24.10.2006 | 13:27
Hugbúnaðarráðuneytið
Landbúnaður hefur sitt eigið ráðuneyti og ráðherra sem brýtur samkeppnislög til að passa sína menn.
Nú læt ég mig dreyma um sambærilega þjónustu við mína stétt. Ég vil fá
hugbúnaðarráðuneyti og hugbúnaðarráðherra sem kemur í veg fyrir innflutning á
þessum Microsoft og Oracle hugbúnaði sem er að drepa niður íslenskan
hugbúnaðariðnað.
"Þar sem tveir forritarar koma saman, þar er hugbúnaðarfyrirtæki" gæti
hugbúnaðarráðherra sagt á tyllidögum.
Allir íslendingar gæti verið að nota íslenskan ritþór, reikniörk og
viðskiptahugbúnað. Íslenski hugbúnaðarbransinn hefði aldrei þurft að fara í
neina útrás því nægur markaður væri hér heima.
Við værum núna að karpa hvort leyfa ætti innflutning á nýju kyni tölva með
hörðum diskum og mús því núverandi hugbúnaður gæti ekki keyrt á þeim.
Sumir gamlir forritarar hugsa ennþá með nostalgíu um gataspjöld rétt eins og
bændur gera um gamla búskaparhætti. Mín stétt fékk bara ekki að staðna...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni | Breytt 6.6.2007 kl. 11:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.