Með hverjum á að halda?

Fyrir rúmlega ári mælti einhver ráðherranna með því að almenningur færi að borga upp sín lán og spara því erfiðari tímar væru framundan.  Hann reyndist framsýnn og sannspár.   Við hjónin tókum hann á orðinu á sínum tíma og notuðum peningana sem við höfðum safnað fyrir nýjum jeppa til að klára að borga upp íbúðina okkar.  Fyrir vikið erum við nú skuldlaus.

Peningarnir hafa verið ótrúlega fljótir að safnast til heimilisins síðan, sem staðfestir þann grun margra að það er dýrt að skulda.  Við eigum aftur nóg til að kaupa nýjan bíl og vel það, bara af því  við eyðum ekki peningum í afborganir.

Milljónirnar sem við eigum eru að safna ágætis vöxtum í núverandi árferði enda eru innlánsvextir háir, ekki bara útlánsvextir.

Ég vil ekki að vextir verði lækkaðir.  Ég hef hagað mér af ábyrgð í fjármálum og nú vil ég fá að njóta ávaxtanna.

Þeir sem vilja lækka vexti vita að verðbólgan rýkur upp við það og sparifé verður að engu.  Þeir eru að reyna að stela af mér peningunum.  Eftir því sem trú mín á staðfestu Seðlabankans minnkar og með því trú á verðgildi íslenska gjaldmiðilsins mun ég kaupa fleiri Evrur til að vernda sparifé mitt.

Ég vona að ég þurfi ekki að selja síðustu krónurnar mínar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég dreg stórlega í efa að einhver ráðherra hafi mælt svona skynsamlega, ég veit svei mér ekki hver það ætti að vera. Var þetta ekki bara Ingólfur hjá spara.is ?

Þóra Guðmundsdóttir, 8.3.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er dýrt að skulda. svo ef út af bregður, t.d. vegna atvinnumissis, byrjar snjóboltinn fyrst að rúlla. ég hef kynnst því.

ég skil vel að þú viljir háa vexti, til að ávaxta þinn sparnað. er ekki málið að selja samt eitthvað af krónunum fyrir erlendan gjaldeyri. krónan hefur verið að falla og mun líklega falla eitthvað meira. svo þegar botninum er náð, selurðu gjaldeyrinn aftur, fyrir krónur.

Brjánn Guðjónsson, 8.3.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég man því miður ekki hver sagði það, en það var þó nokkuð í umræðunni þá.  Kannski er meira en rúmt ár síðan.

Kári Harðarson, 9.3.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

heimurinn í hnotskurn...

Baldvin Kristjánsson, 9.3.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alveg sammála þér Kári, hef reyndar bloggað í nokkuð svipaða átt.

En þú ert í slæmum málum.  Nú ert þú orðinn "auðvaldshyski" og "fjármagnsgróðapungur", og því hafa margir stjórnmálamenn frekar áhuga á því að skattleggja "óhóflegan gróða" þinn, en að þeir hafi nokkurn áhuga á því að aðstoða þig við að halda í hann eða ávaxta hann frekar.

Íslenskt stjórnkerfi hefur oftast miðast við þá sem skulda og skussar í atvinnurekstri eru stjórnmálamönnum gjarna ofarlega í huga.  Það eru líka miklu fleiri atkvæði fólgin í þeim hópum, en þeim sem sníða sér stakk eftir vexti, eru sparsamir á fé og leggja fyrir.

Það er erfitt að gera út á slíka "sérvitringa" á atkvæðaveiðum.

G. Tómas Gunnarsson, 9.3.2008 kl. 14:40

6 Smámynd: Kári Harðarson

Við erum beðin um að spara en öll verk stjórnvalda hvetja okkur til að eyða.  Ég spara af því ég  er alinn þannig upp.  Ég er samt hættur að nota debetkort, og nota nú Visa í allt eins og allir íslendingar gera af því það er dýrara að nota debetkortið vegna FIT greiðslna og færslugjalda.  Hvaða skilaboð sendir það út til landsmanna?

Kári Harðarson, 10.3.2008 kl. 14:05

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

fá sér færslugjaldalaust debetkort hjá Netbankanum, ég finn gríðarlegan mun. Passa svo upp á að fara ekki framyfir, þá eru FIT greiðslurnar ekkert vandamál...

Við eigum því miður ekki milljónir sem ætlaðar voru í éppa, en gengur samt þokkalega að skrapa skuldirnar niður. Munar þvílíkt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hah, ég ætlaði að kommenta á - ekki lækka vextina heldur minnka vaxtamuninn. Fór svo að tala um eitthvað allt annað...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:31

9 Smámynd: Kári Harðarson

Ég tek fram að við engum engar svaka upphæðir enda erum við bæði kennarar.  Ég vil bara undirstrika hvað það er dýrt að skulda nokkrum manni.

Kveðja, Bjartur í Sumarhúsum.

Kári Harðarson, 11.3.2008 kl. 09:25

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til lukku að vera skuldlaus! Sjálfur tók Mosi sömu ákvörðun fyrir nokkrum árum ásamt maka. Gott er að forgangsraða öllum útgjöldum og eyða aldrei meir en aflað er. Fyrst afborganir og þ.h. þá matur og sitt hvað fleira sem bráðnauðsynlegt er. Annað það sem umfram er fer í sparnað.

Það er gríðarlega mikill munur á að borga vext og fá vexti borgaða sem við höfum notið góðs af. Mæli með þessu við alla að losa sig úr skuldaviðjunum sem fyrst!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.3.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband