9.4.2008 | 15:58
Reykjavíkurborg
Hér eru skálkar og skækjur
er skjögra um götur og torg.
Hér eru dólgar og dækjur
með dýrslega hegðan og org.
Mörg eru svínin er sitja
að sumbli hér í vorri borg.
Þeirra æ vandræðin vitja
er valda oss trega og sorg.
Hér eru búðarmenn barðir
menn bíta hvern annan og slá.
Rustarnir vandræðum varðir
svo venja sig glæpalíf á.
Hér úir og grúir af götum
á gangséttar bílum lagt er.
Svæðunum grænu við glötum
og gröndum því fegursta hér
Rusl fyllir götur og garða
en glerbrot og veggjakrot smá
hér menjar og minnisvarða
mannvirkin lítil og há.
Borgartún bankarnir fylla
og byggingarlistin þar dvín.
Víða mun spákaupmanns- spilla
speglahöll fagurri sýn.
Miðbæjarhreysin og hrófin
svo hrörleg mjög eru að sjá.
Og þykk liggur skíta-skófin
í skotum og strætunum á.
Kringlur menn keppast að reisa
og kaupa sig leiðanum frá.
Af Nesinu nýríkar þeysa
Nadíur Porsche-jeppa á.
Spillingin röftum hér ríður
í Ráðhúsi Tjarnar við hlið.
Mönnum þar sárast það svíður
að sitja ei kjötkatla við.
er skjögra um götur og torg.
Hér eru dólgar og dækjur
með dýrslega hegðan og org.
Mörg eru svínin er sitja
að sumbli hér í vorri borg.
Þeirra æ vandræðin vitja
er valda oss trega og sorg.
Hér eru búðarmenn barðir
menn bíta hvern annan og slá.
Rustarnir vandræðum varðir
svo venja sig glæpalíf á.
Hér úir og grúir af götum
á gangséttar bílum lagt er.
Svæðunum grænu við glötum
og gröndum því fegursta hér
Rusl fyllir götur og garða
en glerbrot og veggjakrot smá
hér menjar og minnisvarða
mannvirkin lítil og há.
Borgartún bankarnir fylla
og byggingarlistin þar dvín.
Víða mun spákaupmanns- spilla
speglahöll fagurri sýn.
Miðbæjarhreysin og hrófin
svo hrörleg mjög eru að sjá.
Og þykk liggur skíta-skófin
í skotum og strætunum á.
Kringlur menn keppast að reisa
og kaupa sig leiðanum frá.
Af Nesinu nýríkar þeysa
Nadíur Porsche-jeppa á.
Spillingin röftum hér ríður
í Ráðhúsi Tjarnar við hlið.
Mönnum þar sárast það svíður
að sitja ei kjötkatla við.
-- Höfundur: Vandráður Torráðsson
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Athugasemdir
Þetta "heimsósómakvæði" er býsna magnað. M'er sýnist ekki þörf á að einhverskonar "Þjóðarsátt" - og þjóðnýting fari fram á þessum miðavæðum sem eru komin í niðurníðslu og ekki síður að sköpuð verði þjóðarsátt um að taka á ruddamennsku og ofbeldi - - með næturyfirgangi og taumleysi - sem gengur á "slömm-tímabeltinu" á milli kl 24:00 og 07:00 þegar flestir ættu að sofa . . . líkt og tíðkast í siðmenntuðum bæjum og borgarhverfum annarra landa. Næturklúbbar og glæpaumhverfið fungerar auðvitað á þessum sama tíma og "'islendingurinn skemmtir sér"
Benedikt Sigurðarson, 10.4.2008 kl. 08:21
Snilld!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:57
Svo satt!
(vantaði aðeins meira hnútukast í stjórnmálamenn, en það er kannski bara ég)
Einar Indriðason, 10.4.2008 kl. 08:59
Flott. Ætla að flétta upp sum orðin ;-)
Morten Lange, 11.4.2008 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.