það er hluti af samningi framleiðandans við neytandann.

Ég geri hins vegar ráð fyrir að línuýsan sé jafn næringarrík og feit frá ári til árs. 

Sumar vörur eru þarna á mörkunum.   Til dæmis er Ali nýbyrjaðir að vatnsblanda  beikonið sem þeir selja.  Ég komst að því þegar ég gat ekki lengur steikt það í örbylgjuofni.

Kári Harðarson, 12.2.2008 kl. 13:03

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er sammála þér með muninn á hrávöru og samsettri, hvað innihaldslýsingar varðar.

takk fyrir að láta vita af Ali beikoninu. ég er mikil beikonæta.

Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 13:56

13 Smámynd: Guðrún Hulda

Þetta er góð samantekt hjá þér....þú mátt endilega halda þessu áfram ef nú hefur áhuga og nennir

Guðrún Hulda, 12.2.2008 kl. 14:11

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Baconið er ekki meira vatnsblandað en áður fyrr, aftur á móti eru þeir farnir að sprauta beikonið með pækli til að flýta fyrir framleiðslunni..

Varðandi pepperoni Kári þá mundi vera erfitt að auka mikið magnið af fitu í vörnunni því hún mundi hreinlega þrána í framleiðslunni og vera óseljanleg.  Hlutfall í pepperoni er vanalega 33 % fita, 33 % nautakjöt 33 % svínakjöt, 1 % krydd,. ef um vínarpylsu eða bjúgu er að ræða sem er soðin vara þá er auðveldara að auka fitumagnið.

gaman af þessu..

Óskar Þorkelsson, 12.2.2008 kl. 15:38

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Tja, um frönsku mjóu gellurnar sagði vinkona mín: grannar og geðillar, þær borða kannski ekkert allan daginn fram á kvöld, kaffibolla og sætabrauð um morguninn og svo eru þær ógurlega geðvondar eftir hádegi (vinkonan vann á nokkrum veitingahúsum í París og kynntist þessu nokkuð vel).

Held að akkúrat sú hegðun sé kannski ekki til eftirbreytni...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband