Um ritstuld

Næst þegar ég fer yfir verkefni nemanda og sé að hann hefur stolið því frá öðrum mun ég kalla þjófinn inn á skrifstofu og hann mun segja að þetta sé alsiða á Íslandi.  Mér mun verða svarafátt eftir uppákomuna í H.Í.

Þegar ég fór í háskóla í Bandaríkjunum voru allir nýnemar sendir á sérstakt námskeið um ritstuld og hvað kæmi fyrir þá sem stunduðu hann við skólann.  Þegar ég kom vissi ég varla hvað orðið þýddi og ég geri ráð fyrir að ekki allir íslendingar hafi hugleitt hversu skaðlegur ritstuldur er.

Ritstuldur heitir "Plagiarism" á ensku: 

Within academia, plagiarism by students, professors, or researchers is considered academic dishonesty or academic fraud and offenders are subject to academic censure. In journalism, plagiarism is considered a breach of journalistic ethics, and reporters caught plagiarizing typically face disciplinary measures ranging from suspension to termination. Some individuals caught plagiarizing in academic or journalistic contexts claim that they plagiarized unintentionally, by failing to include quotations or give the appropriate citation.

 

Hér er meira um ritstuld: 

Cheating in academia has a host of effects on students, on teachers, on individual schools, and on the educational system itself.

Academic dishonesty also creates problems for teachers. In economic terms, cheating causes an underproduction of knowledge, where the professor's job is to produce knowledge.[59] Moreover, a case of cheating often will cause emotional distress to faculty members, many considering it to be a personal slight against them or a violation of their trust. Dealing with academic misconduct is often one of the worst parts of a career in education, one survey claiming that 77% of academics agreed with the statement "dealing with a cheating student is one of the most onerous aspects of the job."[60]

Academic misconduct can also have an effect on a college's reputation, one of the most important assets of any school. An institution plagued by cheating scandals may become less attractive to potential donors and students and especially prospective employers. Alternately, schools with low levels of academic dishonesty can use their reputation to attract students and employers.

Ultimately, academic dishonesty undermines the academic world. It interferes with the basic mission of education, the transfer of knowledge, by allowing students to get by without having to master the knowledge.[61] Furthermore, academic dishonesty creates an atmosphere that is not conducive to the learning process, which affects honest students as well.[62] When honest students see cheaters escape detection, it can discourage student morale, as they see the rewards for their work cheapened. Cheating also undermines academia when students steal ideas. Ideas are a professional author's "capital and identity", and if a person's ideas are stolen it retards the pursuit of knowledge.[63]

 

Þökk sé "copy og paste" er ég búinn að skrifa heila blogg grein á fjórum mínútum, en ég ætla ekki að eigna mér textann.  Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óneitanlega dálítið sérkennilegt að heyra doktor frá einum besta háskóla heims - og prófessor við skóla sem ætlar sér að komast í þann hóp - lýsa því yfir að honum hafi ekki verið kunnugt um þær reglur sem gildi um notkun heimilda. Manni verður eiginlega orða vant.

Eiríkur Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:28

2 identicon

Játning Hannesar á því að hafa framið ritstuld hefur í raun legið fyrir lengi. Í Morgunblaðinu föstudaginn 9. janúar 2004 var á heilli blaðsíðu sagt frá blaðamannafundi sem hann hélt til að koma á framfæri málsvörn sinni gegn ásökunum um ritstuld í fyrsta bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Á fundinum var Hannes m.a., í umræðu um slíka notkun á brotum úr minningabókum Halldórs, “spurður að því hvort þetta væri ekki sérkennilegt gagnvart þeim lesendum hans, sem ekki hefðu lesið minningabækur Halldórs Laxness. Þeir vissu þá ekki annað en að umræddur texti væri eftir Hannes. Hannes játaði því að þessir lesendur myndu telja textann hans smíð.” (Morgunblaðið 9.1.2004, bls. 27).

Útrætt mál.

Siggi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hannes skaut sig svo endanlega í fótinn í viðtalinu í kastljósi í gær..

HÍ hefur sett mikið niður við þetta mál og á að víkja HHG frá störfum nú þegar.

