Rocket Science

Áður en tölvufræðingar fengu nördastimpilinn afhentan var hann í eigu þeirra sem smíðuðu rakettur. Á ensku er sagt "It's not exactly Rocket Science" ef venjulegt fólk á að geta skilið viðfangesefnið.

Frægasti rakettu vísindamaðurinn var án efa Werner Von Braun sem kenndi milljónum manna að telja niður á ensku.

von braun nasa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir myndu líka benda á Goddard:

goddardrocket_orig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Háskólinn í Reykjavík var að skjóta upp eldflaug. Við höfum eignast okkar eigin Werner Von Braun sem er Dr. Ágúst Valfells.

agust

 

 

 

 

 

 

Til að koma flaug á loft þarf samstarf milli faga.  Eldsneytið kallar á efnafræði, flaugin sjálf er völundarsmíði, flug hennar kallar á flugfræði og hönnun á rakettumótór fer inn á eitthvað sem heitir "fluid dynamics".  Rakettunámskeiðið reyndi því á sitt lítið af hverju, ekki bara grufl innan eins fags.

Eldflaug Háskólans fór ekki nema í 1.350 metra hæð sem er rétt upp fyrir toppinn á Esjunni. Það er langt frá því að snerta geiminn sem byrjar þar sem lofthjúpurinn endar í 100 km hæð. Samt er það meiri hæð en flugeldarnir á gamlárskvöld komast í, sem er yfirleitt undir hundrað metrum.

Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verkefni í húsinu -- og öðru hvoru hefur fundist undarleg lykt þegar hin og þessi efnablanda var prófuð.

Ég er svoldið stoltur af skólanum mínum þessa dagana.  Flottar hjólageymslur undir nýja húsinu, spennandi námskeið.  Þetta heldur áfram að vera með skemmtilegri vinnustöðum sem ég hef unnið á.

Nú er spurning hvort nýfengin rakettuþekking í skólanum getur nýst við eitthvað. Hvernig væri að hanna flugelda fyrir næsta gamlárskvöld sem fara hærra, eru stærri og nota reyklaust púður? Ég sé varla hvernig hægt er að toppa fyrri gamlárskvöld nema með einhverju slíku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég var þarna í gær... gaman að sjá þetta.

Jón Ragnarsson, 6.5.2008 kl. 15:33

2 identicon

Ég var þarna líka... fékk einmitt far með Jóni

Tók nokkrar myndir sem má finna hér:
http://datalab.ru.is/~stefan/rocket_launch

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Var ekki fyrsta flugið stutt þegar menn byrjuðu að fljúga flugvélum?

Næst er það að ná hærra.

Flott hjá þeim.

MBK

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.5.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Oh, ég var svo ósáttur við Kastljósið í gær þegar myndatökumaðurinn reyndi ekki einu sinni að fylgja eldflauginni eftir þegar hún fór á loft! 

Minnti mig á gamla daga þegar ég var um 15 - 16 ára og við félagarnir á Króknum vorum í púðurgerð og rakettusmíði. Þetta er auðvitað svolítið meira advanced!

Róbert Badí Baldursson, 7.5.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband