Hver gætir varðmannanna?

Bandarískur vinnufélagi minn fann myndavél. Hann fór með hana beinustu leið á lögreglustöðina enda siðaður maður.

Hann spurði hvort hann mætti fá myndavélina eftir 30 daga ef enginn kemur að vitja hennar en fékk neitun.

Mig grunar að í fyrsta lagi muni lögreglan ekki reyna að finna eigandann.  Hvers vegna ætti lögreglan að auglýsa myndavélina, (eða hin fjölmörgu reiðhjól sem berast þangað), þegar lögreglan getur hagnast á því að selja gripina á uppboði?

Ég hef ekkert á móti lögreglunni, ég er bara að benda á að þeirra hagsmunir fara ekki saman við hagsmuni þeirra sem týna einhverju.

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband