Nýjir tímar

Fyrir 30 árum var hlutverk ruslakalla að sækja rusl. Nú er öldin önnur. Borgarar eiga að halda til haga blöðum, plastflöskum, glerflöskum og dósum.

Ruslakarlarnir hafa ekki endurskilgreint sína vinnu til samræmis við þetta. Út um allan bæ eru jeppar á harðaspani á leið út í Sorpu með poka af rusli afturí. Mamma mín er áttræð og á engan bíl, hún getur því ekki tekið þátt í þessu ruslakallarallíi.

Væri ekki nær að borgin tæki þetta nýja hlutverk að sér og útvegaði stampa í ruslageymslur fyrir þetta drasl og sæi um að hirða það? Ég spyr bara af því þar sem ég bjó í bandaríkjunum 1989 var þegar búið að koma þessu á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband