Af uppsölum

Ég var í veislu erlendis þar sem maður þurfti skyndilega að bregða sér afsíðis. Félagi okkar sagði þá: "I think he needs to pray to the Porcelain God" eða "Ég held hann þurfi að biðja til postulínsguðsins" í merkingunni að hann þyrfti að æla.

Í framhaldi af þessu snerist umræðan um mismunandi aðferðir við að segja þetta undir rós.

Myndræna líkingin "Technicolor Yawn" eða "regnbogageispi" var næst nefnd, og er þar vísað til marglitrar gusunnar út úr viðkomandi.  Einnig var talað um "matarfórnir til kínversku guðanna".

Dani sagði að þar í landi væri talað um "At snakke i den hvide mikrofon" eða að "tala í hvíta hljóðnemann" og er þarna vísun í eintal manneskjunnar við klósettskálina.

Svíi bætti við að þar í landi væri þetta kallað "At kjöre Gustavsberg" eða "að keyra Gustavsberg" með vísun í hvernig gripið er þéttingsfast með báðum höndum um brúnina á meðan ælt er.  (Gustavsberg er sænsk klósetttegund).

Norðmaður sagði að þar væri þetta kallað "at ryta pa Elgen" eða að öskra á elgina, en öskrin í dýrunum minna víst á hljóðið þegar menn kúgast.

Umræðan var á lágu plani þegar þarna var komið kvölds, en það var samt gaman að heyra að "et kært barn har mange navne".

Mér vitanlega vantar þessar litríku myndlíkingar í íslenskt mál.  Hvernig væri að "Afhenda götupizzu" eða "njóta matarins í bakkgír" eða "játa ást sína til miðborgarinnar"?

Fyrst ég er farinn að blanda þessu við borgarmálin, hvernig væri þá: "Að lýsa yfir stuðningi við borgarstjórann?" 

 

Af tillitssemi læt ég enga mynd fylgja færslunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Að keyra postulínsstrætó hefur verið notað hér á landi.

Steinarr Kr. , 12.2.2008 kl. 20:52

2 identicon

Í minni sveit var talað um að búa til ommelettu.

- grettir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

minn stuðningur við borgarstjórann kemur sterkast fram í samtölum mínum við Hr Gustavsberg.

Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 22:20

4 identicon

Talandi um borgarstjóra, fyrrverandi og verðandi (kannski?).

Ég heyrði upplífgandi og skemmtilegt lag sem vísað var í af vefnum http://www.malbein.net/. Ég klippti viðlagið út og setti það í mp3 form þannig að það hentar ágætlega sem hringitónn í GSM síma sem styðja slík. Bútinn má nálgast hér:

http://www.la.gg/upl/willy.mp3 

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:35

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

wahahahahahah :D

Ég hef reyndar heyrt dönsku útgáfuna - at snakke i den store telefon...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:52

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég ætla að bæta við smá þýsku: "Bröckchen lachen" (að hlæja smábita)

Úrsúla Jünemann, 13.2.2008 kl. 12:12

7 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þið vitið hvað gamli bóndinn sagði þegar hann sá pizzu í fyrsta skipti:

Hver í andskotanum ældi á laufabrauðið!! 

Gísli Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 16:35

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú hlýtur að hafa verið staddur í Uppsölum!

Haukur Nikulásson, 13.2.2008 kl. 16:43

9 identicon

At snakke flydende svensk... heyrði maður stundum í Köben.

beggi dot com (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:13

10 Smámynd: Kári Harðarson

"At snakke flydende svensk", I love it!

Ég man að danir sögðu að það væru skilti í ferjubænum Helsingör þar sem ferjan fer til hinnar sænsku Helsingjaborgar: "Höldum Helsingör hreinni, hjálpum svía út í ferju".

-- svíar hafa löngum fengið sér hressilega í fótinn þegar þeir komast í ódýran bjór í Danmörku.

Kári Harðarson, 14.2.2008 kl. 11:30

11 identicon

Huhm, huhm, thessi umræda er i rauninni mjog skemmtileg. ahugaverd og spennandi ut fra mál(maga)hreinsunarsjonarmidi (ad vita sitt magamál, ad augun séu ekki stærri en maginn) - "en gætum vid kannski lyft thessari umrædu á ögn a ögn hærra plan .... "  Halldor Laxnes 

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:31

12 Smámynd: Þór Sigurðsson

Ég hef heyrt (og notað) að færa postulínsguðinum fórnir. Það og svo misnotkun á hugtakinu „að vera með munnræpu“, sem ég heyrði síðast einhversstaðar úti á landi...

Þór Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 18:37

13 Smámynd: Kári Harðarson

Lyfta umræðunni á hærra plan já...

Ég vildi ekki skrifa um borgarmálin, heldur um eitthvað á svipuðu plani.  Ég held mér hafist tekist það...

Í þröngum skilningi er umræðan fyrir ofan beltisstað.

XXX Kári

Kári Harðarson, 14.2.2008 kl. 19:35

14 identicon

Afþví að þú talar um Uppsali þá verð ég að nefna það að það voru víst engin svona postulínsherbergi í frönsku stórhöllinni Versölum, aðalsfólkið fór bara á bak við gardínur og svo komu þjónarnir og þrifu ...

Maddý (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:00

15 identicon

Sem útskýrir kjólatískuna á þeim tímum, Madddy.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband