2.7.2008 | 14:27
Er Google forheimskandi?
Undanfarin ár hef ég haft óþægilega á tilfinningunni að einhver eða eitthvað sé að breyta heilanum í mér, endurforrita taugaboðin. Ég er ekki að missa vitið en það er að breytast.
Ég hugsa ekki eins og ég gerði. Ég finn það gleggst þegar ég les. Ég var vanur að geta sökkt mér djúpt í lesturinn. Hugsunin samlagaðist textanum, frásögninni og flæðinu og klukkustundirnar liðu.
Þetta gerist yfirleitt ekki lengur. Nú tapa ég einbeitingunni eftir tvær þrjár síður, ég byrja að fikta, tapa þræðinum, leita mér að einhverju öðru að gera.
[..] Einu sinni kafaði ég í hafsjó af orðum. Nú er ég á sjóskíðum ofan á honum.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Ég hitti konuna þína á förnum vegi um daginn. Mér sýndist hún vera fótósjoppuð.
Elías Halldór Ágústsson, 2.7.2008 kl. 15:27
Hún ætlar ekki að eldast
Kári Harðarson, 2.7.2008 kl. 16:07
Á níunda áratugnum komst ég yfir leik fyrir Apple Macintosh sem hét Shufflepuck Café. Það var þythokkíleikur sem maður lék með músinni. Þrátt fyrir að vera bara á 512 sinnum 342 punkta svart/hvítum skjá án grátóna var hann furðu raunverulegur. Í hvert sinn sem maðu sló í pökkinn með músinni heyrðist smellur og svo sá maður pökkinn þjóta í burtu að hinum enda borðsins. Þegar maður var búinn að spila leikinn í nokkur skipti fékk maður það á tilfinninguna að maður mætti mótstöðu þegar smellurinn heyrðist. Ég velti þessu mjög lengi fyrir mér og gat ekki með nokkru móti losnað við þessa tilfinningu: ég fann skýrt og greinilega að ég væri að slá músinni í eitthvað þegar ég sló í þennan sýndarhlut á skjánum.
Einn kunningi minn hefur lýst því er hann hefur reynt að draga músarbendilinn yfir texta á prenti sem hann var að lesa við hliðina á skjánum til að reyna að kópera hann. Sjálfur hef ég lent í svipuðu. Tölvur eru að breyta skynjun okkar mikið hraðar en við gerum okkur grein fyrir. Mörkin milli raunheims og sýndarheims eru að dofna.
Elías Halldór Ágústsson, 2.7.2008 kl. 18:27
Takk fyrir þessa grein og vísbendingu, Kári. Þessi Atlantic.com grein er bráðgóð, með hárréttum ábendingum um það hvernig hugsunin breytist með tækninni. Ég sé þetta á mér sjálfum, en aðallega í gegn um strákana mína, nú 17 og 18 ára, sem eiga við endalaust aðstreymi upplýsinga úr öllum áttum og bruna á spíttbáti yfir þetta allt saman á meðan ég reyni að kafa. Skrýtið en ég hef lengi notað þessa líkingu um þessi mál, enda á hún vel við.
Ef ég kveiki ekki á tölvunni snemma að morgni og les ekki Moggann, heldur sest og horfi út á sjóinn með blekpenna og Hemingway- skriftarbók, þá koma gjarnan hreinar, djúpar hugsanir, allt öðruvísi skrifaðar heldur en beint á tölvuna. Það minnirm mig á að halda því áfram.
Ívar Pálsson, 2.7.2008 kl. 22:53
Athygliverður pistlingur. Ég held ég gúggli hann á eftir...
Sigurjón, 3.7.2008 kl. 04:55
Ég opnaði þessa grein og setti hana í favorites. Kannski næ ég einhvern tímann að lesa hana, kannski gleymi ég því.
En í alvöru, þetta er góð pæling. Ég gleypti í mig heilu bækurnar einu sinni en núorðið þarf ég að hafa mjög mikið fyrir því því að athyglin er rokin út og suður. En það er kannski ekki Goggle að kenna.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.