Óskar Þorkelsson, 4.4.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Púkinn

Tjá, maður gæti skilið svona vinnubrögð já menntaskólanema sem gann að "gúggla" eftir upplýsingum og nota síðan copy/paste takkana, en kennari við HÍ???  Það er einfaldlega engin afsökun fyrir þessu.

Púkinn, 4.4.2008 kl. 13:57

5 identicon

Ef kennarinn umræddi, prófessorinn, ber einhverja virðingu fyrir starfi sínu ætti hann að segja af sér hið snarasta.

Jóna Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Það er svona að vera besti vinur aðal í langan tíma, menn halda að þeir séu skotheldir. Og viðbrögð rektors benda til að það sé rétt. HÍ setur ofan og getur gleymt stöðu í 100 bestu eftir þetta.

Ég var að tala við samstarfsmann í morgun sem ætlaði að hætta að kaupa í happdrætti HÍ, sá ekki ástæðu til að styðja þessa stofnun eftir þetta. Hmmm, ætli fleiri fylgi í kjölfarið???

Ingi Geir Hreinsson, 4.4.2008 kl. 14:34

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það merkilega er, að í raun væri Hannes líka betur settur í dag með áminningu. Það hefur svo margt afhjúpast með þessu.

María Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 17:06

8 identicon

Þær eru margar mannvitsbrekkurnir hérna sem tjá sig í löngu máli um ,,ritstuld" Hannesar.

En kjósa að gleyma, eða líta fram hjá, einni einfaldri staðreynd.  Hannes var ekkert dæmdur fyrir ritstuld.....frekar en mannsmorð, innbrot eða nytjastuld.

Ritstuldur felur í sér að einhver gerir hugverk annars manns að sínu.  Hannes er ekki fundinn sekur um það. Hann er fundinn sekur um að nýta sér heimildir án þess að gera grein fyrir þeim með þeim hætti sem áskilið er í höfundarlögum.

Dómurinn felur þessvegna líka í sér að það er ekki einsog Hannes hafi reynt að fela á hvaða heimildum hann byggði eða hvernig hann nýtir þær.  Hann gerir það bara ekki með réttum hætti.  Fyrr mætti líka aldeilis fyrrvera...þetta eru nú einhverjar mest lesnu bækur á Íslandi og enginn (ekki einu sinni Hannesi) myndi detta í hug að komast upp með ritstuld á þeim. 

Nú er ég ekkert að reyna að bera blak af verknaðinum. Mér er ekkert sérstaklega umhugað um Hannes eða heimildaritgerðirnar sem hann hefur haft atvinnu af að gefa út.

Það pirrar mig bara þessi málfutningur þar sem reynt er að koma höggi á mannkertið með því að klína á hann broti sem hann er ekki sekur um af þeirri ástæði einni að því er virðist, að hann er í vinfengi við mann sem málflytjendum er illa við eða þeir séu ósammála  stjórnmaálskoðunum hans.       

Þetta er lítilmannlegt....

Magnús Birgisson 

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 20:47

9 identicon

En það má ekki heldur gleymast að Hannes tekur ekki bara texta frá Halldóri Laxness, heldur líka frá fjöldamörgum öðrum eins og Helga Kress hefur rakið. Í flestar þeirra heimilda vitnar hann á ófullnægjandi hátt og í margar alls ekki neitt. Stjórnmálaskoðanir Hannesar koma þessu máli alls ekkert við. Þetta snýst um reglur og venjur sem allir háskólamenn hljóta að þekkja og virða.

Eiríkur Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 01:04

10 identicon

Kári minn, til þess að ívitnanir þínar verði nægilega heimildafærðar, verðurðu að tiltaka, hvenær þú sóttir þær til að líma í bloggfærsluna. Þú, af öllum ættir að vita hversu mjög Wikipedia er breytingum undirorpin. ;)

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:03

11 identicon

Sæll frændi,  ég kann vel við gæsalappinar þínar, þú verður seint dæmdur fyrir að gleyma þeim.... annars veriði góð við hann Hannes kallinn, hann gefur lífinu lit.

Kveðja,

Ólafur

Ólafur í Hvarfi Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband