Domino áhrifin

Samkvæmt kennslubókum í hagfræði eiga gjaldmiðlar landa sem skulda mikið að  lækka í verði miðað við gjaldmiðla þeirra landa sem eiga pening. Við það eykst  útflutningur og innflutningur minnkar og þannig minnkar skuldin að lokum.  Bandaríkin skulda mest allra landa enda hefur dollarinn fallið samviskusamlega  síðan árið 2002. Hins vegar hafa mörg lönd sem skulda mikið verið með óeðlilega  sterka gjaldmiðla þangað til núna nýlega. Loksins virðast markaðirnir hafa  tekið eftir þessum löndum.

Bretland, Ástralía, Nýja sjáland og Ísland skulda öll mjög mikið (þau hafa líka  verið með lána og byggingarbólur eins og Bandaríkin). Samt hafa gjaldmiðlar  þessara landa hækkað þar til á miðju árinu 2007, miðað við gjaldmiðla Japan og  Sviss sem skulda þó ekki peninga. Japan hagnast um 4,9% af landsframleiðslu á  hverju ári en hefur þó mátt horfa upp á gengi Yensins falla um 13% frá 2002 til 2007.  Nýja-sjáland, þar sem skuldirnar eru 8% af landsframleiðslu horfði aftur á móti  upp á gjaldmiðil sinn hækka um 28% á sama tíma.

Þessi mótsögn er komin til út af því að alþjóðlegir fjárfestar sóttu í háa vexti  og geymdu því peninga þar sem þá var að finna, í Bretland, Ástralíu, Nýja-sjálandi og Íslandi. Háu vextirnir áttu að bæta fjárfestum upp áhættuna sem þeir  tóku með því að kaupa gjaldeyri sem átti á hættu að falla. Eftir því sem  fjárfestar fengu lánaða peninga þar sem vextir voru lágir, (t.d. í Yenum) til að  leggja þá inn hjá bönkum þar sem vextir voru háir, þá hækkaði verð gjaldmiðla í  síðarnefndu löndunum. Við það framlengdist ójafnvægið því síðarnefndu löndin áttu auðvelt með að slá lán fyrir vikið.

Eftir að hagkerfi heimsins fór úr skorðum á síðasta ári og fjárfestar misstu lystina á áhættu hafa þessi viðskipti undið ofan af sér og það er orðið miklu  erfiðara að fjármagna skuldir.  Fyrir vikið eru skuldir aftur farnar að hafa  áhrif á gengi gjaldmiðla eins og vera ber.  Myndin að neðan sýnir að gjaldmiðlar hafa veikst mest í löndum þar sem skuldir eru miklar, Bretlandi og suður Afríku.  [Ísland er ekki nefnt í greininni en er augljóslega ýktasta dæmið á myndinni].  Hins vegar hafa Yenið og  Svissneski Frankinn styrkst. Sama mynd hefði verið nánast spegluð fyrir ári  síðan.

cfn543.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástralía, Póland og Ungverjaland eru með óeðlilega sterka gjaldmiðla miðað við skuldastöðu -- líklega eru þau næstu dóminóin sem falla.

Lauslega þýtt úr Economist

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Hressilegt fyrir þá sem vilja halda í blessaða krónuna út af einhverjum ímynduðum sveigjanleika. Væntalega þá sveigjanleikan um til að aðlagst breytum efnahagsskilyrðum eins og þú bentir á í innganginum. Kannski að sveigjanleiki sé misteygjanlegur, hann er allvegana deigur miðað við þessa töflu.

Ingi Björn Sigurðsson, 21.7.2008 kl. 14:36

2 identicon

Ekki má gleym Tékkneskri krónu í þessu samhengi.  Hún hefur hækkað gríðarlega á einu ári, var ca. 2,93 ISK í júlí 2007, en er komin í 5,25 ISK núna.  Hrinur Tékkneska krónan líka?

Ekki má gleyma hinum dásamaða "töfragjaldmiðli" - Evrunni.  Evran er nú óeðliega sterk að margra mati, svo sterk að Evrulöndum er farin að tapa viðskiptum til annarra landa vegna minni útflutnings frá Evrulöndunum.  Þetta er farið að leiða til atvinnuleysis í Evrulöndunum.  Margir spá því að Evran muni veikjast mjög á næstunni af þessum sökum.

Guðjón Ó. Hreinsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband