28.5.2008 | 15:33
Don't try this at home
Ţađ er freistandi ađ segja bara ađ unga fólkiđ hafi eytt stjórnlaust. Hitt er svo annađ mál ađ eldri kynslóđin sem selur ţeim ţađ sem ţau vilja kaupa, smyr vel á.
Ţegar ég útskrifađist úr háskóla í Bandaríkjunum keyptum viđ strax hús og bíl og vitaskuld keyptum viđ í matinn í hverri viku. Allt ungt fólk vill hús, bíl og mat í ísskápinn, ekki satt?
Svona leit dćmiđ út í Bandaríkjunum 1994:
- Mánađarlaunin 282 ţúsund
- Húsiđ 8,4 milljónir (2,5 árslaun) 4.5% óverđtryggt lán
- Nýr VW Passat 1,5 milljónir (5 mánađarlaun)
- Viku matarinnkaup 7.500 kr međ víni og bjór, bleyjum o.s.frv. (1/37 úr mánađarlaunum)
- Bensínlítrinn 19 krónur
Ef ég gerđi ţessar sömu kröfur til lífsins á íslandi í dag vćri ég gjaldţrota. Svona er stađan í dag:
- Mánađarlaunin 400 ţúsund ef ţú ert heppinn
- Húsiđ 40 milljónir (8,3 árslaun)
- Nýr VW Passat 4 milljónir (10 mánađarlaun)
- Viku matarinnkaup 25 ţúsund (1/16 úr mánađarlaunum)
- Bensínlítrinn 150 krónur
„Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Neytendamál | Breytt 29.5.2008 kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
Ég hugsa ađ dćmiđ hafi breyst nokkuđ mikiđ í Bandaríkjunum sömuleiđis. Líklega má reikna međ ađ ţar sé fólk ađ kaupa hús fyrir 10 til 20 sinnum árslaunin sín (fyrir utan auđvitađ svćđin ţar sem engin hefur efni á ađ búa nema ađ vinna í "fjárfestingabanka". Passatinn hefur ekki hćkkađ hlutfallslega mikiđ, er ef til vill í 7 til átta "mánađarlaunum" eđa svo matarinnkaup hafa ekkert hćkkađ hlutfallslega nema ađ síđur sé en allir vita hvernig ţetta er međ bensíniđ. Ćtli líterinn í Bandaríkjunum sé ekki u.ţ.b. 70 - 80 krónur.
G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2008 kl. 20:44
Hvar getur mađur fengiđ hús á 40 millur?
Annars getur ekki veriđ ađ heilbrigđur mađur međ 400 ţús á mánuđi kaupi sér hús/íbúđ á 40 milljónir og nýjan bíl fyrir 4 milljónir á sama tíma. Menn ţurfa ađ sníđa sér stakk eftir vexti.
Ţví miđur hefur kannski vantađ ţađ hjá mörgum undanfarin ár, en ekki bara viđ unga fólkiđ ađ sakast. Man eftir ţví hverning bankarnir voru međ bása í menntaskólunum og ýttu yfirdrćtti ađ óhörnuđum unglingum svo maur talu nú ekki um hverning bankastarfsmenn eltu mann bókstaflega í Ţjóđarbókhlöđunni og grátbáđu mann um ađ taka án.
Svo er hneyksli hvađ matur er dýr á Íslandi, matur er eiginlega orđin lúxusvara.
Valtýr (IP-tala skráđ) 29.5.2008 kl. 09:07
Góđur pistill eins og oft áđur, en ţađ hefur eitthvađ ruglast vasareiknirinn í íbúđalána samanburđinum.
Sá sem er međ 400 ţúsund á mánuđi er međ 4.8 miljónir á ári og er húsiđ ţví 8,3 árslaun ađ verđgildi. Ţetta eiga vćntanlega ađ vera 100 mánađarlaun.
Mađur fćr nú ábyggilega ágćtis húskofa fyrir 100 árslaun á ţessum mánađarlaunum
- grettir (IP-tala skráđ) 29.5.2008 kl. 09:50
úps, 100 árslaun eru ţađ ekki! Ég breyti fćrslunni
Kári Harđarson, 29.5.2008 kl. 11:44
Valtýr ţú getur t.d. litiđ á Reykjanesbć og önnur nágrannabćjarfélög höfuđborgarsvćđisins. :)
Sverrir (IP-tala skráđ) 30.5.2008 kl. 10:17
Aldrei ţessu vant hefur ágćtlega borgađ sig ađ spara. Innlánsvextir eru háir og gjaldeyrisreikningarnir okkar hafa líka stađiđ sig vel.
Ţađ er samt ótrúlega lífseig hjátrú ađ spara ekki. Okkur var sagt ađ taka öll lán sem í bođi vćru ţegar viđ fluttum heim ţví ţađ borgađi sig alltaf ađ skulda.
Kári Harđarson, 13.6.2008 kl. 06:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.