In memoriam

Ég sá í fréttum að Borgarnes kjötvörur væru komnar í greiðslustöðvun. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las fréttina var lambalærið sem ég keypti frá þeim þegar ég flutti til Íslands.

Á pokanum stóð "Rauðvínslegið lambalæri" en í honum var ekkert rauðvín heldur salt og paprika. Kjötið var svo brimsaltað að það var óætt eftir grillun. Hvaða kokkur sem er hefði getað bent á að maður kaupir ekki forsaltað kjöt nema maður ætli beinlínis að kaupa saltkjöt.

Ég minntist á þetta við kollega mína sem sögðu einum rómi: "Keyptir þú vakúmpakkað kjöt í saltpækli frá Borgarnes kjötvörum? Það gerir maður ekki. Farðu í kjötborðið í Nóatúni eða Melabúðina ef þú vilt grilla". Ég sagði "Fyrirgefiði, ég er nýfluttur til landsins". Ég skrifaði Borgarnes kjötvörum út af þessu en fékk ekkert svar. Ég hef ekki keypt vörur frá þeim síðan. Þetta var mín upplifun af Borgarnes kjötvörum.

Ég var samt hissa á að þetta fyrirtæki hafi farið á hausinn. Ég hélt að kjötvinnslur á Íslandi væru verndaðir einokaravinnustaðir í eigu stórra aðila. Þeir gætu því selt lélegar vörur út í eitt án þess að fara á hausinn.

Nýungar í kjötvinnslu á Íslandi virðast fylgja útlendingum. Ég man eftir frábærri kæfu sem var frá fransk-íslenska eldhúsinu. Hún hvarf. Merkið er til ennþá en kæfan er ekki lengur sú sama og hún var. Svo man ég eftir æðislegum pólskum pylsum. Ég hef ekki séð þær nýlega. Ég ályktaði þvi að nýungar hér væru dauðadæmdar.   Markaðurinn virðist mér vera að versna frekar en hitt.  Um daginn hætti ég að geta steikt Ali Bacon því vatnsinnihaldið í kjötinu er orðið svo hátt (ég skipti yfir í Goða og vona að þeir "vöruþrói ekki").

Mér þykir leitt að tugur manns í Borgarnesi hafi misst vinnuna að óþörfu en á sama tíma finnst mér frábært að markaðurinn skuli virka að einhverju leyti.

Hefði ekki mátt stunda smá vöruþróun? Íslenskt lambakjöt er besta hráefni í heimi. Púnktur. Það þarf ansi mikinn þumbarahátt til að gera lélega vöru úr því. Hvernig þeim datt í hug að taka ekta íslenskt lambalæri og eyðileggja í saltpækli með rauðum lit er mér óskiljanlegt.

Ég er farinn að lesa Bændablaðið reglulega og það er að verða eitt af uppáhaldsblöðunum mínum. Ég er farinn að halda með bændum og vona að þeir hafi það sem allra best. Ef tilgangur blaðsins er að kynna bændastéttina fyrir öðrum vinnandi stéttum þá er það að takast í mínu tilfelli. Ég get sætt mig við ostinn og mjólkina sem fæst í Reykjavík. Gæðin eru mikil þótt varan sé einsleit og full sykruð. En, ef ég gæti breytt einhverju í íslenskri matarmenningu væri það kjötvinnslan á Íslandi. Það að "Spam" skuli heita hér "Skinka" sýnir ótrúlegan fautahátt.

Þið sem eruð að stunda kjötvinnslu: Stundið vöruþróun! Farið til Frakklands og sjáið hvernig kjötborð á að líta út. Ég veit ekki hvernig bransinn er skrúfaður saman. Kannski þurfið þið ekki að standa ykkur, en væri ekki samt meira gaman í vinnunni?

IMG_LvnElsenCharcuterie

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mjög skemmtileg umræða og mun ég kommentere hjá þér Kári þegar ég má vera að því, þetta málefni er mér skylt sem kjötiðnaðarmanni og sölumanni íblöndunarefna í kjötiðnaði.  vonandi næ ég því í dag.

Óskar Þorkelsson, 28.2.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þumalputtareglan fyrir íslenskt bacon er að því ódýrara sem það er, því betra er það. Bónus-bacon var lengst af mjög gott, en nú er það farið að verða bæði þynnra, blautara og dýrara en það var áður.

Kjötborð voru bara ágæt fyrir 30-40 árum síðan. Hver einasta verslun hafði pylsusög, nú er slíkt bara að finna í Ostabúðinni við Skólavörðustíg. SS-verslanirnar á Bræðraborgarstíg og Hafnarstræti, kjötbúðir hér og þar, Silli og Valdi, allir voru með alvöru kjötborð.

Elías Halldór Ágústsson, 28.2.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

-Íslenskt lambakjöt er besta hráefni í heimi -. Mikið til í því og gæti verið betra, t.d. með því að láta skrokka hanga í viku að slátrun lokinni áður en þeim er skellt í frystinn. Það er því miður ekki gert og fyrir vikið sitjum við uppi með „gott“ hráefni. (Gamall SS maður ;).

Ásgeir Kristinn Lárusson, 28.2.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Einar Indriðason

Ein athugasemd til viðbótar.  Mikið vildi ég að kjötiðnaðurinn hætti að setja svona Óhemju MIKIÐ magn af vagni í kjötið.  Ef ég kaupi 200 grömm af kjöti, þá vil ég fá 200 grömm af kjöti.  Ekki 100 gröm af vatni, sem gufar upp, og 100 grömm af kjöti, sem situr eftir eins og lítil einmanna fluga, á stóru pönnunni.

Einar Indriðason, 28.2.2008 kl. 14:02

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hef fengið svona saltlæri frá Akureyri.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jæja.. kominn heim og stund á milli stríða hjá mér.

 

Varðandi Borgarnes Kjötvörur þá var það bara tímaspursmál hvenær þeir yrðu undir í samkeppni við Kjarnafæði, norðlenska (goða) , SS og Ali. Í raun eru bara 4 aðilar á þessum markaði með smásölu í verslanir þótt það finnist lítil góð kjötiðnaðarfyrirtæki með afbragðsvörur en þær selja oft beint í fyrirtæki eða veitingahús en sjást ekki í verslunum landsins því sá markaður er lokaður.

Að kenna kjötvinnslum um lélegar vörur er að hengja bakara fyrir smið. Bónus, besti vinur landsmanna krefst af framleiðendum sífellt lægra og lægra verðs sem endar bara á einn veg, framleiðandinn verður að pumpa upp vöruna með íblöndunarefnum og pækli til þess að lifa af.. bónus selur síðan áfram á hámarksframlegð fyrir sjálfan sig.  Þetta er hringrás þar sem þið sem kvartið krefjist ódýrra matvæla en þurfið að greiða fyrir það því verði að matvælin eru þá pumpuð upp með vatni… Markaðurinn er EKKI tilbúinn til þess að taka við alvöru kjötvörum eins og voru á markaðinum þegar ég lærði í SS hér í den. 

Íslenskt Fransk Eldhús var í eigu Villa og Eric Calmon og komu þeir með nýjungar á markaðinn í kringum 1980, þessi svakalega nýjung var að kalla lifrakæfu paté.. setja í hana kryddjurtir og gefa henni mismunandi nöfn. Þetta varð til þess að SS, Ali og aðrar vinnslur gerðu slíkt hið sama og enn þann dag í dag eru þessar lifrakæfutegundir framleiddar.. íslenskt fransk var eign Borgarnes Kjötvara svo ég veit ekki hvað verður um það merki.. en uppskriftir IFE lentu hingað og þangað í landinu og eru framleiddar undir ýmsum merkjum í dag. Fransk paté er ekkert annað en lifrakæfa með mismunandi kryddjurtum.. en markaðurinn vill ekki alvöru vörur..

Rauðvínskryddaða lærið hefur eflaust verið kryddeað með ódýrum lausnum til þess að spara og græða sem mest og sennilega verið selt í Bónusverslun með kröfu frá verslunareigendunum um lága framlegð til framleiðendanna en hámarksframleg til bónuss.. ekki skrítið að Bkjötvörur fóru á hausinn eða hvað ?

Kjötvinnslur eru ekki verndaðir vinnustaðir, ég hefði haldið að hin fjölmörgu gjaldþrot og uppgjafir í bransanaum hefðu sannað það fyrir þér Kári.

Nú er svo komið að nemar fást ekki lengur í kjötiðnaðinn og spái ég því að pólverjar taki yfir framleiðsluna inna nskamms og restin verður innflutt því fagmenn fást ekki lengur í þetta starf sem er orðið láglaunastarf í iðnaði vegna endalausra krafna almennings og bónuss um lágt vöruverð..

Verði ykkur að góðu.

Óskar Þorkelsson, 28.2.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Kári Harðarson

Takk fyrir rosalega gott innlegg, Óskar!

Kári Harðarson, 28.2.2008 kl. 18:20

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þakka þér fyrir pistilinn, Kári og Óskari fyrir hans innlegg. Óskar er óþreytandi að upplýsa okkur um ýmis atriði varðandi kjörvöru, bæði unna og óunna.

Ég kannast vel við það sem þið Einar segið um vatnsmagnið í kjötvörum. Ætli þeir geri þetta nokkuð í Melabúðinni? Vinna þeir ekki sitt eigið kjöt eða á hvaða stigi er kjötið vatnsbætt?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2008 kl. 19:45

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Kári fyrir greinina og aðrir fyrir athugasemdir, sérstaklega Óskars, sem ég tek heilshugar undir.

Krafa um lægra verð matvæla er ósk um minni gæði (sjá einnig um lífsorku fæðunnar). Framleiðandi er vonlaus í samkeppninni ef hann pumpar ekki vatni í matvælin eins og hægt er og heldur því þar með bindiefnum, söltum, súlfötum, MSG, sódium hitt og þetta og núna með ísprautuðum próteinum. Jafnvel sjómenn eru farnir að dýfa fiskinum eða humrinum í lausnir úti á sjó hér og íshúð er alltaf eins mikil og hver markaður þolir. Ég stóð eiginlega í vatnsútflutningi um tíma fyrir nokkrum árum af því að rækjan í veitingahúsamarkaðinn var 45% íshúðuð! Félagar mínir í Bretlandi mega þyngja brauðin með ákveðnum leir, allt að 10% var mér sagt!

Það er lítið við þessu að gera, nema t.d. að þú þekkir bónda sem slátrar heima án þess að nota efni, eða færð t.d. fisk frá frystitogara sem dýfir ekki í sölt. Maður er hættur að þola mörg þessara efna, ég t.d. bólgna upp í andliti og fæ brjóstverk. Flestir fisksalar selja núna glæran fisk, sem búið er að dýfa í efnin. En almenna reglan er sú, að dýrasta og minnst unna matvaran er best.

Ívar Pálsson, 28.2.2008 kl. 23:39

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vinur minn (og nemandi), eldklár strákur, var einmitt fyrir 2 vikum að gefast upp á þessum markaði. Synd.

Við lúxusdýrin sem kaupum bara dýru vöruna eigum undir högg að sækja. Hún er að verða hætt að finnast...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:48

11 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Síðast þegar ég spældi mér egg og skinku varð skinkan ekki bara að flugu heldur mýflugu. Mér finnst ósanngjarnt að borga stórfé fyrir vatn þegar ég get fengið eitt albesta vatn landsins beint úr krananum.

Sigurður Sveinsson, 29.2.2008 kl. 07:20

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Einar minn, með fluguna á pönnunn, flugan er að líkum 60% Soyja, sem er íblöndunarefni í hakk.

Ég var kaupmaður fyrir vestan, með kjötborð og alles.

Ég hakkaði mitt két sjálfur, bjuggum til kétfars og unnum kjötið eftir gömlum og reyndum uppskriftum. 

Réð til mín kjötiðnaðarmann, gekk þokkalega þar sem ferskmeti var að koma sterkara inn, verslaði mikið við ,,Banana Hf" með ávexti og grænmeti, seldi vel af því þegar fram í sótti, fólk þarf að læra að eta svoleiðis.

Keypti frá Frönsku eldhúsi við góðar undirtektir kúnnana, umbúðirnar voru einnig nýjung.

Besta két í heimi er af stóru kollóttu fé af Vestfja´ðakjálkanum.  Vöðvamikið og fitusprengt.  Lömbin sjá um að krydda sig sjálf, Blóðberg er gott í beð.

Svo kom Bónus og allar vörur hækkuðu óhóflega frá birgjum, sem allir sögðust ekki hækka vöruna fyrirfram til okkar litlu guttana. 

Það var auðvitað haugalygi.

Barðist of lengi, fór í þrot, líkt og svo margir aðrir, í minni stétt í þa´daga.

Nú er ekkert kjötborð þarna lengur og vacumpakkað kjöt ,,frostmerkt" (með löngum stimpli) næfurþunnar sneiðar, saltkét sem ekki hefði verið hægt að selja sem kæfukjöt í minni tíð, er nú nefnt 1. flokkur og það sem var óvalið er nú ,,Úrvalsflokkur"

Allir ánægðir að geta ekki grillað, nema að eiga pakkað kjöt í frystikistunni.

Allir ánægðir að fá vatn í hakki

Allir ánægðir að fá húðað grænmeti.

Verði þeim að góðu, ég reyni að fá af ,,heimaslátruðu" Þó svo að skrokkarnir séu dýrari og í raun rándýrir, ef ferðin vestur er tekin með.

Hvernig í ósköpunum gat það gengið eftir, að allir sem slátruðu heima, geta það ekki lengur og öll sláturhúsin aflögð, -sögð hættuleg og vatnið ónýtt.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Tálknafjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 29.2.2008 kl. 10:36

13 Smámynd: Einar Indriðason

Óskar og Bjarni, takk fyrir pistilana.  Ég er enn ósáttur við "fluguna".  Spurning hvort ég megi misnota bloggið hans Kára til að lýsa eftir betri kjötbúðum?  Melabúðin?  Fleiri?

Einar Indriðason, 29.2.2008 kl. 12:03

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frásögn Bjarna er athyglisverð, en kemur ekki á óvart. Það sem kemur hins vegar á óvart er að Bjarni skuli þrátt fyrir þetta vera íhald ennþá! Skil það ekki.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:21

15 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Líkt og með Nýja Testamenntið, er það EKKI ínnihaldinu að kenna, hvernig það er skýrt og hvaða ,,greinar" ú´t eru teknar til brúks og ofurtrúar á.

ég er afar þjóðlegur og jarðbundinn maður og fékk að njóta uppeldis afar skynsamra hjóna (foreldra minna) með fæturna í þjóðlegri mold / slori.

Íhaldsmennska mín er núorðið aðallega vegna þess, að oftar en ekki , eru kurteisari menn í þeim hóp en hinum.

Uppeldi vestfisrkt, skipar mönnum þó, að horfa í gegnum fingur sér með orðbragð og erum við frekar til með, að segja hvern hlut eins og hann er en ekki uppklæddan í eitthvert ,,égvildibaraaðþettaværisvona" búning.

Það ku vera andstætt f´ölþjóðisma og faglegum hætti og öllum hinum háttunum.

Semsé

Altso held við það sem hald er í læt annað róa,svo sem ofurfrjálshyggju og svoleiðisnokk.

Miðbæjaríhaldið

hefir marga fjöruna sopið í pólitíkk og fl.

Bjarni Kjartansson, 29.2.2008 kl. 14:12

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil taka það fram að íblöndunarefni eru oft af hinu góða og bæta kjötvörur, vandinn er þegar íblöndunarefnin eru notuð til þess eins að fá hærri framlegð pr kg til þess eins að lifa af í samkeppni á þröngum markaði eins og sá íslenski er.

Ég versla aldrei í bónus. sóðalegar, ljótar og lélegar búðir með gersamlega óhæft starfsfólk oftast nær.

Óskar Þorkelsson, 29.2.2008 kl. 17:47

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gallerí kjöt er náttúrlega nothæft og einnig kjötborð í sumum Nóatúnsverslunum, það er þó ekki algilt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:52

18 identicon

Of mikið af svindli og plati í kjötinu, gæti lagast eftir því fleiri sem skoða innihaldslýsinguna og krefjast hreinni vara, veldur vonandi því að þeir sem sleppa þessari vitleysu lyfi og hinir verði að neyðast til að gera það sama eða deyja út. Ólíklegt en draumar geta ræst.

Flestir tilbúnir hamborgarar eru alltaf með minna og minna nautakjöti,

 best að kaupa 100% hakk og mixa þetta sjálfur til að fá gæðaborgara.

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 03:35

19 identicon

Allt saman þörf og góð umræða!

Af hamborgurum og almennilegum kjötborðum: Það er hægt að fá stóra og vatnslitla hamborgara í Kjöthöllinni í Miðbæ (verslunar"miðstöðin" á Háaleisbraut, sama hús og Efnalaugin Björg), stór brauð fylgja með. Á eftir að prófa fleiri vörur þar, hef enn sem komið er bara prufað hamborgara og nautagúllas - en bæði glimmrandi gott!

Hvað er annars málið með verð á kjúklingi - nánar tiltekið kjúklingabringum hér á landi?? Hvernig stendur á því að borga þurfi handlegg og stórutá fyrir eina vatnssprautaða kjúklingabringu!? Kjúklingur (bringur) á að heita "ódýrt" kjöt, en er svo dýrt að maður velur á milli kjúlla og fínustu steikur í sunnudagsmatinn....

Ýrr (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 22:19

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bjössi og Svenni Christensen-synir í Kjöthöllini eru með góðar vörur sem hægt er að mæla með..

Verð á kjúklingabringum er fáranlegt og má rekja skýringana til kjarnfóðrusgjalds sem lagt er á fóður til svína og kjúklingabænda til styrktar fjárbændum sem svo í þakkarskyni framleiða dýrasta kjöt í heimi.. áfram ísland.

Óskar Þorkelsson, 2.3.2008 kl. 10:14

21 identicon

Fara til Frakklands ... finna heimaslátrað f. vestan ... Kjöthöllin ... Melabúðin ... ég nefni Kolaportið þar sem þar er hægt að fá almennilegar kartöfflur, sem ekki kosta "augun úr höfðinni" eins og sagt er í Frans.

Í alvöru, vond vara þrífst í skjóli tímaleysis og fjarlægðar neytandans frá framleiðanda. Reynsla mín af bændamarkaði í Strassborg "í denn" og af verslun í kaupfélagsfrystihúsinu á Fráskrúðsfirði er hliðstæð vegna þess að á báðum stöðum þekkti ég þá sem handléku matinn minn.

Ég spyr: hvers vegna bindumst við, neytendur ekki samtökum um að kaupa grænmeti í áskrift á sumrin, kjöt að hausti og fisk allt árið um kring? Ég þekki t.d. einn góðan fisksala á Stöðvafirði, sem selur prýðilegan fisk, frosinn og þessvegna vakúmpakkaðan.

Svarið er auðvitað það, að það hentar okkur betur, stessuðum vinnufíklunum, að skreppa í magninnkaup þegar okkur hentar, á laugar- og sunnudögum. En eitt af því sem heldur vöruverði uppi er helgaropnunin, ekki satt?

En ef þið eruð með, sem hér ritið, í að finna ærlega bændur, sem selja kjúklinga sem gengu lausir, svín og naut alin eftir kúnstarinnar reglum og slátrað af heiðarlegu sláturhúsi, er hægt að fara að ræða viðskipti!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:50

22 identicon

Magnað að ég hafi ekki rekið augun í þennan pistil fyrr.

Veistu, fyrir nokkrum árum síðan vann ég einmitt við það að blanda og sprauta saltpæklinum í rauðvínslegnu lærin frá BK.

Vissulega er rauðvín í þessu. Sirka nokkrir lítrar í 10 lítra tunnu, en megnið af þessu er vatn, salt og alls kyns krydd sem ég er ekki að fara að nefna hérna. Útkoman var einhver dökkgrágrá-fjólublá blanda af sora sem var síðan sprautað inn í kjötið.

Hljómar vel ekki satt?

En já. Þar sem þú minntist á Íslenskt-franskt eldhús, þá var það einmitt bara undirmerki frá Borgarnes Kjötvörum. Kjötið í Melabúðinni var líka frá BK.

Stefán Vignir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband