15.4.2008 | 10:57
Detroit
Ég var keyrður niður á hjólinu í morgun. Ég kom eftir aðalbraut en hjólastígurinn meðfram verður að gangbraut yfir hliðargötu og þar beið risapickup sem hafði lagt ofan á gangbrautinni og beið eftir að komast út í bílaumferðina. Þegar ég hjólaði fyrir hann ákvað hann að renna sér af stað inn á bílagötuna, yfir mig og hjólið. Pannan undir bílnum er nú merkt málningu eftir hjólið.
Fyrir náð og miskunn stoppaði ökumaðurinn snögglega og ég og hjólið sluppum með skrámur. Meðfylgjandi myndir eru ekki af slysstað en þær sýna svipaðar aðstæður.
Þessi umferðarmannvirki eru ekki í lagi og þau verða það ekki fyrr en fólk sem vinnur við gerð þeirra veit eitthvað um hjólreiðar.
Flokkur: Hjólreiðar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Skelfilegt að heyra frá óförunum þínum og mikið gott að þú slappst án meiðsla.
Ég er fyrir löngu búin að segja það að allir sem koma nálegt skipulag og vegagerð ættu að fara í skyldunámskeið. Þetta námskeið væri mjög einfalt: Fara leiðar sínar hjólandi og gangandi í nokkra daga.
Úrsúla Jünemann, 15.4.2008 kl. 11:46
Gott að þú slappst frá þessu með skrekkinn.
Þegar ég fékk ökuréttindi fyrir um það bil 28 árum síðan var ekkert kennt um reiðhjól í umferðinni. Veist þú hvort þetta hefur eitthvað breyst? Hér í Noregi er hjólreiðamaður álitinn vera "ökumaður bíls" svo lengi sem hann situr á hjólinu og hefur þar af leiðandi sömu réttindi og skildur. Er þessu eins farið á Íslandi?
Jóhann Ólafsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:54
Ég kannast við svona aðstæður og reyni því alltaf að vera vel á varðbergi.
Best að hjóla alltaf eins og maður sé ósýnilegur.
Þú varst heppinn að stórslasast ekki.
Ormurinn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:24
"Þessi umferðarmannvirki eru ekki í lagi og þau verða það ekki fyrr en fólk sem vinnur við gerð þeirra veit eitthvað um hjólreiðar."
Ég var að fara á fund í gær niðri í Borgartúni, þegar ég sé mann á reiðhjóli í miðri umferðinni merktan Vegagerðin í bak og fyrir. Þegar ég var kominn á fundinn, þá reyndist umræddur hjólreiðamaður einnig vera fundarmaður og sagði okkur hinum sem vorum öll á bílum, að hjól væri eini skynsami ferðamátinn í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn er verkfræðingur hjá Vegagerðinni.
Kannski stendur þetta eitthvað til bóta.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:14
Gott að betur fór en getað hefði. Sennilega er vitundin um hjólafólk á götunum ekki mikið og ég tek undir með Jóhanni, að aldrei var minnst á reiðhjól er ég lærði undir bílpróf en það er enn legra síðan, 39 ár!
Auðvitað verða hjólamenn að vera á varðbergi en bílstjórar ekki síður. Sennilega er þörf fyrir fræðslu (öðru nafni áróður) sem gæti orðið til að auka tillitssemina. Svo er hjólamenning líka ekki mikil á Íslandi, á mínum unglingsárum voru það bara börn sem áttu reiðhjól og stöku karl.
Ég hef búið í Frakklandi í þrjú ár og hefur tillitssemi ökumanna til hjólandi fólks komið mér einstaklega á óvart. Hjóla hér um sveitirnar um 1000 kílómetra á mánuði og stundum fæ ég það á tilfinninguna að maður sé eins og kýr á Indlandi, slík er tillitssemin. Hún er eiginlega með ólíkindum. Enda hjólreiðar ríkur þáttur í franskri lífsmenningu, svo sem margir þekkja.
Vonandi lagast þetta heima . . .
Ágúst Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 16:16
Hvers vegna heitir færslan - Detroit ?
Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:42
Gott að þú slappst, Kári. Hjólamenn verða að hafa sjötta skilningarvitið í lagi, alveg eins og ökumenn á hraðbrautum erlendis.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:47
Heppinn að sleppa svona vel.
steinimagg, 15.4.2008 kl. 19:46
Það er gott að þú sért heill eftir þetta.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:40
Finnbogi,
Af því Detroit er álíka hulin malbiki miðað við flatarmál og með álíka marga bíla á hvern íbúa eins og Reykjavík - hún er annáluð bílaborg og ameríkanar vilja ekki búa þar.
Kári Harðarson, 15.4.2008 kl. 20:44
Sæll - mig langar að taka undir með Ágúst sem skrifar um hjólreiðar í Frakklandi, nema að ég hef aðallega þessa reynslu frá Ítalíu, þar líður mér einsog ég sé á stórri rútu þegar ég hjóla á umferðargötum, hef mitt pláss eins og hinir. Á Ítalíu eru ekki svo margir hjólastígar enda er bara gert ráð fyrir að fólk geti hjólaða á götum. Hér þarf held ég hugarfarsbreytingu - gagnvart hjólreiðafólki og svo væri líka gott að fá fleiri stíga - í einni borg á Ítalíu (Ravenna eða Ferrara man ekki hvor) hjóla allir, fátækir og ríkir, ungir og gamlir, þar hefur skapast mikil hjólamenning enda er hjólreiðamönnum gert mjög auðvelt fyrir. Eitt væri til dæmis að fjölga hjólagrindum - ekki dýr framkvæmd en óþægilegt þegar þær vantar. kv. Kristín hjólanörd
Kristín Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 10:55
Ég tek eftir þessu í hvert skipti sem ég fer úr landi. Í útlöndum er stoppað þegar maður leggur af stað yfir gangbraut enda eru viðurlög geysilega hörð. Íslendingar sýna gangandi og hjólandi enga virðingu af því þeir þurfa þess ekki.
Maðurinn sem keyrði á mig hefði verið í meiriháttar slæmum málum í flestum löndum en löggan hér veitti honum enga áminningu eða sekt. Það vita jú allir að það er brjálæði að vera á hjóli svo þetta var eiginlega mér að kenna ?
Í morgun sá ég þrjátíu manna ferðamannahóp á leið yfir umferðargötu. Hann var slitinn í sundur af bílum meðan gula ljósið blikkaði ennþá og sá helmingur hópsins sem komst yfir götuna þurfti að bíða eftir hinum helmingnum þó nokkkuð lengi á meðan bílafljótið vall áfram. Þetta hefði hvergi gerst nema hér.
Kári Harðarson, 16.4.2008 kl. 11:02
London er alræmd sem slæm borg fyrir hjólreiðafólk. Ég hef unnið þar sem hjólreiðasendill og get því sagt að Reykjavík er mikið verri, ekki bara vegna lélegrar gatnahönnunar heldur líka vegna ótrúlegs fautaháttar og klaufaskapar reykvískra ökumanna. Ég leyfi mér að fullyrða að um 9 af hverjum 10 ökumönnum í Reykjavík gætu ekki haldið út í meira en hálftíma á götum Lundúnaborgar, þeir yrðu teknir úr umferð á skemmri tíma en það.
Elías Halldór Ágústsson, 16.4.2008 kl. 22:36
Gott að heyra að ekki fór verr, Kári. Ég var furðu lostinn þegar ég frétti að bílstjóri hafði keyrt á þig. Áhugavert væri að heyra meira um aðkomu og viðhorf lögreglu og tryggingafélaga. En skrámurnar eru kannski það litlar að tryggingafélagið ekki kemur inn í myndinni ? Sár á sálinni og það að mörgum í þínum sporum hefðu gerst afhuga heilbrigðum samgöngum, telja sjálfsagt ekki með...
Ekki vænti ég þess að bílstjórinn mun kæra þig fyrir að rispa bílnum hjá sér ?
Annað eins hefur gerst, eins og manni skilst af fréttum gærdagsins frá dómstólum....
Nú er spurning hvernig áhrif þetta hafi, hvaða lexíu maður dregur af þessu. Aðalmálið er að sjálfsögðu eins og þú segir að það þurfi vitundavakningu meðal bílstjóra. Umferðarstofa hefði fyrir löngu átt að fara í herferð til að gera ökumönnum meðvitaðri um okkur. Og fræðsla um hjólreiðamenn sem hluti af umferðinni þurfi að stórefla í ökunámi. En erlendis er vaxandi hópur manna er hafa velt fyrir sér hjólreiðar og umferð, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að mjög oft eru vanir hjólreiðamenn öruggari á götunum en á stígunum.
Um þetta var fjallað í fyrirlestrum Johns Franklin, sem Landssamtök hjólreiðamanna fékk til landsins í Samgönguviku 2007 með styrk úr Pokasjóði.
Páll Guðjónsson hefur þýtt fyrirlestrana og birtast þær í nýjustu tölublaði Hjólhestins, sem er blað Íslenska Fjallahjólaklúbbsins, en efnið er einnig til á vefnum hjá ÍFHK (fjallahjolaklubbur.is).
Samgönguhjólreiðar (John Franklin, þýð. Páll Guðjónsson )
Þarna eru líka fleiri greinar, meðal annars um verkefni LHM og ÍFHK, Hjólafærni sem snýr að því að setja á fót þjálfun í að hjóla af öryggi um göturnar (sérstaklega þá með rólegri umferð )Þetta til fræðslu fyrir lesendur almennt séð, en ekki beint til þín, Kári :-)
Morten Lange, 22.4.2008 kl. 11:01
Viðhorf lögreglu var: Ég slasaðist ekki, var bara smá aumur. Hjólið rispaðist og fór í götuna en það þurfti ekki að fara í viðgerð. Þess vegna væri best að taka skýrslu en leggja hana ekki inn í gagnagrunn.
Úr þessu atviki verður engin "statistik" og engar afleiðingar dregnar, enginn lærdómur.
Kári Harðarson, 22.4.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.