18.2.2008 | 11:22
HD-DVD er dautt og Blue-Ray er ekkert voðalega hresst heldur
Þegar ég fór í sjónvarpsverslun um daginn fannst mér eitt sjónvarpstækið skara fram úr í gæðum og ég spurði afgreiðslumanninn nánar út í tækið. Tækið reyndist vera plasmatæki og það var ekki í sérlega hárri upplausn.
Mörg flatskjártækin eru því marki brennd að vera ekki sérlega björt, og það sem á að vera svart er fjólublátt eða grátt í staðinn. Þessi munur á birtu og dimmu er kallaður skerpa. Skerpan er meiri í Plasma tækjum og gömlum sjónvörpum en í LCD skjám.
Ég held að skerpa sé mikilvægari en upplausn ef menn vilja upplifa góða mynd. Skerpan er það sem fer í bíó þegar einhver opnar útidyrnar í sýningarsalnum.
Þar sem flestir kaupa LCD skjái en ekki plasma, þá álykta ég að myndgæði séu ekki mikilvæg í hugum kaupenda.
Blue-Ray og HD-DVD staðlarnir eru að selja upplausn. Ef fólk er ekki einu sinni tilbúið að kaupa tæki vegna skerpunnar þá efast ég um að fólk fjárfesti í þessum stöðlum til að fá upplausn.
Það sem seldi hljóðgeisladiska á sínum tíma var ekki hljómgæðin heldur þægindin. DVD diskar eru nógu þægilegir, þangað til niðurhalið tekur við.
Bandaríkjamenn voru með NTSC útsendingar sem voru mjög lélegar. Fyrir þá skiptir miklu máli að losna undan þeim svo ég skil betur ef þeir skipta sínum NTSC spilurum út. Það er þó fyrst og fremst liturinn en ekki upplausnin sem gerði þann staðal svo lélegan.
Venjulegir DVD spilarar í dag eru með "upscaling" og HDMI tengi en það er aðferð við að lesa innihald venjulegs DVD disks á því formi að það henti nýjum flatskjám betur. Myndin sem kemur á skerminn með þannig spilara jaðrar við að vera eins góð og af Blue-Ray diski.
Mín niðurstaða: Kaupa Upscaling DVD spilara með HDMI úttaki fyrir tíu þúsund kall og njóta áfram DVD diskanna sem ég á.
Hvítt flagg hjá HD-DVD? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Athugasemdir
Ástæðan fyrir að fólk kaupir LCD er að þeir eru með hærri upplausn sem þýðir betri myndgæði fyrir það efni sem er HD. Þá er ég að tala um t.d Blueray myndir, PS3 og Xbox 360.
Það sem mun gerast með Blueray núna er að það mun enda þannig að það verður ekki hægt að kaupa "DVD spilara" eftir nokkur ár sem spilar bara DVD. Heldur verða allir "DVD" spilarar þannig að þeir spila bæði DVD og Blueray. Þar með er Blueray komið til að vera. Það mun aldrei verða þannig að Blueray spilarar geti bara spilað Blueray diska en ekki DVD, allavega myndi ég aldrei kaupa þannig spilara.
Upscaling á DVD spilara er ekki nálægt því að vera eins og Blueray, þó þú upscalir verða ekki til nýjar upplýsingar frá myndinni, þ.e myndin er ennþá í sömu upplausninni þó hún birtist í meiri upplausn á sjónvarpinu, eini munurinn er að DVD tækið er betra í því að upscala heldur en sjónvarpið þar sem það hefur aðgang að meiri upplýsingum um upprunalegu gögnin.
Mín niðurstaða: Bíða í ár þangað til Blueray er búið að festa sig alveg í sessi og kaupa þá Blueray spilara sem spilar allt.
Kristján Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:13
Ósammála. Fólk kaupir LCD vegna þess að þeir eru flatir og stórir og passa betur í stofuna. Upplausnin og skerpan skiptir venjulegt fólk litlu máli.
Þú segir að DVD verði ófáanlegt af því Blue-Ray sé komið og að Blue-Ray komi af því DVD verði ófáanlegt. Það eru ekki mikil rök. Blue-Ray þarf að keppa við milljónir DVD spilara rétt eins og Windows Vista þarf að keppa við XP. Microsoft á fullt í fangi með að neyða fólk yfir í Vista þrátt fyrir að vera stórt og kraftmikið fyrirtæki.
Ég veit að BlueRay er betra en DVD. Betamax var með betri mynd en VHS og Video 2000 frá Phillips var betra en bæði Betamax og VHS.
Það eru bara græjufíklar sem sjá muninn á BlueRay og venjulegum DVD sem er sýndur á Upscaling spilara. Ég er græjufíkill og ég sé mun en hann er ekki mikill. Ég bendi kunningjum á BlueRay í evrópskum búðum og þeir yppta öxlum.
Ef einhver þarf hvort sem er að kaupa nýjan spilara og Blue-Ray kostar lítið meira, þá kannski borgar sig að svoleiðis spilara, annars horfir fólk bara á niðurhal af netinu eða DVD disk.
Hlustar þú á CD eða lætur þú þér nægja MP3 skrár og iPod? Ef þú svarar iPod þá tekur þú þægindi fram yfir gæði. Ég held að flestir séu þannig.
Kári Harðarson, 18.2.2008 kl. 14:05
PS: Blue Ray er með "region coding" svo þú getur ekki keypt diska í Bandaríkjunum og spilað á Íslandi.
Ef þú nærð í bíómyndina á netinu er allt "region free".
When will they ever learn...
Kári Harðarson, 18.2.2008 kl. 14:08
Ég verð að segja það að þessi region á DVD og núna blueray diskum er alveg ótrúlega heimskuleg uppfinning, þetta hefði verið allt í lagi ef þessi tækni hefði verið til fyrir 40 árum þegar fólk var ekki að ferðast eins mikið í dag. Í dag fara Íslendingar t.d. í þúsundavís til USA á hverju ári og einhverjir sjá sér örugglega hag í að grípa með sér dvd diska sem sumir lenda svo í vandræðum með að spila heima hjá sér. Hinsvegar eru flestir dvd spilarar í dag opnanlegir þannig að maður veltir fyrir sér tilganginum með þessum svæðum.
Gestur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:22
Sæll Kári, ég les bloggið þitt stundum og hef gaman af. Mig langaði þó aðeins að commenta hér.
<kári>
"Venjulegir DVD spilarar í dag eru með "upscaling" og HDMI tengi en það er aðferð við að lesa innihald venjulegs DVD disks á því formi að það henti nýjum flatskjám betur. Myndin sem kemur á skerminn með þannig spilara jaðrar við að vera eins góð og af Blue-Ray diski.
Mín niðurstaða: Kaupa Upscaling DVD spilara með HDMI úttaki fyrir tíu þúsund kall og njóta áfram DVD diskanna sem ég á."
</kári>
Upscaling á HDMI gerir fátt annað fyrir myndgæði en að færa DVD merkið yfir digital HDMI, sem er með upplausn ekki langt frá VGA 720×576 (PAL). Semsagt. birta 576p/i sem 1080p/i. Þar sem DVD MPEG2 based staðallinn geymir ekki upplýsingar um svona marga pixla þá reynir spilarinn að giska á hvað væri viðeigandi að setja í eyðurnar, til eru flóknar formúlar sem gera þetta kleift. Hins vegar er gæðaaukning ekki nema um 10-15% í mesta lagi. Ekki þarf annað en að sjá muninn á HD sjónvarpsútsendingu t.d. á Sky og svo þetta hefðbundna í DVD gæðum (SD) til að sjá muninn.
Það er til dæmis hægt að fara á amazon og kaupa HD-DVD eða BluRay mynd, skella í alvöru HD sjónvarp með 1920x1080 upplausn, spila fyrst með scart eða RCA, í smá stund, ... og tengja svo HDMI og skipta á milli til að sjá muninn. Hann er ótrúlega mikill.
----
"What is an upscaling DVD player?
Upscaling players take standard definition pictures and boost them up to High-Definition resolution using clever techno-trickery. You can even select the resolution, typically either 720p or 1080i.
How do the pictures compare to those from a normal DVD player?
Picture quality is generally better, but often not earth-shatteringly so. The problem is that HDTVs already have built-in upscalers, which adjust any incoming signal to fit the resolution of their screens. However, the upscaling ability in a quality DVD player should be better than the TV’s.
Are the pictures as good as HD?
The resulting picture quality is nowhere near as good as proper Hi-Def sources like Sky HD or Virgin Media. DVD images contain 576 lines of picture information, whereas HD contains a minimum of 720.
How does upscaling work?
Upscaling DVD decks can’t add new info, they create extra lines of pixels by copying parts of surrounding pixels, effectively "guessing" at what the image should look like at a higher resolution. (http://www.virginmedia.com/digital/digitalhome/advancedguides/upscalingdvdplayers.php)
Plato (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:33
Að líkja upscaling DVD við High Def er bara bull. það sem Upscaling gerir er að að teygir úr myndinni og notar svo meðaltalsútreikninga til þess að fylla inn í eyðurnar og það sem ég hef séð hefur í mörgum tilfellum hefur verið klaufalegt.
Fólk kaupir sér nýtt sjónvarp, annað hvort til að endurnýja það gamla eða eins og þú sagðir, bara til þess að fá sér flatskjá. Það er með þetta eins og allt annað, þú færð bara það sem þú borgar fyrir. Almennilegir LCD skjáir eru búnir að taka fram úr Plasmanum hvað varðar skerpu og lit fyrir nokkru síðan og er það ekki að ástæðulausu sem flestir framleiðendur eru búnir að droppa Plasmanum þegar tækið er 46 tommur og þar undir en erfiðlega hefur gengið að gera almennileg LCD yfir þeirri stærð.
Skerpan í td. nýju Sony Bravia tækjunum er 16000:1, það sama og plasminn er í.
DVD formatið kemur til með að lifa lengi í viðbót því eins og þú sagðir að þá þarf að ryðja spilurunum af markaðnum áður en nýtt tekur við og kröfurnar í dag eru einfaldlega þannig að það verður að vera "backwards compatibility" þannig að neytandinn mun alltaf getað spilað "gömlu" DVD diskana sína.
Eitt sem ég má til með að spurja þig útí:
Veistu hvort að öll tækin hafi verið tengd eins? Því ég veit að það hefur verið stundað að þau tæki sem eigi að seljast hafi verið tengd með HDMI kapli á meðan önnur tæki í kring voru tengd með venjulegri scartsnúru sem skýrir allan muninn.
Það eina sem Plasminn hefur fram yfir LCD í dag er að hann er bjartari og þó að myndin virðist vera betri í vel upplýstu rými að þá er það fljótt að fara um leið og það fer að skyggja.
Varðandi MP3 að þá segir skráarsniðið eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut um það í hvaða gæðum hún er. Þar er það sampling rate sem ræður því en á venjulegum CD er hún 44 kHz en það er lítið mál að fá MP3 skrár í 128 eða jafnvel 256 kHz sampling rate þar sem þú ert kominn með mund betri hljómgæði heldur en nokkurntímann CD getur gefið þér.
Það er ósköp einföld ástæða fyrir region coding en hún er sú að efnahagur almennings er mjög mismunandi milli svæða og eru DVD og Blu-ray diskar td. mun ódýrari í USA heldur en í Evrópu og enn ódýrari í Asíu og er coding sett á til þess að koma í veg fyrir að, ekki bara að Íslendingar geti í þúsundavís farið til USA og keypt sér diska heldur líka til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti keypt bílfarma af diskum í Asíu og flutt þá til Evrópu og selt þá þar með hagnaði.
Sturla H. Einarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:25
Þú getur aldrei fengið sömu gæði með að Upcal-a myndir.
En ef þú berð saman Full HD og venjuleg tæki, þá særðu svaðlegan mun.
En til þess að þú sjáir muninn. þarf HD tækið að vera tengt við HD-DVD eða Blueray.
Líka flott hjá Sturlu, en þetta er rangt hjá honum með MP3.
Hann er að rugla saman "sampling rate" og (minnir að þetta kallist) "data transfer rate" kilobit per second.
Bæði CD og MP3 eru með 44,1khz sampling rate, en MP3 er með max 320 kbps á meðan CD er með 1411kbps
Anton (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:21
Sturla: Region coding í dag telst í huga ansi margra bara vera: "screw the customer."
Hví ættum við, neytendur, ekki að geta stundað okkar verslunarferðir og viðskipti yfir netið, og keypt, ef okkur sýnist svo, myndir beint frá USA, eða beint frá Kína, ef okkur sýnist svo? Þetta region coding dæmi í dag, er ekkert annað heldur en dæmi um löngu, löngu úrelta hugsun.
Einar Indriðason, 18.2.2008 kl. 21:41
Einar: Það breytir engu hvort sem þér eða einhverjum öðrum finst þetta vera úrelt hugsun, ástæðan er sú sama.
Kom reyndar ekki fram áðan að önnur ástæða er sú að myndir eru sýndar á mismunandi tímum í heiminum. T.d. getur mynd er frumsýnd að sumri til í USA verið sýnd um jólin í evrópu sem þýðir að á meðan myndin er í bíó í evrópu er hún gefin út á DVD í USA sem þýðir að ef að DVD er ekki með region code þá væru framleiðendur í samkeppni við sjálft sig.
Persónulega er ég á móti region code en geri mér hins vegar grein fyrir því að það þarf að vera einhver stýring á þessu og þetta er leiðin sem var valin.
Sturla H. Einarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:17
Þó ég hafi ekki mikið vit á muninum á Plasma og LCD. Bluray eða HD-DVD. Þá er ég fullkomlega sammála Kára að það eru annað en gæðin sem ráða úrslitum á þessum hlutum. Það er aðgengið að búnaðinum, mér finnst fárráðlegt að ég þurfi að fara út í búð eða út á leigu til þess að stjórna því sem ég horfi á í sjónvarpinu.
Þægindinn eru það sem skiptir mestu máli þegar á hólmin er komið, því er brýnt að finna veitu sem getur veit efni á löglegan og einfaldan hátt heim í sofu til fólks. Óháð region code eða öðrum hindrunum.
Sjálfur hef ég verið að taka þátt í að þróa vefinn amiestreet.com. Þar hafa verið reynd ný nálgun til þess að nálgast viðskiptavininn. Það gengur vonum framar, reyndar eru hnífurinn stendur í efniseigendum, þeir telja hag sínum betur borgið að berjast við vindmyllur.
Ingi Björn Sigurðsson, 19.2.2008 kl. 00:38
Takk Ingi,
Ég veit að munurinn á Blue-Ray og DVD er rosalega mikill. Ég er að reyna að segja að flestir leggja lítið upp úr gæðum.
Þorri mannkyns kaupir Bónus brauðskinku og drekkur ódýrasta rauðvínið í ríkinu. Það mun ekki ganga vel að selja þeim Blue-Ray diska.
Kári Harðarson, 19.2.2008 kl. 08:56
Afsaka en ég get bara ekki setið á mér með þessa vitleysu sem Sturla kom með um MP3 og geisladiskinn. Rétt er það að mp3 eitt og sér segir ekkert til um gæðin heldur verður að velja hversu mikla þjöppun skal nota og er þá notað kbps (kilobits per second) semsagt 128 kbps gefur minni upplýsingar heldur en 320 kbps.
Geisladiskar eru hinsvegar í talsvert meiri gæðum og vinnur á sviðinu 44KHz / 16bit. Reyndar er til HD CD sem fer í 20bit og DVD audio 24bit. Bestu geislaspilarar í dag nota svo upsampling í 24 bit / 192KHz.
Svo til að flækja málin enn frekar þá skiptir líka máli hvernig þú kemur upplýsingum frá fæðitækinu (DVD, CD, LP) yfir í upplifunartækið sjálft (sjónvarp, hátalara o.s.frv.) Það er því voðalega lítið vit í því að vera kaupa sér 300.000 kr. sjónvarp og kaupa svo kapla fyrir 200 kall og skilja svo ekkert í því afhverju sjónvarpið er ekki betra.
Þó svo ég sé sammála ýmsu í upprunalegu bloggi þá hefur þetta aðeins verið að breytast undanfarin ár. Sumir vilja bara iPod og eru bara sælir og glaðir, en fleiri og fleiri eru að færa sig yfir í alvöru HIFI system og þá á ég við ALVÖRU HIFI ekki 100.000 krónu samstæðuna í BT.
Fleiri eru nefnilega farnir að sleppa því að kaupa sér 2 ódýrar rauðvín og kaupa frekar eina góða :-)
Jenni (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:35
Sammála ummælum um að skerpa skiptir máli og að upscale dvd í gegnum góð sjónvörp er "nógu gott" fyrir flesta.
Aftur á móti held ég að BlueRay þurfi ekki að vera "mainstream" til að geta lifað góðu lífi, jaðarmarkaðurinn "þeir sem eru til í að borga mikið fyrir marginally percieved gæði" er ágætis markaður og eflaust góð margin að hafa (pun intended).
Sjálfur held ég að ég muni styðjast við myndveitur að mestu leiti í stað fisískra diska.
-A
Arnþór Snær (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:53
Mér finnst alltaf jafn skemmtileg þegar menn fullyrða að "Almennilegir LCD skjáir eru búnir að taka fram úr Plasmanum hvað varðar skerpu og lit fyrir nokkru síðan", og hafa þá augljóslega EKKERT kynnt sér málin. Ég gæti svo sem drekkt þér í dómum og könnunum þar sem plasminn kemur miklu betur út en læt einn nægja þess í stað.
Þetta segir allt sem segja þarf.
Ok, bæti öðrum við. Og einum öðrum.
Sævar Helgi Bragason (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.