7.11.2006 | 16:30
Einþáttungur um erlenda verkamenn
Hér er smá leikrit sem ég er að hugsa um að fá styrk til að klára :
Leikendur: Verkamenn og landsfeður.
V: "Kæru landsfeður, fólkið úr næsta landi er komið að vinna, það tekur störfin
okkar fyrir minni laun".
L: "Getið þið sannað þetta?"
V: "Við getum ekkert sannað, það er launaleynd".
L: "Af hverju er hún?"
V: "Atvinnurekendur sögðu að þá væri hægt semja við hvern og einn, við sáum
ekkert að því þá."
L: "Soldið seint um rassinn gripið? Segjum að þetta sé rétt. Af hverju sættir
aðkomufólkið sig við lægri laun?"
V: "Það telur sig geta lifað vel af þeim heima hjá sér af því þar kosta
hlutirnir fimm sinnum minna en hér".
L: "Af hverju er það?"
V: "Þar eru miklu minni tollar og vörugjöld. Nautakjöt kostar 700 kr. þar en
3200 kr hér. Brauð kostar 6 evrur kílóið þar en 16 evrur hér."
L: "Af hverju gerðum við tollana og vörugjöldin á sínum tíma?"
V: "Til að vernda íslenskan landbúnað og annan iðnað frá erlendum vörum sem
atvinnurekendur sögðu að skertu samkeppnisstöðu þeirra."
L: "Þessa sömu og vildu launaleyndina?"
V: "Já, þá sömu."
L: "Kannski við ættum að banna útlendingunum að senda peningana úr landi, þeir
verða að eyða þeim hér."
V: "Nei, það er frjáls flutningur á fjármagni."
L: "Æi rétt, af hverju vorum við nú að leyfa það?"
V: Af því atvinnurekendur og bankamenn sögðust þurfa frjálst flæði fjármagns."
L: "Við ættum kannski ekki að hleypa erlendum verkamönnum inn í landið nema
hleypa ódýrum vörum inn líka ótolluðum. Þá hafa allir efni á að lifa af þessum
launum."
V: "Takk kæru landsfeður, þið eruð réttsýnir og víðsýnir. Þannig gengur dæmið
upp!"
L: "En -- ef við hættum að skattleggja innflutning, hvar eigum við þá að fá
peninga til að reka ríkið?"
V: Getið þið ekki hækkað fjármagnstekjuskattinn svo atvinnurekendur borgi meiri
skatta?"
L: "Nei, þá fara þeir strax úr landi. Þeim er nefnilega sama hvar þeir búa,
þeir eiga ekki börn í skólum og vini sem þeir myndu sakna, segja þeir".
V: "Við erum nú ekki alveg viss um að við trúum þessu. Segjum samt að það sé
rétt. Þið gætuð þá lækkað kostnaðinn við að reka ríkið. Sætt ykkur við lægri
laun og fengið erlenda menn til að vinna störf ríkisstarfsmanna og menntamanna".
L: "Það gengur aldrei. Útlendingarnir geta ekki talað íslensku og geta því ekki
kennt og setið í nefndum og ráðum. Við landsfeðurnir skuldum mjög stór hús í
Skerjafirði svo ekki getum við lækkað í launum"
V: "Ef þið viljið ekki lækka skatta og gjöld og ekki leyfa innflutning á ódýrum
matvörum, er þá ekki betra að útlendingarnir fari þá aftur?
L: "Hættið þessu fasistatali. Við fáum klígju að hlusta á þetta."
V: "Mér heyrist þið landsfeður halda ansi mikið með atvinnurekendum."
L: "Hverjir heldurðu að borgi í kosningasjóðina. Ekki voruð það þið."
V: "Hverjir voru það þá?"
L: "Við getum ekki sagt ykkur það. Það er nefnilega leynd yfir því."
... framhald í vor ...
Leikendur: Verkamenn og landsfeður.
V: "Kæru landsfeður, fólkið úr næsta landi er komið að vinna, það tekur störfin
okkar fyrir minni laun".
L: "Getið þið sannað þetta?"
V: "Við getum ekkert sannað, það er launaleynd".
L: "Af hverju er hún?"
V: "Atvinnurekendur sögðu að þá væri hægt semja við hvern og einn, við sáum
ekkert að því þá."
L: "Soldið seint um rassinn gripið? Segjum að þetta sé rétt. Af hverju sættir
aðkomufólkið sig við lægri laun?"
V: "Það telur sig geta lifað vel af þeim heima hjá sér af því þar kosta
hlutirnir fimm sinnum minna en hér".
L: "Af hverju er það?"
V: "Þar eru miklu minni tollar og vörugjöld. Nautakjöt kostar 700 kr. þar en
3200 kr hér. Brauð kostar 6 evrur kílóið þar en 16 evrur hér."
L: "Af hverju gerðum við tollana og vörugjöldin á sínum tíma?"
V: "Til að vernda íslenskan landbúnað og annan iðnað frá erlendum vörum sem
atvinnurekendur sögðu að skertu samkeppnisstöðu þeirra."
L: "Þessa sömu og vildu launaleyndina?"
V: "Já, þá sömu."
L: "Kannski við ættum að banna útlendingunum að senda peningana úr landi, þeir
verða að eyða þeim hér."
V: "Nei, það er frjáls flutningur á fjármagni."
L: "Æi rétt, af hverju vorum við nú að leyfa það?"
V: Af því atvinnurekendur og bankamenn sögðust þurfa frjálst flæði fjármagns."
L: "Við ættum kannski ekki að hleypa erlendum verkamönnum inn í landið nema
hleypa ódýrum vörum inn líka ótolluðum. Þá hafa allir efni á að lifa af þessum
launum."
V: "Takk kæru landsfeður, þið eruð réttsýnir og víðsýnir. Þannig gengur dæmið
upp!"
L: "En -- ef við hættum að skattleggja innflutning, hvar eigum við þá að fá
peninga til að reka ríkið?"
V: Getið þið ekki hækkað fjármagnstekjuskattinn svo atvinnurekendur borgi meiri
skatta?"
L: "Nei, þá fara þeir strax úr landi. Þeim er nefnilega sama hvar þeir búa,
þeir eiga ekki börn í skólum og vini sem þeir myndu sakna, segja þeir".
V: "Við erum nú ekki alveg viss um að við trúum þessu. Segjum samt að það sé
rétt. Þið gætuð þá lækkað kostnaðinn við að reka ríkið. Sætt ykkur við lægri
laun og fengið erlenda menn til að vinna störf ríkisstarfsmanna og menntamanna".
L: "Það gengur aldrei. Útlendingarnir geta ekki talað íslensku og geta því ekki
kennt og setið í nefndum og ráðum. Við landsfeðurnir skuldum mjög stór hús í
Skerjafirði svo ekki getum við lækkað í launum"
V: "Ef þið viljið ekki lækka skatta og gjöld og ekki leyfa innflutning á ódýrum
matvörum, er þá ekki betra að útlendingarnir fari þá aftur?
L: "Hættið þessu fasistatali. Við fáum klígju að hlusta á þetta."
V: "Mér heyrist þið landsfeður halda ansi mikið með atvinnurekendum."
L: "Hverjir heldurðu að borgi í kosningasjóðina. Ekki voruð það þið."
V: "Hverjir voru það þá?"
L: "Við getum ekki sagt ykkur það. Það er nefnilega leynd yfir því."
... framhald í vor ...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Neytendamál | Breytt 6.6.2007 kl. 11:17 | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.11.2006 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.