Vits er þörf þeim er víða ratar (og GPS tækis)

Fyrir löngu gáfu landmælingar Íslands út Íslandskort sín á geisladiskum. Forritið sem fylgdi diskunum heitir LMI Visit 4.22. Það leyfir notendum að skoða kortin og teikna slóðir á þau en lítið annað.

Sér í lagi er hvorki hægt að lesa slóðir né vista þær eða færa yfir í GPS tæki enda voru Garmin tæki varla til þegar landakortin komu út.  Þessir diskar eru ennþá til sölu mér vitanlega en með algerlega úreltum hugbúnaði.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég lítið forrit sem les skrá frá forriti Landmælinga (VIP format) og breytir henni í skrá sem Garmin MapSource eða Google Earth geta lesið (GPX format) og öfugt.

Þessi mynd er af slóða úr Garmin tæki sem ég hef opnað í kortaforriti Landmælinga.  Slóðinn er frá kajakróðri upp á Skaga en það er svo annað mál.


kajakferd.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir sem hafa áhuga á að nálgast forritið mega hafa samband við mig, tölvupósturinn er karih@ru.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta er auðvitað þvílík samfélagsþjónusta hjá þér, Kári. Ég á þennan disk, en hann er næsta ónothæfur vegna úrelts hugbúnaðar.

Þó svo þessi kort þyki ekki mjög nákvæm, eru þau ómissandi vegna örnefna og staðhátta. 

Einnig heyrði ég sögu að því að einhver jeppakallinn hafði skannað nýja Íslandsatlasinn og sett í Garmin, sel hana nú ekki dýrari en ég keypti. :)

J.

Jón Ragnarsson, 24.6.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðni Þór Björgvinsson

Jónr: Ertu með einhverri nákvæmari upplýsingar um hvort að þetta hafi verið gert og þá með hvaða forriti? Það segir sig allavega sjálft að þú getur ekki látið skönnuð kort inní Mapsource þar sem að það notar aðeins vector kort.

Guðni Þór Björgvinsson, 24.6.2008 kl. 17:07

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Guðni: ég heyrði þetta bara í casual umræðum á vinnustaðnum um kort. Það má vel vera að vikomandi hafi notað annað en mapsource til að birta þetta hjá sér. Ég veit t.d. að nmap (open source) getur notað næstum hvað sem er, bitmap eða vektor.

Kannski ég reyni að grafa þetta upp, þegar ég hitti viðkomandi næst. En ég skyldi glaður borga 20.000 fyrir Íslandsatlasin í vector formi. Alveg ótrúlega skemmtileg kort. 

Jón Ragnarsson, 24.6.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Einar Indriðason

Kári, ég hef áhuga.

Jón:  það "nmap" sem ég kannast við, það er port-scanner fyrir tölvur?

Einar Indriðason, 24.6.2008 kl. 21:55

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það væri gaman að fá þennan forritabút hjá þér. Sendi á þig póst. Takk.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.6.2008 kl. 06:09

6 identicon

Ég er að leita mér að nákvæmu korti af höfuðborgarsvæðinu.

Veit einhver hvaða hlutverk Landupplýsingakerfi Reykjavíkur gegnir? Vefsíðan hjá þeim er hér: http://eldey2.bv.rvk.is/lukr/ en það er erfitt að átta sig á hlutunum þarna.

Reykjavíkurborg hefur brýna þörf fyrir ansi öflugt kort af borginni. Borgarvefsjá kemst ég ekki inn á því hún notar Shockwave Director sem vill ekki virka hjá mér. Maður veltir því fyrir sér hvort borgarbúar eigi rétt á þessum gögnum þar sem þau liggja á Borgarvefsjánni. Það væri hægt að gera mikið af skemmtilegum hlutum með öll þessi open source kortasystem. Samsýn (Garmin á Íslandi) vill auðvitað sem minnst gera til að borgarar fái það sem þeir eru búnir að borga fyrir einu sinni. Eða hvað?

Jökull (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:13

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

humm, borgarvefsjá er nýhætt að virka hér á makkann minn líka.  Kári og Jonr, eruð þið með eitthvað Garmin drasl sem virkar á unix eða macOSX útgáfuna af því?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 00:18

8 identicon

Ég hef notað þetta ókeypis kort fyrir Garmin. Það er með góðu korti af Reykjavík, helstu kennileiti á landinu, og m.a.s. gönguleiðir eins og Laugavegurinn.

http://www.ourfootprints.de/gps/mapsource-island_e.html

Siggi (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband