Lárétt eða lóðrétt

Trúarbrögð, þjóðernishyggja, pólitík.  Ef  menn hafa áhuga á þessum málum þá mæli ég með að menn hlusti á ágætt viðtal Ævars Kjartanssonar við Jón Orm Halldórsson í þættinum "Lárétt eða Lóðrétt" um samskipti múslima og vestrænna manna.

Þátturinn verður aftur á dagskrá RÚV kl.23.10 á morgun, mánudag.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta eru frábærir þætti hjá Ævari, ég er búin að hlusta á marga í vetur og taka nokkra upp. Tek heilshugar undir þetta hjá þér. Jón Ormur er viskubrunnur og hefur lag á að útskýra flókin mál á einfaldan, skiljanlegan hátt.

Þegar þessir tveir koma saman er gaman að hlusta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 10:30

2 identicon

Takk fyrir ábendinguna.

Valsól (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Missti af þessu í dag að hluta til. Frábær þáttur og frábærir menn.

Jón Ormur er einn af gáfuðustu mönnum okkar í dag.

Árni Gunnarsson, 9.3.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú getur hlustað hér, Árni... og aðrir sem hafa áhuga.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hlustaði á þennan þátt og er Jón Ormur einstaklega vel máli farinn og kunnugur á þessu sviði.  ráðamenn mættu hlusta meira á hann.

Óskar Þorkelsson, 9.3.2008 kl. 19:05

6 identicon

Ég hef hlustað á þessa þætti í mörg ár enda oft spennandi viðmælendur þó misjafnir séu.  Jón Ormur er auðvitað óvenju klár og umræðuefnið í morgun, um tengsl trúmála og pólitíkur, mjög spennandi.

Ingvar (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:11

7 identicon

Takk fyrir það.

Stórkostlegur þáttur - er eiginlega orðlaus yfir hversu vel Jón Ormur lagði línuna.

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 00:09

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir ábendinguna. Þetta er mjög áhugaverður þáttur og Jón Ormur talaði af miklum kunnugleika.

Vill benda þeim sem ekki þekkja á hlaðvarpið á ruv.is/podcast Þarna eru ýmsir þættir af báðum rásum sem hægt er að nálgast og hlusta á hvenær sem er.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.3.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband