11.5.2008 | 00:40
Á legsteini: Hann var í rétti
Ég var næstum keyrður niður í gær, þegar ég fór yfir Grensásveg eftir gangbrautinni meðfram Miklubraut.
Bíll hafði lagt af stað út á gatnamótin yfir Miklubraut en komst ekki yfir áður en rauða ljósið kom og þegar umferðin fór að streyma eftir Miklubraut var hann fyrir. Hann tók á það ráð að bakka á fullri ferð til baka, yfir gangbrautina þar sem ég var að hjóla yfir. Það munaði sentimetrum að hann hefði plægt mig niður. Hann stöðvaði, ég stöðvaði og við horfðum hvor á annan. Ég nennti ekki að ræða við hann, það var ekkert að segja.
Örugglega ágætis kall, bara enn einn stjórnleysinginn. Af hverju leyfði hann sér að leggja af stað yfir gatnamót sem hann gat ekki klárað að fara yfir? Af hverju bakkaði hann yfir gangbraut án þess að líta við? Hefur hann enginn prinsipp?
Sem ég skrifa þetta heyri ég vælið í dekkjunum þar sem einhverjir stjórnleysingjar æfa sig í ofsaakstri á Hringbrautinni við JL húsið...
Keyrð niður á merktri gangbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Hjólreiðar | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Athugasemdir
ég skil þig vel og þetta vandamál er ekki einskorðað við hjólreiðamenn. það er lenska að fólk æði yfir stöðvunarlínu án þess að vita hvort það komist yfir gatnamót. menn ættu ekki að fara yfir stöðvunarlínu, miðað við að ljósið sé grænt, nema í fyrsta lagi að ljóst sé að farartækið allt komist yfir hana. það er allavega mín þumalputtaregla.
Brjánn Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 04:27
Hvernig stendur á að þú varst að hjóla yfir gangbraut?
Ólafur Þórðarson, 11.5.2008 kl. 13:34
Of mikið stress og of lítill svefn eru örugglega meðal ástæðna fyrir svona brjálæðishegðun. Að hjóla eða vera gangandi í Reykjavik má helst líkja við rússneska rúllettu.
Getur þú annars gefið mér ráð við hjólakaup? Hjólið þarf að vera létt, með gírum, góðum hnakki og með dekk sem eru ætluð fyrir malbik. Ég er á besta aldri með stoðkerfi sem hefur séð betri tíma.
Ég veit ekki i hvaða búð er best að leita.
Heidi Strand, 11.5.2008 kl. 16:49
Þetta er nú kanski líka að hluta til bílunum sem keyrðu eftir mikklubrautinni að kenna. þeir áttu að bíða meða þessi bíll kom sér út af gatnamótunum. Og nátturlega alveg fáránlegt nátturlega hjá þessum bíl að bakka yfir gangbraut sem var með grænt ljós, hann átti bara að vera þar sem hann var eða halda áfram.
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 18:57
Til hamingju með að vera á lífi. Gættu þín meðan þú getur. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 11.5.2008 kl. 22:10
Ólafur,
Ef ég asnast til að nota "hjólastíga" borgarinnar þá fylgi ég þeim yfir gangbrautir hér og þar. Sumir myndu segja að ég ætti að láta þá eiga sig og hjóla í vegkantinum með bílunum öllum stundum.
Kári Harðarson, 11.5.2008 kl. 22:21
Heidi,
Sum kvenstell eru með rörin of neðarlega og verða því "mjúk". Hjólið á myndinni að neðan fetar meðalveginn. Það er líka með innvortis gíra svo það er hægt að hafa keðjukassa. Svo er það úr áli svo það er léttara en gamaldags hjól voru.
http://www.kildemoes.dk/cykler/275/275
Ég mæli ekki með fjallahjólum við venjulegt fólk, þau eru eins og jeppar í borginni.
Kári Harðarson, 12.5.2008 kl. 11:27
Heidi : Það er rússneskur rúlletta að hjóla ekki. Hjólreiðamenn lífa lengur en þeir sem hjóla ekki. Þetta kemur fram í rannsóknum frá Danmörku, Bretlandi og Kína.
Eitt um rússneska rúllettan : Ef umferðin er rússneskur rúlletta, þá er bílinn vopnið, og hann drepur bæði farþega bíla og aðra.
En sjúkdómar sem tengjast hreyfingarleysi er einhverskonar vopn í rússneskri rúllettu sem drepur mun fleiri ár hvert.
Danska rannsóknin er þekktust og henni stýrði Lars Bo Andersen, sem var aðalhöfundur vísindagreinar frá árinu 2000, sem mikið er vitnað í. Greinin sýndi að þeir fullorðnir (20-60 ára minnir mig) sem hjóluðu til samgangna hefðu 30% lægri dánarlíkur á 14 ára rannsóknartímabilinu en þeir sem hjóla ekki til samgangna. þá er var búið að leiðrétta fyrir önnur líkamsrækt, kyn, aldur, reykingar og sitthvað fleira. Umferðarslys voru að sjálfsögðu talin með , en hjartasjúkdómar, krabbamein og fleira sem hjólreiðar vinna á, vega miklu þyngra. Þar að auki er alls ekki hættulaust að aka bíl.
Hjólreiðamenn og sérstaklega ungir karlar, lenda vissulega "oft" í minniháttar óhöppum, en varðandi alvarleg meiðsl eða dauðsföll, skera hjólreiðamenn sér ekki úr. Meðal yngri fólks á bílprófsaldri er sumt sem bendir til þess að öruggari sé að hjóla en að aka bíl, reiknað á fjöldi ferða eða tími á hjólinu. Enda er hraðinn lægri.
En ef við víkkum sjóndeildarhringnum, og horfum til lýðheilsu almennt, en ekki þröngt bara á fórnarlamba-áhættu einstaklinga í núverandi fyrirkomulagi, þá koma hjólreiðar enn betur út. Hjólreiðar verða þá mun raunhæfari sem lausn. Það ætti að styðja við hjólreiðar í stað þess að styðja við aukningu bílaumferðar, sem stofnanir og fyrirtæki gera í dag.
Ef við einblínum um of á umferðaröryggi, og jafnvel frá þröngu og hefðbundnu sjónarhorni, í stað þess að horfa til heildarinnar, þá munum við stefna í rangri átt, hvað varðar líf og heilsu. Og umhverfisáhrif og fleiri bætist við ofaná.
Þó að umferðaröryggi sé mikilvægt þá skulum við vara okkur á því að láta hefðbundin og þröng hugsun um umferðaröryggi hertaka hug okkar. Við svoleiðis varnaðarorð má finna stuðning hér og þar og fer þetta hægt vaxandi. Dæmi má taka frá skýrslu European Conference of Ministers of Transport, að hluta í verkefni WHO (THE PEP), gagnrýni á bílamiðuð þröngsýni "Make Roads Safe" (Prof. Ian Roberts) og frá erindum Evrópusamtaka hjólreiðamanna (ECF).
Það hættulegasti með umferðina gagnvart hjólandi og gangandi er, (samkvæmt stækkandi hóps), ekki nauðsýnlega hversu margir hún limlestir og drepur beint, heldur, hvernig orðræði um hversu hættulegt það sé fyrir aðra en þeim sem eru á bíl, dragi úr aðgengi til heilbrigðra samgangna.
Aðgengið hjólandi og gangandi minnkar með öflugum girðingum eða límgerði í huga okkar, en svo verða líka reistir girðingar við götunum, og í kjölfarið er hraðinn jafnvel hækkuð (dæmi : Miklabraut, Reykjanesbraut). En hreyfingarleysið er stærri ógn en umferðaróhöppin. Og umhverfisáhrif plús neikvæð áhrif á skipulagi ofl bætist svo við.
Með lækkuð hraða og umferðaröryggisaðgerðir sem tekur á geranda í stað þess að hefta för þolenda, má bæta hefðbundið umferðaröryggi og minnka önnur neikvæð áhrif ofvaxins bílaumferðar um leið.
Morten Lange, 12.5.2008 kl. 14:03
Þakka þér fyrir, Kári.
Morten, ég hugsaði um bílaumferðina þegar ég talaði um rússneska rúllettu.
Hjólreiðamenn eru í hættu í borginni. Bílstjórar sjá oft ekki hjólandi eða gangandi fólk.
Heidi Strand, 12.5.2008 kl. 22:49
Mér finnst oft betra að hjóla á götunni. Ef að leiðin sem ég fer er styttri og þægilegri á göngu/hjólastíg tek ég þá leið, en að öllu jöfnu vel ég götuna því hún er sléttari og maður nær meiri og jafnari hraða. Göngustígar og gangbrautir eru þaktar holum og möl þar sem maður getur dottið og maður þarf alltaf að hægja á sér þegar maður fer yfir götu.
Ég er ekki að tala um að hjóla á Miklubraut eða í Ártúnsbrekkunni en alls staðar þar sem ein akrein er í hvora átt líður mér best að hjóla. Varðandi bílana, þá keyrir enginn á þig vegna þess að þeim langar til þess, heldur er keyrt á mann vegna þess að bílstjórinn sér mann ekki. Þess vegna fynnst mér öruggara að hjóla á götunni þar sem bílstjórinn kemst ekki hjá því að sjá mann heldur enn á gangstéttinni þar sem meiri hætta er á að einhver skjótist inn í hliðina á þér eða í veg fyrir þig þegar þú ferð yfir götu. Mín reynsla er líka sú að langflestir bílstjórar eru afar skilningsríkir og tillitssamir þegar þeir á annað borð sjá þig og taka góðan sveig franhjá mér þegar þeir fara fram úr.
Takk fyrir gott blogg.
Valtyr (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:17
Sammála Valtýr, það er yfirleitt best að hjóla á götunni. Og heimurinn batnandi fer: mér finnst að tillitsemi bílstjóra fer vaxandi og við hjólreiðamenn erum þátttakendur í umferðinni. Ég er einnig sammála Morten: það er ekki svo hættulegt að hjóla. Ég er búin að hjóla hér á Íslandi í 25 ár og notaði hjólið frekar mikið allan ársins hring. Á þeim tíma flaug ég einu sinni á hausinn þegar ég hjóla á of mikilli ferð upp háan kant á gangstétt.
Ég vildi að umferðaljósin væru bara þeim megin á vegamótunum sem bílstjórar eiga að stoppa. Þá myndi enginn asnast til að fara of langt inn á vegamótin og á gangbraut og loka fyrir gangandi og hjólandi umferð. Víðar í útlöndunum er það þannig og reynist vel. Þar er einnig búið að kenna ökumönnunum að aka ekki inn á vegamót þegar maður er ekki viss um að komast alveg yfir.
Úrsúla Jünemann, 13.5.2008 kl. 12:39
Það er líka gott að vera í gulum eða ljósgrænum jakka, þessir skæru litir sjást af löngu færi.
steinimagg, 14.5.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.